Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2007, Page 26

Ægir - 01.10.2007, Page 26
2 Nesútgáfan hefur sent frá sér sannkallað stórvirki, „Silfur hafsins – gull Íslands – Síld- arsaga Íslands“, sem er þriggja binda verk, samtals 1104 bls. í A4 broti með um 800 ljósmyndum og teikning- um. Þetta er eins og nafnið gefur til kynna síldarsaga Íslendinga í hnotskurn. Hér er rakin saga síldveiðanna og vinnsla hennar frá fyrstu tíð, greint frá frumkvæði Norð- manna að síldveiðum við strendur Íslands á 19. öld og síldarævintýrum Íslendinga á liðinni öld. Auk þess að veita gleggri innsýn í þennan merka kafla atvinnulífssögu Íslands en áður hefur verið færður á prent gefur ritverkið mynd af sögu atvinnu- og mannlífs á Íslandi á liðnum öldum. Fjöldi fræði- og vísindamanna hafa lagt hönd á plóg til þess að gera þessari sögu viðhlítandi skil. Höfundar efnis eru Hreinn Ragnarsson, Jakob Jakobsson, Guðni Th. Jóhann- esson, Benedikt Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Hjörtur Gíslason, Jón Þ. Þór og Stein- ar J. Lúðvíksson. Í fyrsta bindi ritverksins er fjallað um upphaf síldveiða og verslunar með síld í Evr- ópu frá því á miðöldum, um síldveiðar Norðmanna við landið á nítjándu öld og að- komu Íslendinga að síldinni á þeim tíma. Þar er einnig farið yfir helstu síldarstofna heims og útbreiðslu þeirra og loks fjallað um tengsl mannsins og síldarinnar á Íslandi fram undir síðustu aldamót. Í öðru bindinu er farið yfir síldarútveg á tuttugustu öld, síldarrannsóknir, veiðarfæri og veiðitækni og söltunarstaði á landinu öllu. Á þeirri öld urðu mestu breytingar sem orðið hafa í íslenskum sjáv- arútvegi og framfarirnar nán- ast ótrúlegar. Tækninni fleygði fram og skipin urðu stöðugt stærri, öflugri og öruggari. Í þriðja bindinu er sagt frá markaðsmálum og Síldarút- vegsnefnd og forverum henn- ar, greint frá vinnslu síld- Síldarsaga Íslands k­omin út í þriggja binda ritverk­i – sannk­allað stórvirk­i: Sex kíló af sögu- legum fróðleik! S Í L D A R S A G A N Létt yfir stúlkunum í kaffipásu á Siglufirði 1955. „Pöntun“ á Seyðisfirði. Óli Tynes var mikils metinn athafnamaður á Siglufirði á fyrri hluta 20. aldar. Hér setur hann sig í valdsmannslegar stellingar á planinu. Hann var hið mesta ljúfmenni en gat verið uppátektarsamur í hegðun.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.