Víkurfréttir - 05.09.2013, Síða 12
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR12
Fjóla Gullsmiður - Hafnargötu 29 - Sími: 421 1011
LJÓSANÆTURTILBOÐ
20% AFSLÁTTUR
AF GULL OG SILFUR SKARTI
DAGANA 4. - 8. SEPTEMBER
Egill Þorsteinsson kírópraktor verður með fræðslu um heilsu og kírópraktík í stóra salnum í Eldvörpum síðdegis í dag,
fimmtudaginn 5. september kl. 18:30. Aðgangur er ókeypis og allir
eru velkomnir. Egill rekur stofu sína, KÍRÓPRAKTÍK ÁSBRÚ, í
fyrirtækjahótelinu Eldvörpum, Flugvallarbraut 752.
Ókeypis fyrirlestur
um heilsu og
kírópraktík
50 ár eru frá því hljómsveitin Hljómar frá Keflavík kom
fyrst fram á sjónarsviðið. Af því
tilefni verður boðið upp á dag-
skrá með tónlist Hljóma á stóra
sviðinu á laugardagskvöld á Ljósa-
nótt. Hljómar mörkuðu djúp spor
í íslenska tónlistarsögu og hafa
alltaf verið kenndir við uppruna
sinn í Keflavík og því er tilhlýði-
legt að heiðra hljómsveitina á
heimavelli. Söngvararnir Eyþór
Ingi, Valdimar Guðmundsson og
Stefanía Svavars mun flytja lög
þeirra ásamt sérvalinni hljóm-
sveit sem Jón Ólafsson, bítlavinur
stýrir. Sögumaður á tónleikunum
er Baldur Guðmundsson sonur
Rúnars Júlíussonar heitins.
Baldur segist hafa séð þarna
dauðafæri á því að heiðra Hljóma
við þessi merku tímamót þar sem
hljómsveitin verði 50 ára í októ-
ber næstkomandi. „Þetta er alveg
kjörið þar sem tónlistin hefur verið
í hávegum höfð á Ljósanótt. Stóra
sprengjan varð þegar Hljómar frá
Keflavík komu á sjónarsviðið og
því er tilvalið að heiðra þá.“
Söngvarar í yngri kantinum sjá
um að flytja lög Hljóma en Baldur
segir í léttum tón að mikilvægt sé
að enginn yngri en 50 ára komi að
sýningunni. „Þarna erum við að
kynna tónlistina fyrir yngra fólkinu
og ýta undir fortíðarþrá hjá eldra
fólkinu,“ segir Baldur sem ætlar
sjálfur ekki að taka í hljóðfæri,
nema þá í mesta lagi tambúrínu.
Hann verður sögumaður á tón-
leikunum eins og áður segir en þar
mun hann kynna lögin sem flutt
verða og segja stuttar sögur á bak
við lögin. Hann segist vera mun
minni maður en Kristján Jóhanns-
son sem gegnir svipuðu hlutverki í
söngleikjunum Með blik í auga og
því fari hann ekki með jafnmikinn
texta og gamanmál og Kristján.
Lögin sem flutt verða eru lög sem
hafa lifað með þjóðinni um áratuga
skeið og verða þau í upprunalegum
útfærslum. Fjölskylda Rúnars
Júlíussonar heitins mun koma að
sýningunni að miklu leyti en Júl-
íus sonur hans verður á trommum
í hljómsveitinni. Björgvin Ívar
barnabarn Rúnars grípur svo í
gítarinn. Blástursleikarar frá Tón-
listarskóla Keflavíkur hjálpa til og
Róbert Þórhallsson leikur á bassa.
Baldur segist ekki útiloka að gömlu
meðlimir Hljóma komi við sögu
í dagskránni en það verði bara að
koma í ljós.
Að venju verða svo tónleikar við
Skólaveg þar sem upptökuverið
Geimsteinn er til húsa og fjölskylda
Rúnars bjó alla tíð, og gerir enn. Þar
koma m.a. fram Dr. Gunni, Védís
Hervör og Big Band Theory. Baldur
tjáir blaðamanni það að hljóm-
sveitin Coda komi aftur saman eftir
30 ára hlé og stífar æfingar standi
nú yfir. „Þessi sveit var stofnuð
um sumarið 1983. Hún hætti svo
störfum um haustið sama ár eftir
mikla sigra á sveitaballamarkaði,“
segir Baldur en hann er einn með-
lima hljómsveitarinnar ásamt þeim
Vigga Daða, Ella Gott, Óskari Nikk
og Gumma Kana. „Þar munum við
rifja upp 80´s takta og taka nokkur
vel valin lög með David Bowie og
Men at work m.a. „Það er svo ekki
útilokað að við náum í gömlu gall-
ana úr geymslunum,“ segir Baldur
að lokum.
Fyrsti kossinn og eitís taktar
-Fimmtíu ára Hljómasaga á stóra sviðinu og tónleikar í Geimsteini á Ljósanótt
Fj ó l a Ó s l a n d H e r m a n n s -
dóttir heldur sína
fyrstu einkasýn-
ingu í Kaffitári á
Ljósanótt. Fjóla sem
á sterkar tengingar
við Reykjanesbæ þar sem hún bjó
um nokkurra ára skeið sem barn
segir það einstaklega ánægjulegt
að hennar fyrsta sýning sé haldin
í hennar gamla heimabæ.
Hún er búsett skammt frá Heidel-
berg í Þýskalandi þar sem eigin-
maður hennar, Guðmundur Þ.
Guðmundsson, þjálfar í Rhein
Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeild-
inni. Hún segir að lífið í kringum
handboltann sé annasamt og
skemmtilegt þar sem mikil stemn-
ing ríki í kringum deildina. En það
sé henni mikilvægt að finna tíma
til að mála og sinna hönnunar-
verkefnum.
Fjóla útskrifaðist árið 2007 sem
textíl- og fatahönnuður. Undan-
farin átta ár hefur Fjóla unnið að
list sinni hér heima, í Danmörku
og Þýskalandi. Hún málar með
akrýl og notast við blandaða tækni.
Sýningin ber heitið Annar heimur
og segist Fjóla leitast við að ná
fram dýpt í myndum sínum og
teflir fram geómetrískum formum
á móti lífrænum. „Lagskipting og
flétta milli laga gefur myndunum
dýpt og rými,“ segir Fjóla.
Fjóla Ósland Hermanns-
dóttir sýnir í Kaffitári
Valdimar Örn Valsson, Snjólaug Kristín Jakobsdóttir,
Margrét Birna Valdimarsdóttir, Páll Axel Vilbergsson,
Snædís Anna Valdimarsdóttir,
Valdís Lind Valdimarsdóttir,
og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
Margrét Birna Valdimarsdóttir,
Kirkjuvegi 5, Keflavík,
lést á heimili sínu, föstudaginn 30. ágúst.
Útförin verður frá Njarðvíkurkirkju (Innri Njarðvík)
föstudaginn 6. september kl. 15:00.
Sumarrós Hildur Ragnarsdóttir, Bergur Finnsson,
Gunnar Gísli Guðlaugsson, Guðbjörg Brynja Guðmundsdóttir,
Anna María Guðlaugsdóttir, Kristján Jóhann Guðjónsson,
Stefán Kristinn Guðlaugsson, Iðunn Pétursdóttir,
Guðlaugur Helgi Guðlaugsson, Guðbjörg Pétursdóttir,
Barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Guðlaugur Svanberg Eyjólfsson,
Frá Stuðlabergi, Keflavík,
Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 1. september.
Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn12. september kl. 13.00
Halla Gísladóttir,
LJÓSANÓTT
Á INSTAGRAM
-Glæsilegur snjallsími í aðalverðlaun í
ljósmyndleik Víkurfrétta og Reykjanesbæjar
#ljosanott2013