Víkurfréttir - 05.09.2013, Qupperneq 26
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR26
Fann líklega upp Apple TV
Faðir hans flutti til Seattleborgar
þegar Guðmundur var um tvítugt
og Guðmundur kom þá þangað
í heimsókn. Guðmundur rakst á
auglýsingu frá skóla einum í Seattle
á meðan á heimsókninni stóð, þar
sem auglýst var nám í ljósmyndun
og myndbandsgerð, en hann hafði
eitthvað verið að stússast í hvoru
tveggja heima á Íslandi eins og
hann orðar það. Hann skoðar sig
um í skólanum og sækir um skóla-
styrk. Til þess að öðlast inngöngu
þurfti Guðmundur að skrifa ritgerð
þar sem hann átti að finna upp
tækni sem kæmi í stað vínyl- og
geislaplötu, þegar þær yrðu úreltar.
„Ég lagði hugann í bleyti og fann
upp eitthvað apparat. Ég held að
Steve Jobs hafi örugglega komist í
þessa ritgerð því þetta er eiginlega
alveg eins og Apple TV virkar í
dag,“ segir Guðmundur og hlær
dátt, en þetta var töluvert fyrir tíma
Apple byltingarinnar sem nú tröllr-
íður öllu.
Skólastyrkur í boði
John Denver
Guðmundur var svo nánast búinn
að gleyma umsókninni sem hann
sendi inn þegar honum berst bréf
til Íslands einhverjum árum síðar.
Þar var honum tjáð að hann sé einn
af átta umsækjendum sem hafi
hlotið skólastyrk við skólann The
Art Institute of Seattle, en alls voru
um 3000 umsækjendur sem sótt-
ust eftir styrk við skólann. Þess má
geta að styrkirnir komu frá ýmsum
þekktum einstaklingum en skóla-
ganga Guðmundar var kostuð af
söngvaranum sáluga, John Denver.
Þessir skólar eru staðsettir víða en
Guðmundur ákvað að stökkva á
tækifærið og flytja til Seattle því
hann hafði jú heillast af borginni
áður. Námið sneri að myndbands-
gerð, ljósmyndun og klippingu en
einnig var snert á hljóðvinnslu í
náminu sem tók rúm tvö ár.
Guðmundur ílengdist í Banda-
ríkjunum en honum bauðst vinna
í borginni strax að loknu námi.
Fyrst um sinn var hann í vinnu
hjá skólanum sínum en þar voru
það hæfileikar hans í rafmagninu
sem komu til góða, en Guðmundur
kláraði sveinspróf í rafvirkjun á Ís-
landi áður en hann hélt í víking.
Honum bauðst svo vinna hjá arki-
tektafyrirtæki sem leitaði að manni
í vídeóklippingu og eftirvinnslu
myndbanda. Þar vann Guðmundur
svo í 13 ár. Fyrirtækið sem kallast
NBBJ er nokkuð stórt en það er
með starfsemi í mörgum borgum
Bandaríkjanna og víðar um heim-
inn. Meðal bygginga sem fyrir-
tækið hefur komið að eru Staple
center í Los Angeles og Safeco
hafnarboltavöllurinn í Seattle, auk
fjölda annarra.
Dreginn út úr feimnis-
skelinni í Kanada
Tónlistin hefur ávallt verið stór
hluti af lífi Guðmundar en hann
minnist þess þegar hann lærði á
orgelið hjá Siguróla í Keflavíkur-
kirkju sem táningur. „Ég var líka
alltaf gólandi þegar ég var krakki.
Þegar ég var í sveit sem barn þá var
alltaf hægt að renna á hljóðið í mér
þar sem ég var syngjandi.“ Guð-
mundur lærði á hin ýmsu hljóð-
færi en þeirra á meðal eru gítar,
píanó og orgelið góða. Áhuginn
fór svo meira út í sönginn en það
tók dágóðan tíma að safna kjarki
til þess að koma fram opinberlega
og syngja. „Ég var feiminn strákur
og faldi mig bara inni í skel og
spilaði á gítarinn og söng,“ segir
Guðmundur. Það breyttist þó þegar
Guðmundur dvaldi sem skipti-
nemi í Kanada um eins árs skeið.
Þar var hann skyldugur til þess að
fara í tíma þar sem þurfti að leika
og syngja og koma fram. Þar má
segja að hann hafi verið dreginn
út úr skelinni. Hann spilaði í kjöl-
farið með djassbandi í skólanum
og tók m.a. þátt í skólaleikritinu
það árið. „Allt í einu var maður
farinn að þora að takast á við eitt-
hvað nýtt,“ segir Guðmundur og
það lifnar örlítið yfir honum. Þegar
Guðmundur hélt heim að nýju þá
stofnuðu hann og vinir hans síðan
acapella hljómsveit, sem hét því
skemmtilega frumlega nafni, Aca-
pella. Þeir störfuðu í þónokkur ár
og sungu víða og m.a. erlendis þar
sem þeir ferðuðust og skemmtu sér
og öðrum. Guðmundur minnist
þeirra tíma með hlýhug og þegar
þeir félagar hittast nú orðið þá eru
gamir taktar rifjaðir upp. Kvintett-
inn skipuðu ásamt Guðmundi þeir
Davíð Ólafsson, Elvar Henning
Guðmundsson, Jann Ólafur Guð-
mundsson og Þorsteinn Ólafsson.
Alltaf með
myndavélina á lofti
Guðmundur hafði verið að fikta
við ljósmyndun allt frá því í 8. bekk
og hann lærði m.a. að framkalla
og ljósmynda í svart/hvítu. Guð-
mundur fékk að gjöf góða Olym-
pus myndavél áður en hann hélt
til Kanada sem skiptinemi í eitt ár
að loknum grunnskóla. Þar hélt
hann áfram að taka myndir og svo
var einnig þegar hann hóf nám við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þar tók
hann m.a. myndir fyrir skólablaðið
og var duglegur að mæta á viðburði
með myndavélina. Nú mætti segja
að hann fari hvergi án þess að vera
með myndavélina enda hefur hann
atvinnu af ljósmynduninni.
Fann ástina á fyrsta
skóladegi í Seattle
Þegar Guðmundur hóf nám við
The Art Institute of Seattle kynntist
hann Nancy verðandi konu sinni
á fyrsta skóladeginum. Hún var
þar að aðstoða erlenda nemendur
á skólakynningu. „Hún var fyrsta
manneskjan sem ég kynntist í skól-
anum og við urðum góðir vinir.“
Vinátta þeirra hélst í gegnum árin
en leiðir þeirra lágu svo ekki saman
fyrr en mörgum árum seinna þegar
Guðmundur var að leita að píanó-
Tónelskur
ljósmyndari
í Seattle
Keflvíkingurinn Guðmundur Ibsen Brynjarsson hefur
hreiðrað um sig í bandarísku borginni Seattle, en þar
hefur hann starfað við myndbandavinnslu og sem ljós-
myndari um nokkurt skeið. Hann kom til borgarinnar á
miðjum tíunda áratugnum sem námsmaður en hefur
nú stofnað þar fjölskyldu og komið sér þægilega fyrir.
Guðmundur spjallaði við blaðamann Víkurfrétta um
lífið vestanhafs en tilviljanir réðu því að hann endaði í
rigningarborginni í norðvestri Bandaríkjanna.
„Ég var feiminn
strákur og faldi mig
bara inni í skel og spil-
aði á gítarinn og söng“
Freermont tröllið er falið
undir Aurora brúnni í Seattle
er rúm sex tonn að þyngd.
Ferjurnar eru vinsælar í
Seattle og nauðsynlegar til
þess að komast á milli staða.
Guðmundur naut tímans í Kína.
Ekki amalegt myndefni fyrir ljósmyndarann.