Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Page 25

Víkurfréttir - 05.09.2013, Page 25
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. september 2013 25 ÖRLYGUR Á HVÍTA TJALDINU þriggja stiga línuna því hann var það öflugur í gegnumbrotum í teignum. Þegar hann var farinn að setja þriggja stiga skotin niður reglulega þá var ekkert hægt að gera til þess að stoppa hann. Ölli var að vinna meira í skotinu sínu og ef hann hefði náð að fullkomna það er aldrei að vita hvar hann hefði endað, því hann var með allan pakkann,“ segir Logi um vin sinn. Sumarið eftir að grunnskólagöngu lauk voru Örlygur og Logi teknir inn í hópinn hjá meistaraflokk hjá Njarðvík þar sem Friðrik Ingi Rúnarsson var við stjórnvölin. Logi segist hafa fundið fyrir því strax að þeim var ætlað hlutverk í liðinu. Hann man sérstaklega eftir því hve gaman það var að upplifa það með besta félaga sínum að fá að spila með fyrirmyndum þeirra, eins og Teiti Örlygssyni og fleirum kempum. „Við höfðum aldrei unnið neitt í yngri flokkum þar sem Keflavík og KR voru með mjög öflug lið. Við fengum því þarna uppreisn æru með því að vinna þarna Ís- landsmeistaratitil,“ segir Logi þegar hann rifjar upp þennan tíma en hann minnist þess hve Örlygur var var vel í stakk búinn til þess að grípa tækifærið á stóra sviðinu. „Hann var tilbúinn bæði andlega og líkamlega. Sem leikstjórnandi þá þurfti Ölli að binda saman þetta lið sem var fullt af reynslumiklum mönnum. Ég hef aldrei séð tvo 16 ára stráka koma inn í svona lið og hafa mikil áhrif, eins og Ölli gerði svo sannarlega. Ég held að það sé nánast einsdæmi, sérstaklega í ljósi þess að við fórum alla leið og unnum titilinn.“ Eftir að Örlygur kom heim frá Bandaríkjunum 18 ára gamall hafði hann tekið miklum framförum og var oft nefndur í sömu andrá og bestu leikmenn landsins. „Í mínum huga var hann ekkert efnilegur lengur. Hann var það þegar hann var 16 ára. Eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum 18 ára þá var hann einn okkar besti körfuboltamaður. Síðasta tímabil Örlygs var minnis- stætt fyrir margra hluti sakir. Örlygur var þá einn af bestu leik- mönnum mótsins fyrir áramót. Hann hafði unnið sér sæti í A-lands- liði Íslands þar sem hann lék þrjá leiki. Hann var svo valinn í stjörnu- lið KKÍ fyrstur leikmanna. Örlygur skoraði tæp 15 stig að meðaltali þetta tímabil, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum í leik. Þrisvar náði hann svokallaðri þrefaldri tvennu. (Þreföld tvenna er hugtak í körfubolta og á við um það þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu þ.e. 10 eða meira í þremur af eftir- farandi fimm: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum.) Það þykir ansi merkilegt afrek að ná einni slíkri tvennu á ferlinum en sjá má á þessum tölum hversu fjölhæfur og öflugur leikmaður Örlygur var. Þann 21. maí hefði Örlygur orðið 32 ára gamall. Þeir sem kynntust honum og sáu hann leika listir sýnar á körfuboltavellinum halda minningu hans á lofti hvern ein- asta dag. Undirritaður var sjálfur þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa notið vináttu Örlygs en hann var fyrst og fremst frábær persónuleiki. Hrífandi og skemmtilegur. Hann var einnig gæddur ótrúlegum hæfi- leikum í körfubolta. Myndin verður sýnd alla Ljós- anæturhelgina eða frá miðvikudeg- inum 4. september til sunnudags- ins 8. september. Upplýsingar um sýningartíma eru á sambio.is. Minningar- og styktarsjóður Ölla Minningar- og styktarsjóður Ölla sem hefur starfsemi haustið 2013 hefur það að markmiði að styrkja börn á Íslandi til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða um- sjónarmanna. Stjórn sjóðsins skipa þau: Ólafur Stefánsson, handknatt- leiksmaður, Margrét Sanders, framkvæmdastjóri Deloitte og Halla Heimisdóttir, íþrótta- og lýðheilsufræðingur. Verndari sjóðsins er Þor- grímur Þráinsson. Minningarsjóðurinn er stofnaður af fjölskyldu Ölla í tilefni af gerð heimildamyndarinnar. STYRKIR ÚR SJÓÐNUM Við áætlum að veita styrki úr sjóðnum tvisvar til þrisvar á ári; á haustin, eftir áramótin og í byrjun sumars ef vel stendur á. Styrkirnir eru ætlaðir til æfingagjalda, útbúnaðar o.s.frv. Enn á eftir að skilgreina nákvæm- lega hvernig fólk sækir um styrki úr sjóðnum en líklegt er að það verði í gegnum félagsþjónustuna og svo geta kennarar, þjálfarar og aðrir sem vinna með börnum komið með ábendingar til sjóðsins um það hvar þörfin er til staðar. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins 0322-26-021050 sem er í fjárvörslu Deloitte ehf., kt. 521098-2449. FB-síða sjóðsins: https://www.facebook.com/minningarsjodurolla „Hann var mjög nálægt því að vera hinn full- komni íþróttamaður“ Sá stóri fer á loft. Langþráð stund eftir titlaþurrð í yngri flokkum. María Rut frænka Örlygs og Særún móðir hans standa að minningar- sjóði Ölla.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.