Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR10 Veistu Anna Lóa, ég er að hugsa um að hætta á Feisbúkk, er allt of mikið þarna eitthvað og stundum stend ég mig að því að hugsa í ,sta- tusum“. Svo las ég í blöðunum um daginn um rannsókn þar sem kom fram að þeir sem væru mikið á FB væru sjálfhverfir einstaklingar sem þyrftu stanslaust að fá viðurkenningu eða við- brögð frá vinum sínum. Úff, vil ekki viðurkenna að ég sé þar. Veit ekki alveg hvað ég á að gera!! Elskan mín góða, ég hef lesið fjöldann allan af rannsóknum um FB og aðra samfélagsmiðla og við skulum a ð e i n s s k o ð a þetta. Maðurinn er tengslavera og þar f nast sam- skipta við aðra og öl l þurfum við á því að halda að t i lheyra og finna að við skiptum máli. Þegar við erum í samböndum upplifum við að hafa vitni af lífi okkar. Þá á ég við þessu hversdagslegu hluti sem er svo ómetanlegt að geta deilt með annarri manneskju. Hlutir eins og koma heim á daginn og fara yfir vinnudaginn eða hafa ein- hvern sem þú getur speglað þig í er oft sá hluti af sambandinu sem maður saknar mest við sambandsslit. Þrátt fyrir að margir nýti FB ein- göngu til skemmtunar þá eru þeir margir sem nota miðilinn til að deila þar hluta af lífi sínu og finnst á sama tíma það hafa meiri tilgang. Þannig eru margir sem hafa lifað einangruðu lífi sem hafa geta nýtt sér þessa miðla á heilbrigðan hátt og jafnvel fundist hversdagsleikinn fá meiri merkingu því þeir hafa vitni af lífi sínu. En það er með þessi tengsl eins og önnur, þau eru vandmeðfarin. Í öllum tengslum gætum við upplifað klessutengsl, þannig að tengslin verða of flækt og við týnum okkur sjálfum: hver er ég, hvar byrja ég og verð að hinni manneskjunni. Í heilbrigðum tengslum tengjast einstaklingar en eru ekki samofnir á allan hátt. Við erum á hættusvæði þegar okkur finnst við algjör- lega bera ábyrgð á öðrum og gleymum eigin þörfum. Þegar við erum í skökkum tengslum við okkur sjálf er auðveldara að detta í þá gryfju að maður verði sáttari ef umhverfið eða annar aðili samþykkir mann þegar sannleikurinn er sá að við þurfum fyrst og fremst að upplifa sjálfsátt. Þegar við förum inn í sambönd erum við oftast klædd í ,,sparifötin“ í byrjun og erum hrædd við að sýna okkar sanna sjálf því innra með okkur gæti leynst sú vonda tilfinning að ef fólk áttar sig á hver maður er í raun og veru þá sé hætta á falleinkunn og höfnun í kjölfarið. Við klæðumst oftast ,,spariföt- unum“ þegar við notum sam- félagsmiðla og þurfum að vera meðvituð um það. Þar sem við deilum bara hluta af lífi okkar þar, er oft um yfirborðs tengsl er að ræða sem sýna ekki okkar sanna sjálf. Þrátt fyrir að vera meðvituð um þetta hef ég átt tímabil þar sem ég hef dottið ofan í þá gryfju að bíða eftir viðbrögðum umhverfisins (FB) varðandi ýmislegt og verið þannig háð því að fá viðurkenningu og sam- þykki fyrir því að ég sé í lagi. Viðmiðin mín í sambandi við FB eru að þegar ég er orðin háð því að fá viðbrögð, þá er ég ekki á góðum stað, en það sama getur átt við önnur sambönd í lífi mínu. Svo áður en þú hættir á FB skaltu spyrja sjálfan þig hvernig þú notar þennan miðil og hvort þú treystir á ,,vini“ þína þar til að finna til öryggis og vellíðunnar eða hvort þú sért meðvituð um að þú ein berð ábyrgð á því. Sömu spurninga gætir þú svo spurt þig varðandi önnur tengsl - því sannleikurinn er sá að því betri tengslum sem þú ert við sjálfa þig því auðveldara er fyrir þig að láta ekki annað eða aðra hafa áhrif á þig. Talandi um öryggi, hvað sem þessari rannsókn líður þá hvet ég þig til að hafa nægilegt öryggi til að skoða niðurstöðurnar með gagnrýnum augum, vega og meta hvort þetta eigi við þig og taka síðan meðvitaða ákvörðun út frá því. Hún kinkaði kolli og sagði svo sannfærandi: Stórt ,,LIKE“ á það!! Þangað til næst - gangi þér vel! Anna Lóa ,,Feisbúkk-klessan“ þín! ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HAmINgjuHoRNIð Við erum á hættu- svæði þegar okkur finnst við algjörlega bera ábyrgð á öðrum og gleymum eigin þörfum. Anna Lóa STÆ RST I ÍSBA R Á SUÐ UR- NES JUM Eitthvað fyrir alla öl-skylduna FJÖLBREYTT TILBOÐ Á GRILLINU! KÓK MEÐ ÖLLUM TILBOÐUM Verið velkomin í glæsilegu ísbúðina okkar að Iðavöllum 14 20% LJÓS ANÆ TUR- AFSL ÁTTU R AF K RAPI 4 tegundir af krapa-ís Vanilluís Jarðaberjaís Gamaldagsís Súkkulaðiís Nammi SHAKE Vanillu-jarðberja tvistur Karamelluís 40 tegundir af kurli Karamellu og súkkulaðitvistur Nesdekk ragnarb@benni.is Atvinna - bifvélavirki Við bjóðum upp á gæðadekk frá Toyo, BFGoodrich, Maxxis og Interstate. Nesdekk Við bjóðum vaxtalaus lán frá Visa og Mastercard í allt Við bjóðum einnig upp á smur- og viðgerðarþjónustu Sendibíladekk Heilsársdekk Opnunartími: Virka daga: Jeppadekk Það er öruggara að velja réttu dekkin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.