Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Síða 34

Víkurfréttir - 05.09.2013, Síða 34
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR34 Hvað er ég búinn að koma mér út í? Sundkappinn Davíð Hildiberg stundar nám við Arizona State háskólann í Arizona fylki Bandaríkjanna. Fyrir þá sem ekki vita er Arizona fylki heitt og þurrt og þegar blaðamaður heyrði í Davíð þá var hitinn tæpar 40 gráður. Það er grænt og fallegt í háskólabænum þar sem Davíð býr en hann segir eyðimörkina taka á móti manni þegar komið er út fyrir bæjarmörkin. Skólinn hans Davíðs er sá fjölmenn- asti í Bandaríkjunum en þar eru rúmlega 70.000 nemendur. Skólinn er staðsettur í bænum Tempe en að sögn Davíðs snýst allt um skólann í bæjarlífinu. Bæði hvað varðar námsárangur og í íþróttum, þá er skólinn gríðarlega sterkur. Skólinn keppir í svokölluðum Pac12 riðli og sá riðill er annar þeirra sterk- ustu þegar kemur að sundinu. „Það eru margir heimsmethafar og Ól- ympíufarar sem hafa synt í þessari deild,“ segir Davíð. Stórir skólar eru ekki að leita að Íslendingum Birkir Már Jónsson fyrrum liðs- félagi Davíðs í ÍRB í sundinu var kominn í háskólanám í Banda- ríkjunum og Davíð var orðinn spenntur fyrir því að kynna sér þann möguleika betur. Hann segir umsóknarferlið vera langt en hann sendi fjölda skóla póst og for- vitnaðist um möguleikann á að komast að á skólastyrk. „Það þarf aðeins að ýta á eftir þessu og bera sig eftir björginni,“ segir Davíð. Stórir skólar í Bandaríkjunum eru víst ekki beint að leita eftir íþrótta- mönnum á litla Íslandi. Davíð er nú búinn að vera við nám í skólanum í þrjú ár og er að hefja fjórða árið núna í sumar. Hann leggur stund á nám í arkitektúr en mastersnám er fyrir höndum, en það nám tekur önnur þrjú ár. Davíð er á fullum námsstyrk en há- skólanám í Bandaríkjunum kostar skildinginn. Hann bjó fyrst um sinn á heimavist með herbergis- félaga en nú leigir hann hús ásamt liðsfélögum sínum í sundliðinu. Fékk algert sjokk Æfingar eru virkilega erfiðar þar sem fyrst um sinn er verið að skilja hismið frá kjarnanum en margir hreinlega gefast upp og hætta. Þjálfarar eru þá að athuga hvort fólk hafi karakterinn og viljann til þess að standa sig. „Eftir fyrstu æfinguna hugsaði ég; Hvað er ég búinn að koma mér út í,“ en liðið þurfti að hlaupa í tröppunum á kappvellinum en þar taldi Davíð einar 4000 tröppur sem hlaupið var upp og niður. Þegar Davíð byrjaði fyrst voru um 12 nýir sundmenn sem hófu æfingar en þeim fækkaði fljótlega niður í þrjá. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég algert sjokk. Þetta er mun meiri hasar og keppni en ég átti að venjast. Á æfingum er mikil keppni því það eru kannski þrír aðrir að keppa um þína stöðu í liðinu, og maður vill ekki tapa. Heima á Íslandi er maður meira að keppa við sjálfan sig,“ segir Davíð. Alvaran tekur við Hvað varðar námið þá tók smá tíma að ná tökum á tungumálinu. „Fyrsta önnin var frekar skrýtin og maður var alltaf að strika undir og með orðabókina við höndina.“ Davíð hafði lokið stúdentsprófi frá FS og í raun voru fyrstu tvö árin ekki svo erfið að hans mati í Banda- ríkjunum þegar hann hafði náð sterkum tökum á enskunni. Davíð segist hafa verið að fá hæstu ein- kunn á öðru ári sínu í háskólanum en í FS taldist hann ekki sterkur námsmaður. „Ég get ekki sagt það. Þá var ég að fá í kringum sjö í meðaleinkunn. Þegar maður er svo kominn út að læra það sem maður hefur áhuga á þá leggur maður meira á sig. Alvaran tekur við.“ Mikill heiður að vera verðlaunaður Davíð var á vordögum sæmdur heiðursverðlaunum sem veitt eru í nafni Ron Johnson fyrrum þjálfara við Arizona háskólann. Verðlaunin eru veitt þeim sundmanni sem talinn er hvetjandi fyrirmynd og frábær leiðtogi bæði í lauginni og í skólastofunni. Ertu til fyrirmyndar þarna í skól- anum? „Greinilega að mati þjálfar- anna,“ segir Davíð og hlær. Davíð er einn þriggja fyrirliða í sundliði skólans en alls eru um 50 manns í liðinu. Hann segist ekki hafa búist við því að gegna þess- ari stöðu en hlutverk fyrirliða er nokkuð veigamikið. Liðið hefur náð mjög góðum árangri í ár. Lið hans sló m.a. skólamet í 4x100 yarda fjórsundi (100 yardar eru 90 metrar) þar sem fyrrum ólympíuf- arar áttu fyrra metið. „Þetta eru stór verðlaun og það var - Sundkappinn Davíð Hildiberg til fyrirmyndar í Arizona háskóla –Framhald á bls 36 Móðir Davíðs kom að sjálfsögðu í heimsókn á útskriftardaginn. Davíð ásamt skólafélögum sem heimsóttu Ísland.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.