Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR6 Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. kynning í Lyu Reykjanesbæ Sérfræðingur frá Clinique verður í Lyfju Reykjanesbæ föstudaginn 6. september til að veita ráðgjöf. Superdefense CC Cream SPF 30 Superdefense CC kremið er litað dagkrem sem jafnar húðlitinn ásamt því að hjálpa til við verndun gegn ótímabærri öldrun vegna UVA/UVB skemmda. CC kremið inniheldur Rósmarín extract og C vítamín sem sér um að veita öflugan raka og fær húðina til að ljóma. 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM CLINIQUE VÖRUM Í TILEFNI LJÓSANÆTUR Gildir frá fimmtudegi til laugardags Svo virðist sem fullt af fólki rati ekki í Kölku en þess í stað villist það með ruslið sitt í heiðina upp af Mánagrundinni. Þrátt fyrir að í boði sé malbikaður vegur alveg inn á gámaplanið við Kölku í Helguvík, þá virðist fólk slysast á holóttan malarveg og grýttan slóða. Auðvitað er erfitt að hossast með ruslið eftir svoleiðis ófærum og því hefur það verið val margra að skilja ruslið bara eftir í heiðinni. Það hljóta að koma bæjarstarfsmenn og hreinsa upp ósómann. Það er hins vegar spurning hvort þeir bæjar- starfsmenn séu frá Reykjanesbæ eða Sveitarfélaginu Garði, því hugsanlega er þessi nýi losunar- staður fyrir rusl á bæjarmörkum þessara nágrannasveitarfélaga. Rötuðu ekki í Kölku Skemmtilegt ævintýri gerðist á flóamarkaði sem hald- inn var í Garðinum um liðna helgi. Þar kom 45 ára gamall brúðarkjóll í leitirnar en lýst hafði verið eftir kjólnum fyrr í sumar, án árangurs. Kristjana Kjartansdóttir, Sjana, hafði lánað kjólinn til að nota í leiksýningu hjá Gerðaskóla fyrir einhverjum árum. Kjóllinn var aldrei notaður í sýningunni og fór á eitthvað flakk, þannig að enginn vissi hvar hann endaði. Sjana hafði gift sig í kjólnum árið 1968 og því hafði hann mikið til- finningalegt gildi fyrir hana. Kristín Kristjánsdóttir förðunar- meistari úr Garðinum var með kjólinn til sölu á flóamarkaðnum og alveg grunlaus um að Sjana hefði verið eigandi kjólsins. Kristín er mikil vinkona færeysku söngkonunnar Eivarar Páls- dóttur. Fyrir einhverjum árum voru þær vinkonur að leita að kjól sem Eivör ætlaði að syngja í á tónleikum með Ragga Bjarna og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. Þar voru gömul lög þemað og þess vegna fóru þær í verslunarleiðangur í leit að gömlum kjólum. „Við fórum í verslunina Rokk og Rósir á Laugaveginum og þar keyptum við einn bleikan kjól og þennan fallega bláa kjól sem reyndist svo vera brúðarkjóllinn hennar Sjönu. Var þessi flóamark- aður tilviljun? Ég held ekki, þessi kjóll átti að komast aftur í hendur eiganda síns,“ segir Kristín glöð í bragði. Týndi brúðarkjóllinn fannst á flóamarkaði Velkomin í Árgangagöngu á Ljósanótt í Reykjanesbæ Byrjaðu frábæran laugardag á Ljósanótt með þátttöku í einstakri skrúðgöngu, Árgangagöngunni. Þar sem mannkynssaga nútímans tekur á sig mynd. Málið er einfalt Sértu fæddur ´53 mætir þú fyrir framan Hafnargötu 53 o.s.frv. Yngsta kynslóðin hefur gönguna og marserar niður Hafnargötu í gegnum heilt æviskeið. Þeir eldri bíða og horfa á æskuna renna hjá þar til röðin kemur að þeim að bætast við. „Hringnum“ er lokað þegar hópur heldri borgara stígur inn í gönguna og gætir þess, sem fyrr, að enginn heltist úr lestinni. Allt undir dynjandi lúðrablæstri lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Við tekur viðburðarríkur dagur í Reykjanesbæ sem endar með stórkostlegri flugeldasýningu og stórtónleikum þar sem fram koma: Dr. Gunni og vinir hans, Ásgeir Trausti, Fyrsti kossinn– Hljómar í 50 ár, Valdimar, Eyþór Ingi og Stefanía Svarsdóttir, Hljómsveitin Valdimar og Ojba rasta. Velkomin á Ljósanótt í Reykjanesbæ Sjá dagskrá á ljosanott.is Reykjanesbær 2013

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.