Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 32
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR32 LJÓSANÓTT Á INSTAGRAM -Glæsilegur snjallsími í aðalverðlaun í ljósmyndleik Víkurfrétta og Reykjanesbæjar #ljosanott2013 PADDY‘S Á LJÓSANÓTT 2013 VIÐ ERUM REDDÍ FYRIR AKSJÓN HELGARINNAR! EN ÞIÐ? Fimmtudagur 5. september Soffía Björg Þórunn Antonía Kíkið við eftir bæjarrápið, vætið kverkarnar og látum ljúfa tóna leika við eyrun . Tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Aðgangseyrir kr. 1.000,-. Föstudagur 6. september Alto Stratus og leynigestir Hiphop/fönk/rokk súpergrúbba frá Keflavík Guðni Þór og Rok Tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Föruneytið mun halda ykkur við efnið þar til dagur rennur á ný Frítt inn. Að sjálfsögðu er boltinn í beinni á Paddy‘s í topp gæðum í HD. Laugardagur 7. september Björn Thoroddssen Eðal-jazz frá einum besta gítarista jarðkringlunnar og þó víðar væri leitað Tónleikarnir hefjast að lokinni flugeldasýningu. Föruneytið sér svo til þess að þið sleppið ykkur í taumlausri gleði Já brosum og verum glöð Aðgangseyrir kr. 1.500,-. Verðum með súkkulaði og vöfflur á vægu verði 17:45 IRISH STEW í boði PADDY´S Annað hvort ERTU Íri eða VILT vera Íri P a d d y ‘ s , H a f n a r g ö t u 3 8 , K e f l a v í k verður á Hafnargötu 28 (gamla Hljómval) á Ljósanótt frá miðvikudagskvöldi til sunnudags. 15% afsláttur af öllum vörum Verið velkomin Ásmundur Friðriksson al-þingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Garði tekur virkan þátt í Ljósanótt. Ásmundur heldur myndlistarsýningu í Gömlubúð við Duus. Sýningin er haldin í til- efni af útgáfu á bókinni „Ási grási í Grænuhlíð. Eyjapeyji í veröld sem var“. Þar eru sýndar pastel- teikningar úr bókinni. Jafnframt sýnir Ásmundur portrett-myndir af Suðurnesjamönnum. Ásmundur opnar sýninguna form- lega í dag, fimmtudag kl. 18 og verður hún opin til 22 í kvöld. Þá verður sýningin opin á Ljósanótt eins og aðrar sýningar. Ásmundur mun verða með upplestur úr bók sinni og hún verður einnig til sölu á staðnum. Myndlistin hefur verið Ásmundi hugleikin í mörg ár. Hann fæst nokkuð við það að teikna portrett- myndir af fólki. Hann mun m.a. sýna nokkrar nýjar andlitsmyndir af Suðurnesjamönnum og einnig olíuverk sem ekki hafa verið sýnd áður í Reykjanesbæ. Þingmaður sýnir í Gömlubúð Snúinn Eiffelturn á Parísartorgi - afhúpaður við Reykjanes- höll kl. 16 á föstudag Un d i r bú n i ng u r Lj ó s -anætur hefur farið fram á ýmsum stöðum og mörg skemmtileg verkefni eru að líta dagsins ljós. Eitt af verk- efnunum verður afhjúpun listaverks á þriðja torginu á Þjóðbrautinni sem liggur frá Hafnargötu að Reykjanes- braut, sjálfu Parísartorginu. Á Þjóðbrautinni eru fyrir Reykjavíkurtorg sem skartar Þórshamrinum eftir Ásmund Sveinsson og Lundúnatorg með rauðum símaklefa sem einkennir þá borg. Parísar- torgið er staðsett við Reykja- neshöllina og verður opnað kl. 16:00 á föstudag. Þar sem torgið ber heitið Parísar- torg kom að sjálfsögðu fátt annað til greina en að setja þar Eiffel- turn. Það er listamaðurinn Stefán Geir Karlsson sem á heiðurinn af verkinu, sem ber heitið Snúinn Eiffelturn. Turninn var smíðaður í Kína og fluttur hingað til lands með skipi svo að við megum láta okkur dreyma um framandi slóðir. AuglýsingA- síminn er 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.