Ægir - 01.01.2008, Page 16
16
Mikill vöxtur er í kvíaeldi víða
um heim, einkum í vanþróuð-
um löndum, þar sem gert er
ráð fyrir að fiskneysla eigi
eftir að aukast um 57% á
tímabilinu 1997-2020. Ástæð-
an er meðal annars aukin
borgarmyndum, sem kallar á
vaxandi próteinþörf og betri
efnahag, að sögn Jóns Gunn-
ars Schram hjá eldisdeild
Matís.
Geymsla og eldi á lifandi
fiski hefur verið þekkt í lang-
an tíma og þá fyrst og fremst
í Asíu. Síðustu tuttugu árin
hefur kvíaeldi á heimsvísu
aukist mikið og áætlað hefur
verið að fiskneysla í vanþró-
uðum löndum muni vaxa um
57% á tímabilinu 1997 til
2020. „Hins vegar er á sama
tíma áætlað að fiskneysla í
efnahagslega sterkari ríkjum
vaxi aðeins um 4%. Í hinum
vanþróaðri löndum er ástæð-
an meðal annars fólksfjölgun,
betri efnahagur fólks og auk-
in borgarmyndun, sem kalla
á þörf fyrir meira prótein.
Sem dæmi um vöxt kvíaeldis
má nefna að talið er að um
80-90% af framboði fiskmetis
í Asíu sé frá fiskeldi þar,“
segir Jón Gunnar.
Hann segir að á heimsvísu
séu um 80 tegundir fiska not-
aðar í kvíaeldi. Þar af er lax
(Salmo salar) 51% af heild-
arframleiðslunni. Næstu fjórar
tegundir sem koma þar á eft-
ir eru samtals um 27% af
framleiðslunni. Í heildina
koma því 78% af heildarfram-
leiðslunni frá kvíaeldi á 5 teg-
undum fiska.
Framleiðsla í laxeldi hefur
4000 faldast
„Framleiðslan í laxeldi hefur
á heimsvísu 4000 faldast frá
árinu 1970 fram til ársins
2005 og það má velta fyrir
sér hvað við Íslendingar get-
um lært af þessari velgengi
laxeldisins ef við hugsum til
þorskeldis eða bleikjueldis á
Íslandi. Sem svar við þeirri
spurningu má til að mynda
nefna í fyrsta lagi einfaldan
eldisútbúnað, í öðru lagi gott
aðgengi að svæðum til eld-
isins, í þriðja lagi hentuga
tegund til eldis, í fjórða lagi
góðan markað, í fimmta lagi
stuðning stjórnvalda með
reglugerðum og í sjötta lagi
að hugað sé vel að heilbrigði
fisksins þ.e. fóðri, vatnsgæð-
um, sjúkdómum o.fl.“
F I S K E L D I
Höfin og árnar verða
matarkistur framtíðarinnar
Jón Gunnar Schram telur að kvíaeldi eigi mikla framtíð fyrir sér og þá helst á hlýrri svæðum jarðarinnar. Hér má sjá fjölbreytta flóru af fiski á sjávarútvegssýningunni í
Brussel sl. vor. Myndir: Gísli Þorsteinsson/Matís.
Mikill vöxtur er í kvíaeldi víða um heim, einkum í vanþróuðum löndum, þar sem
gert er ráð fyrir að fiskneysla eigi eftir að aukast um 57% á tímabilinu 1997-
2020.