Víkurfréttir - 05.09.2013, Page 4
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR4
vf.is
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
afgreiðsla og ritstjórn:
ritstjóri og ábm.:
fréttastjóri:
blaðamenn:
auglýsingadeild:
umbrot og hönnun:
auglýsingagerð:
afgreiðsla:
Prentvinnsla:
uPPlag:
dreifing:
dagleg stafræn Útgáfa:
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir
kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka
smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá
færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á
vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það
birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
PÁLL KETILSSON
RITSTJÓRNARBRÉF
Ljósanótt og innanlandsflugið
Fjórtánda Ljósanóttin er hafin með glæsi-
legri og fjölbreyttri dagskrá og hófst form-
lega í morgun með tilheyrandi blöðru-
sleppingum yngstu kynslóðarinnar við
Myllubakkaskóla í Keflavík. Þegar Stein-
þór Jónsson, hótelstjóri og „ljósálfur“
kveikti á þessari Ljósanætur-peru á sínum
tíma og ýtti henni úr vör með fleirum er
varla hægt að ímynda sér að hann og hans
fólk hafi getað ímyndað sér að vöxtur há-
tíðarinnar yrði svona mikill á ekki lengri
tíma. Nú er Ljósanótt í Reykjanesbæ nokkurs konar
sameiningartákn íbúa bæjarins sem flestir ef ekki
allir, koma að þessu skemmtilega verkefni á einn eða
annan hátt, fyrstu daga september mánaðar ár hver.
Sumir eru með listsýningu eða koma að menningar-
viðburði, íþróttakeppni eða bara bjóða vinum og
ættingjum í bítlabæinn til að njóta skemmtilegrar
dagskrár sem nær hámarki með glæsilegri flug-
eldasýningu á laugardagskvöld.
Hægt er að sjá ítarlega dagskrá hátíðarinnar í sér-
stöku dagskrárblaði sem dreift er víða um svæðið,
m.a. í öll hús í Reykjanesbæ en einnig er hægt að sjá
hana á ljosanott.is.
Meðal stærstu atriða er tónlistarskemmtunin „Með
blik í auga“ en þar koma saman mikill fjöldi Suður-
nesjamanna á tónlistarsviðinu og setja saman metn-
aðarfulla dagskrá sem enginn má missa af. Bæjar-
félagið notar Ljósanótt til að opna nýtt hringtorg
við Reykjaneshöllina sem fær nafnið Parísartorg og
undirstrikar jákvæða stefnu bæjarfélagsins í um-
hverfismálum undanfarin ár. Hér skal dagskráin
ekki frekar tíunduð. Nóg er í boði og sannkölluð
hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þessa helgi.
Umræðan um Reykjavíkurflugvöll hefur
tekið á sig nýja mynd með sannkölluðu hóp-
efli í undirskriftasöfnun. Eins og bæjarstjóri
Reykjanesbæjar sagði er minnsta mál að taka
við innanlandsfluginu enda allar aðstæður
til þess hinar bestu í og við Keflavíkurflug-
völl. Vert er að benda á grein Margeirs Vil-
hjálmssonar í þessu blaði um það mál en þar
bendir hann á mörg tækifæri sem felast í því
á mörgum sviðum fyrir Suðurnesjamenn
komi innanlandsflugið til Keflavíkur. Hér
í VF hefur áður verið bent á atriði sem lítið hefur
komið upp á yfirborðið í ljósi umræðunnar um að
nauðsynlegt sé að hafa flugvöllinn í nágrenni við
sjúkrahúsin í Reykjavík. Í Keflavík er stór og vegleg
sjúkrastofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem
m.a. skartaði tveimur veglegum skurðstofum sem
nú hafa verið lagðar niður. Er það virkilega ekki
umhugsunarefni í þessari umræðu að með því að
stórefla Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ætti að vera
hægt að taka á móti veikum sjúklingum sem myndu
lenda í Keflavík. Hér lenda reglulega flugvélar á
leiðinni yfir Atlantshafið með veika flugfarþega og
þá þykir það ekki tiltökumál, þeir fá þjónustu ýmist
í Keflavík eða eru keyrðir til Reykjavíkur. Væri það
ekki lang ódýrast í þessu að eyða peningum í eflingu
sjúkrastofnunar í stað þess að byggja nýjan flugvöll
á höfuðborgarsvæðinu. Með tvöfaldri Reykjanes-
braut er ekki nema rétt um hálftíma akstur í bæinn
ef fólk þarf að sinna erindum á höfuðborgarsvæð-
inu. Það getur tekið lengri tíma að keyra frá Reykja-
víkurflugvelli á ýmsa staði á höfuðborgarsvæðinu
en frá Keflavík.
LJÓSANÓTT Á INSTAGRAM
-Glæsilegur snjallsími í aðalverðlaun í
ljósmyndleik Víkurfrétta og Reykjanesbæjar
#ljosanott2013
ATVINNA
Sveitarfélögin Garður og Sand-gerðisbær fengu Harald Lín-
dal Haraldsson hagfræðing til að
vinna úttekt á hagkvæmni þess
að hjúkrunarþjónusta við aldraða
verði áfram rekin á Garðvangi í
Garði, auk greiningar á kostnaði
við nauðsynlegar endurbætur á
Garðvangi og fjármögnun þeirra.
Fyrir liggur skýrsla Haraldar
Líndal, „Garðvangur hjúkrunar-
heimili, greining og tillögur“.
Efni skýrslunnar hefur verið
kynnt heilbrigðisráðherra og
sveitarstjórnarmönnum sveitar-
félaganna á Suðurnesjum.
Bæjarráð sveitarfélaganna Garðs
og Sandgerðisbæjar hafa sam-
þykkt eftirfarandi tillögur sem
fram koma í skýrslunni:
1. Með hliðsjón af áætlaðri þörf
fyrir hjúkrunarrými fyrir íbúa
sveitarfélaganna Garðs og Sand-
gerðisbæjar og þeirri stefnu að
opnað verði hjúkrunarheimili síðar
í Sandgerðisbæ, verði Garðvangur
rekinn áfram með að lágmarki 15
hjúkrunarrýmum.
2. Leitað verði eftir því við Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja að stofn-
unin taki að sér rekstur Garðvangs
á grundvelli þeirra daggjalda sem
fást greidd með hverju hjúkrunar-
rými.
3. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins
Garðs bjóði heilbrigðisráðherra
að sveitarfélagið taki að sér fjár-
mögnun kostnaðar við endurbætur
á húsnæði Garðvangs samkvæmt
svokallaðri „leiguleið“.
4. Fram fari ítarleg úttekt á ástandi
húsnæðis Garðvangs og einnig
verði unnin nákvæm þarfalýsing
vegna þeirra endurbóta sem þarf
að gera á húsnæðinu.
5. Bæjarstjórnir sveitarfélaganna
Garðs og Sandgerðisbæjar beiti sér
fyrir því að sveitarfélögin á Suður-
nesjum marki sér stefnu til fram-
tíðar litið í heilbrigðis- og öldr-
unarmálum á Suðurnesjum.
Í skýrslu Haraldar Líndal eru færð
ítarleg rök fyrir þessum tillögum.
Í skýrslunni koma fram ýmsar
upplýsingar um þróun og stöðu
hjúkrunarþjónustu við aldraða á
Suðurnesjum. Þar kemur m.a. skýrt
fram að Suðurnes hafa almennt
setið eftir ef litið er til annarra heil-
brigðisumdæma er varðar fjölda
hjúkrunarrýma og fjármagn frá
Framkvæmdasjóði aldraðra til
uppbyggingar á hjúkrunarþjónustu
við aldraða á Suðurnesjum. Það er
ljóst að aldraðir á Suðurnesjum og
sveitarstjórnarmenn geta ekki unað
við þá mismunun sem fram kemur
í skýrslunni og því hafa sveitar-
félögin Garður og Sandgerði þegar
óskað eftir samstarfi allra sveitar-
félaganna á Suðurnesjum við að
ná fram leiðréttingum á þessum
þáttum, segir á vef Sveitarfélagsins
Garðs.
Garðvangur rekinn áfram með að
lágmarki 15 hjúkrunarrýmum