Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 24
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR24 Jones um að koma og spila með lið- inu sem heitir Charlotte Christian Knights. Ekki leið á löngu þar til Örlygur fór að láta finna fyrir sér í vöggu körfubolans. Þar náði hann strax fótfestu í sterku liði skólans og sýndi fljótlega leiðtogahæfileika. Slær Stephen Curry við Þegar leikstjórinn Garðar Örn og félagar hans heimsóttu gamla skóla Örlygs við vinnslu myndarinnar þá komust þeir að því að Örlygur átti ennþá met sem stóðu í skólanum. Þeir sem fylgjast með NBA-deild- inni í dag vita eflaust hver Stephen Curry leikmaður Golden State Warriors er. Hann er einn allra besti ungi bakvörður deildarinnar í dag og af mörgum talinn vera besti skotmaður sem leikið hefur í NBA. Curry gekk í sama skóla og Örlygur, og eiga þeir báðir met sem standa þar enn. Örlygur á met yfir flesta stolna bolta á einu tímabili í skól- anum og einnig yfir flestar stoð- sendingar á einu tímabili. En hann lék aðeins eitt tímabil með liðinu. Örlygur sjálfur var ekki mikið að stæra sig af þessum árangri sínum en fjöldi háskóla vestanhafs höfðu samband við pilt og óskuðu eftir því að fá hann til liðs við sig. Hjarta hans var þó heima í Njarðvík og hann sneri aftur heim eftir tæplega árs dvöl. „Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann alla ævi“ Garðar Örn segir að þessu rúma ári sem hann hefur unnið að mynd- inni hafi hann kynnst Örlygi vel. „Ég las minningargrein um Ölla sem Örvar Kristjánsson skrifaði á heimasíðu Njarðvíkur. Þá fór ég að hugsa af hverju minningu hans hefði ekki verið haldið hærra á lofti. Mér fannst pínulítið eins og hann væri gleymdur.“ Garðar segir að allir þeir sem komi að gerð myndarinnar, viðmælendur og fleiri, séu virkilega ánægðir með að verið sé að heiðra hans minningu. Hann segir að við gerð myndar- innar hafi hann sjálfur nokkurn veginn kynnst Örlygi. „Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann alla ævi,“ en Garðar hefur átt innileg samtöl við bróður hans, móður og nána vini í ferlinu sem spannar nú orðið rúmt ár. „Maður getur í raun ekki útskýrt þessa tilfinningu. Að þekkja einhvern svona vel, sem maður þekkir þó í raun ekki neitt.“ Upphaflega lagði Garðar af stað með það í huga að kynnast körfu- boltamanninum Örlygi Aroni Sturlusyni. Þegar á leið kom svo annað á daginn. „Þetta er rosalega persónuleg mynd. Þetta er ekki bara þessi körfuboltastrákur sem fólk telur sig hafa þekkt.“ Garðar segist hafa rætt fljótlega við fjölskyldu Örlygs sem veitti blessun sína varðandi gerð myndarinnar. Fljótlega eftir það fór Garðar að afla sér upplýsinga um feril Örlygs. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að hann hefði verið svona góður. Þegar við fórum í skólann sem hann sótti úti í Bandaríkjunum kom ýmis- legt í ljós. Fólk er ennþá að tala um hann þarna í skólanum og margir kennarar mundu eftir honum. Það kom okkur á óvart. „Ég man hversu ótrúlegur leik- maður hann var,“ segir Garðar sem var vatnsberi hjá Keflavíkur- liðinu þegar Örlygur var að spila með Njarðvík árið 1999, þá 18 ára gamall. Garðar rifjar upp að Ör- lygur hafi verið ungu strákunum í körfuboltanum mikil fyrirmynd. Það er fyrir löngu orðið goðsagnar- kennt í Njarðvík þegar Örlygur ásamt Loga Gunnarssyni, þá báðir 16 ára gamlir, léku lykilhlutverk í Íslandsmeistaratitli Njarðvíkinga árið 1998. Nánast hinn fullkomni íþróttamaður Logi Gunnarsson er sá leikmaður sem lék flesta leiki á körfubolta- vellinum við hlið Örlygs. „Hann var mjög nálægt því að vera hinn fullkomni íþróttamaður. Hann var mjög náttúrulega sterkur og fljótur þar að auki. Það gagnaðist honum mikið, sérstaklega varnarmegin. Það var allt gott í hans leik. Menn vildu halda honum fyrir utan Örlygur Aron var kominn af mikilli körfuboltafjölskyldu. Faðir hans, Sturla Örlygsson, var sigursæll leikmaður sem lék með og þjálfaði nokkur íslensk lið í gegnum tíðina. Þó lék hann lengst af með Njarðvík þar sem systkini hans léku einnig við góðan orð- stír. Snemma kom í ljós að Ör- lygur bjó yfir miklum hæfileikum í íþróttinni sem fjölskylda hans unni svo heitt. Hann sjálfur átti miklar fyrirmyndir í föður sínum og frændum og keppnisskapið var Örlygi í blóð borið. Hann var ákaflega sterkbyggður miðað við aldur og var hann snemma frambærilegur í öðrum íþróttum, m.a. í fótbolta. Örlygur hafði náttúrulega hæfileika þegar kom að körfubolta. Hann var með góðan leikskilning og leikni hans með boltann var afburðargóð. Hann hafði alltaf orð á sér fyrir að vera frábær varnarmaður og var hann lunkinn við það að stela bolt- anum af andstæðingum sínum. Örlygur Aron hóf æfingar með Njarðvík þegar hann var á áttunda aldursári og lék með öllum yngri flokkum félagsins. Fyrsta leikinn með meistaraflokki í efstu deild lék hann gegn ÍA 1997, þá 16 ára gamall og enn í 11. flokki. Hann skoraði 10 stig og gaf 7 stoðsendingar í þeim leik. Örlygur hampaði Íslands- meistarabikarnum með félögum sínum eftir úrslitaviðureignir við KR árið 1998, þar sem leikstjór- nandinn ungi lék lykilhlutverk. Eins og svo marga unga körfu- boltastráka dreymdi Örlyg um að reyna sig meðal þeirra bestu. Þá kom aldrei neinn annar staður til greina en Bandaríkin. Alla dreymdi um að komast í framhalds- og há- skóla í Bandaríkjunum og svo er þar sjálf NBA-deildin. Örlygur fékk tækifæri til þess að leika í Bandaríkjunum. Hann hafði vakið athygli fyrir vasklega fram- göngu með yngri landsliðum Ís- lands og var í kjölfarið boðið að sækja körfuboltabúðir í New Jersey árið 1997. Þar hreifst fyrrum NBA leikmaðurinn, og þáverandi þjálfari framhaldskólaliðs í Norður Karól- ínu mjög af leik Örlygs. Kappinn sá heitir Bobby Jones og átti hann farsælan feril með liði Philadelphia 76-ers í NBA-deildinni þar sem hann var hvað þekktastur fyrir öfl- ungan og oft harkalegan varnarleik. Örlygur ákvað að taka boði Bobby -Keflvíkingurinn Garðar Örn Arnarson frumsýnir heimildarmynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson úr Njarðvík sem lést aðeins 18 ára gamall. ÖRLYGUR Á HVÍTA TJALDINU Garðar Örn Arnarson hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið að metnaðarfullu verkefni þar sem ævi Njarð- víkingsins Örlygs Arons Sturlusonar er viðfangsefni heimildarmyndar sem Garðar leikstýrir. Örlygur sem var einn efnilegasti körfuboltamaður þjóðarinnar, lést aðeins 18 ára gamall árið 2000. Myndin verður sýnd nú um Ljósanæturhelgina en þar fá áhorfendur að kynnast lífi Örlygs í gegnum fjölskyldu, vini og aðra sem þekktu til hans. En hver var þessi efnilegi leik- maður sem heillaði alla sem urðu á vegi hans? Eyþór Sæmundsson blaðamaður Víkurfrétta fór yfir stuttan en farsælan feril Örlygs Arons. „Þetta er ekki bara þessi körfu- boltastrákur sem fólk telur sig hafa þekkt“Örlygur lék KR-inga grátt í úrslitum árið 1998. Örlygur átti frábært ár með Charlotte Knights menntaskólanum þar sem hann á enn skólamet í stoðsendingum og stolnum boltum. Logi Gunnarsson lék ófáa leiki við hlið Örlygs.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.