Ægir - 01.01.2008, Qupperneq 29
29
Á dögunum fékk Marport 144
milljóna króna opinberan
styrk á Nýfundnalandi til þró-
unar á m.a. nýrri gerð af þrí-
víddarsónar, eingeisla dýpt-
armæli, fjölgeisla dýptarmæli
og straummæli. Óskar Axels-
son, framkvæmdastjóri vöru-
þróunar og markaðsmála hjá
Marport, segist líta á þetta
sem mikla viðurkenningu á
þeirri tækni sem fyrirtækið
hefur verið að þróa á und-
anförnum árum, en á þeim
rúma áratug sem Marport
hefur starfað hefur það hasl-
að sér völl sem eitt af fram-
sæknustu fyrirtækjum í heimi
í veiðistjórnunarkerfum –
dýptarmælum, höfuðlínumæl-
um, hleranemum o.fl.
Það verður ekki annað
sagt en að Marport sé alþjóð-
legt fyrirtæki. Auk Reykjavík-
ur er fyrirtækið með starfs-
stöðvar í Seattle í Bandaríkj-
unum, St. Johns í Kanada og
í Lorient í Frakklandi. Starfs-
menn eru á milli 30 og 40.
Mjög góð sala hefur verið
á framleiðsluvörum Marports,
en vörunúmerin eru í dag yfir
fimmtíu. Síðasta ár var mjög
gott og Óskar segist ekki sjá
annað en að reikna megi
með góðri og vaxandi sölu í
ár. Hann reiknar með góðri
sölu bæði hér á landi og er-
lendis á þessu ári, en hlut-
fallslega muni hlutur sölu hér
á landi fara minnkandi á
árinu 2008.
Tæknilausnir Marports
hafa til þessa verið fyrir sjáv-
arútveginn, en Óskar segir
ljóst að þær geti nýst fleiri at-
vinnugreinum og nefnir hann
í því sambandi olíuiðnaðinn.
Nú þegar er hafin vinna í að
þróa lausnir í þeim efnum og
væntir Óskar góðs árangurs
af þeirri vinnu og þar með
sókn inn á þennan nýja
markað. „Í fiskveiðunum er-
um við að senda upplýsingar
frá nemunum þráðlaust frá
veiðarfærinu upp í skip, allt
að 3000 metra. Þetta eru lá-
réttar sendingar, þ.e. frá veið-
arfærinu, sem er allt að 3000
metrum fyrir aftan skipið.
Sendingar beint frá botni og
upp í skipið, lóðréttar send-
ingar, eru í raun auðveldari
og því fórum við að horfa á
þennan möguleika fyrir olíu-
iðnaðinn. Þessar prófanir
gefa góða raun og við bind-
um vonir við að þarna opnist
nýr markaður,“ segir Óskar.
20-30 ný vörunúmer á
þessu ári
„Ég reikna með að á þessu
ári munum við koma með á
bilinu 20 til 30 ný vörunúm-
er. Við erum með mjög öfl-
ugan grunn í bæði vél- og
hugbúnaði og getum auð-
veldlega bætt ofan á hann
ýmsum nýjum lausnum og
okkur hefur tekist að hanna
og framleiða búnað sem í
senn er mjög tæknilega full-
kominn og á mjög góðu
verði,” segir Óskar og nefnir
að á þessu ári komi á mark-
aðinn frá Marport nýr og
byltingarkenndur sambyggð-
ur dýptarmælir og straum-
mælir, sem væntanlega verð-
ur settur í prófanir um borð í
fiskiskipum í vor og kynntur
á sjávarútvegssýningum síðar
á árinu, m.a. á Íslensku sjáv-
arútvegssýningunni í Kópa-
vogi í haust. Þess má einnig
geta að fyrir liggja pantanir á
kerfum í fjölda nýsmíða allt
fram til ársins 2011.
Farsælt samstarf við Canon
Á síðasta ári tók Marport upp
samstarf við japanska stórfyr-
irtækið Canon um framleiðslu
á ýmsum vörum fyrirtækisins.
Canon er með verksmiðju í
Frakklandi og þar fer fram-
leiðslan fram. Óskar segir að
Marport hafi aukið samstarfið
við Canon og nú sé svo kom-
ið að vörulína Marports sé
annars vegar framleidd í
Seattle og hins vegar í verk-
smiðju Canon í Frakklandi.
„Samstarfið við Canon hófst
þannig á síðasta ári að við
fólum þeim að framleiða PC-
borð inn í nemana og það
var aldrei hugmyndin að við
færum út í frekara samstarf.
Það gekk hins vegar svo vel
að þetta þróaðist út í að þeir
tóku að sér framleiðslu á öll-
um „pakkanum“,“ segir Óskar
Axelsson.
T Æ K N I
Marport fékk 144 milljóna
króna styrk í Kanada
- til þróunar á þrívíddarsónar, dýptar- og straummælum o.fl.
Óskar Axelsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar og markaðsmála hjá Marport.