Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 17
17
Jón Gunnar segir að á
þessari farsældarleið í kvíeldi
á laxi séu þónokkrir vankant-
ar og megi þar sem dæmi
nefna aukið magn næring-
arefna sem rýra gæði eld-
isstaðarins, aukna tíðni og
hættu á sjúkdómum í eld-
isfiskinum, samkeppni um
efni til fóðurgerðar og því
hættu á skertum/breyttum
gæðum fóðursins, aukna
spurn eftir seiðum og í fram-
haldi af því eldi byggt á villt-
um seiðum eins og t.d. er
gert núna á fyrstu stigum
þorskeldis á Íslandi, tapaðan
kynbættan eldisfisk úr kvíum,
sem geti erfðablandast villta
fiskinum og áhyggjur al-
mennings, sveitarfélaga og
stjórnvalda af mengun frá
fiskeldi.
Kvíaeldi á mikla framtíð fyrir
sér
Jón Gunnar telur að kvíaeldi
eigi mikla framtíð fyrir sér og
þá helst á hlýrri svæðum
jarðarinnar. „Spurningin er
því ekki hvernig eigi að efla
kvíeldi heldur hvernig eigi að
stjórna því almennilega.
Helstu atriði sem þarf að
huga að eru hráefni til fóð-
urgerðar og umhverfismál.
Vaxandi áhyggjur eru af um-
hverfismálum (hlýnun jarðar)
og úthöfunum hvað varðar
mengun og ofveiði.“
Talið er að hátt í 80% af
þeim fiskistofnum, sem eru
nýttir í dag, séu fullnýttir og
eða ofveiddir. Helstu meng-
unarvaldar jarðar eru skólp
(25%), loftmengun (25%),
efni frá landbúnaði (20%),
mengað vatn frá iðnaðarfyr-
irtækjum (10%), flutninga-/
veiðiskip (10%), olía (5%) og
rusl (5%) (Klesius, 2002).
Vaxandi mengun í umhverf-
inu teflir öryggi matvæla í
tvísýnu og því er aukin
áhersla á að tryggja rekj-
anleika þeirra í viðskiptum.
Þá segir Jón Gunnar að
úthöf þekji 71% af jarð-
arkringlunni, en athyglisvert
er að einungis hafa innan við
10% af lífríki hafanna verið
rannsökuð.
„Innan við 1% af kaloríu-
þörf mannsins kemur frá
fiskimeti. Mannkyninu fjölgar
um 80 milljónir á hverju ári
og gert er ráð fyrir að mann-
fjöldinn verði um 9 milljarðar
árið 2050 (FAO, 2006b). Því
er ekki vafamál að höfin og
hinar verðmætu ferskvatnsár
jarðarinnar verða matarkistur
framtíðarinnar, með auknu
fiskeldi,” segir Jón Gunnar
hjá Matís.
Þýtt og endursagt.
Heimild:
Cage aquaculture-Regional reviews
and global overview. Ritstjóri: Matthias
Halwart
FAO FISHERIES TECHNICAL PAPER, rit
nr. 498. Róme. FAO. 2007.
F I S K E L D I
Jón Gunnar Schram: Ekki er vafi á því að höfin og hinar verðmætu ferskvatnsár
jarðarinnar verða matarkistur framtíðarinnar, með auknu fiskeldi.