Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2007, Qupperneq 17

Ægir - 01.10.2007, Qupperneq 17
17 S A G A N Gásum auk þess sem skipið stækkuðu og erfiðara var að leggja þeim að. Vitað er að verslun hófst á Oddeyri um 1550. Óljóst er hvar verslun fór fram á 100 ára tímabili þar til verslun hefst á Oddeyrinni, en leiða má líkum að því að allt fram til þess tíma hafi ver- ið verslunarstaður á Gáseyri. Um þetta eru þó ekki til nægilega afdráttarlausar heim- ildir. Fornleifauppgröftur á Gásum hefur þó gefið það til kynna að verslun hafi verið stunduð lengur á Gásum en áður var talið eða fram á 16. öld.. Lengi hefur verið álitið að verslun hafi verið stunduð á Gásum fram á fjórtándu öld, en þarna hafa hins vegar fundist í fornleifauppgreftr- inum ótal mörg leirkerabrot frá miðöldum – bæði þýsk og ensk að uppruna, sem hrekur það. Mestmegnis er talið að Norðmenn hafi komið að Gásum á stórum knörrum. Sagt er frá því í heimildum að allt að fimm skip hafi legið við Gásir í einu, sem þýðir að 450-550 erlendir gestir – kaupmenn, sjómenn og hand- verksfólk – kunna að hafa verið á Gásum í einu.“ Verðmætur brennisteinn En með hvað var verslað á þessum tíma? „Það var eitt og annað,“ svarar Kristín Sóley. „Helstu innflutningsvörur voru járn til húsbygginga, ka- talar, góðmálmar, viður, pott- ar og flöguberg, sem voru höggnar niður í bökunarplöt- ur. Hér keyptu kaupmennirn- ir hins vegar brennistein, vað- mál og ull, svo dæmi séu tek- in. Við fornleifauppgröftinn á Gásum hefur fundist mikið af beinum og af þeim má ráða að þeir sem komu þangað borðuðu fyrsta flokks kjöt og voru því í góðum efnum. Brennisteinninn, sem var fluttur úr Mývatnssveit að Gásum, var á þessum tíma ákaflega mikilvægur í Evrópu, enda notaður til púðurgerðar fyrir skotfæri. Brennisteinn var afar mikilvæg útflutnings- vara því hann finnst eingöngu á tveimur stöðum í Evrópu, þ. e.a.s. á Íslandi og á Sikiley og af því má álykta hversu mik- ilvæg viðskipti voru hér á ferðinni. Í fornleifauppgreftr- inum á Gásum komu í ljós þau tíðindi að brennisteinn- inn hafði verið hreinsaður á Gásum, sem er miklu fyrr en áður hafði verið talið. Það er engin spurning að þessi brennisteinsútflutningur frá Gásum gefur Gásakaupstað aukið vægi í verslun í Norð- ur-Atlantshafi.“ Aðal inn- og útflutningshöfn fyrir Norðurland Gásir eru taldir hafa verið að- al inn- og útflutningshöfn fyr- ir Norðurland. Sem fyrr segir eru fyrstu rituðu heimildir frá 1162 um Gásakaupstað og ætla má að hann hafi verið Framtíðarsýnin er þessi. Hér er búið að teikna inn göngustíga að og í kringum fornleifauppgröftinn, lítið miðaldaþorp og þjónustuhús. Teikning: Þórhallur Kristjánsson. Boginn mundaður á Gásum. Mynd: Hörður Geirsson.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.