Ægir - 01.01.2008, Page 14
14
svæðum og tímabilum. Hátt
endurheimtuhlutfall í nánd
við merkingarstað tiltölulega
stuttu eftir merkingu þurfi
þannig ekki endilega að gefa
til kynna að fiskurinn sé til-
tölulega staðbundinn, heldur
geti það mögulega end-
urspeglað mikla sókn á við-
komandi svæði og tíma. Á
sama hátt geti hátt end-
urheimtuhlutfall á suðursvæði
á hrygningartíma stafað að
hluta til af hlutfallslega mikilli
sókn. „Í heildina litið virðast
niðurstöður þessarar grein-
ingar á merkingargögnum
þorsks styðja fyrri niðurstöður
Jóns Jónssonar um að þorsk-
ur sem hrygni við suðvest-
urströndina gangi eftir hrygn-
ingu á norðvestur-, suðaust-
ur- og austursvæði og að
þorskur á norðaustursvæði sé
blanda þorsks sem hrygnir á
suðursvæði og þorsks sem
hrygnir á norðaustursvæði og
er staðbundinn.“
Áhrif ferskvatnsrennslis á
nýliðun og afkomu nytjastofna
Í erindi Jóns Ólafssonar, Guð-
rúnar Marteinsdóttur, Árna
Snorrasonar, Bergs Einarsson-
ar, Jónasar Jónassonar og Kai
Logemanns um vistfræðileg
tengsl ferskvatnsrennslis til
sjávar og hrygningar og klaks
þorsksins kom fram að
ákveðin svæði grunnt á Sel-
vogsbanka og við suð-
urströndina hafi nokkra sér-
stöðu, þar hrygni stærsti fisk-
urinn og framlag stórra
hrygna sé talið vænt hvað
varðar gæði hrogna og fjölda.
Ennfremur hefjist hrygning
snemma vors hjá stóru hrygn-
unum og standi lengur en hjá
smáhrygnunum. Fram kom
að á hrygningartímanum séu
nýhrygnd egg þorsks og ýsu
einkum í ferskvatnsblönd-
uðum sjó. Á þessu lífskeiði sé
dreifing lirfanna háð ytri öfl-
um, straumum og blöndun.
Fjölmargir þættir og samspil
þeirra geti haft áhrif á það
hvernig til takist á fyrstu mán-
uðum í lífsögu þorskfiska
þegar afföll séu mikil og
stærð árgangsins fái á sig
mynd. Stærð og aldurssam-
setning hrygningarstofnsins
vegi þar eflaust þungt en að-
stæður í umhverfinu geri það
einnig. Tölfræðileg fylgni ný-
liðunar í þorskstofninum við
stærð hrygningarstofnsins og
ýmsa umhverfisþætti í hafinu
hér við land gefi til kynna að
auk stærðar hrygningarstofns-
ins skýri mælikvarði á fersk-
vatnsmagn í strandsjónum,
fremur en aðrir umhverf-
isþættir, breytilega nýliðun.
Þetta bendi til vistfræðilegra
orsakatengsla. Mikilvægt sé
að auka þekkingu á áhrifum
ferskvatnsframrennslis á ný-
liðun og afkomu ungviðis
okkar helstu nytjastofna. Með
það að markmiði, verði á
þessu ári hafið nýtt samstarfs-
verkefni þar sem verði lögð
áhersla á að:
1. Meta umfang gagna og
stöðu þekkingar um áhrif
umhverfisþátta á hrygningu
og klak þorsks við Ísland.
2. Tengja saman líkön er lýsa
ferksvatnsframrennsli og
straumum. Sannprófa
keyrslur straumalíkansins
CODE með því að bera
saman dreifingu ferskvatns
í líkaninu við þekktar mæl-
ingar.
3. Meta áhrif ferskvatnsflæðis
á strauma, hitastig og
mögulega frumframleiðni.
Tengja þessa þætti við
hrygningu þorsksins og af-
drif eggja og lirfa. Skoða
næmni þessara þátta við
breytilegt ferskvatnsrennsli
bæði vegna náttúrulegra
sveiflna og vegna mann-
legra áhrifa.
Rannsókn á þorski í
Breiðafirði
Jón Kristjánsson gerði í erindi
sínu grein fyrir aldri, vexti og
kynþroska þorsks við sunn-
anverðan Breiðafjörð, en
hann vann að verkefni fyrir
Landssamband smábátaeig-
enda fyrir tveimur árum þar
sem sýni voru tekin úr afla
þriggja báta sem höfðu róið
með línu á hefðbundin
heimamið í Breiðafirði og
lönduðu í Grundarfirði. Tekin
voru 40 aldurssýni úr þorski
frá hverjum bát. Jón sagði að
helmingur þorsksýna hafi ver-
ið tekinn af undirmálsfiski
flokkuðum á sjó, helmingur
af öðrum fiski, annars óvalið
í hverjum flokki fyrir sig.
Fiskarnir voru lengdarmældir,
vegnir og skráð var kyn og
kynþroski. Í ljós kom að 120
þorskar voru á lengdarbilinu
44-70 cm. Aldur þeirra var 3-
11 ár, 3 ára fiskar voru ókyn-
þroska, en frá 4 ára aldri var
kynþroskahlutfall í hverjum
árgangi 70-80%. Þorskurinn
vex að sögn Jóns á 3-4 árum
upp í u.þ.b. 45 cm að lengd
og tæpt kíló að þyngd en
bætir litlu við sig eftir það.
Átta og níu ára fiskar eru að
jafnaði um 57-58 cm og 1,8
kg að þyngd. 92% 5 ára, 71%
Á loðnuveiðum. Þessi mynd var tekin um borð í Antares VE. Það kemur víst fáum á óvart hversu mikilvæg fæða loðnan er fyrir þorskinn. Samkvæmt rannsókn sem Ólafur
Karvel Pálsson og Höskuldur Björnsson kynntu á ráðstefnu Hafró reyndist hlutdeild loðnu í magasýnum þorsks vera um fjórðungur í október en um 55% í mars.
Mynd: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum.
Þ O R S K U R