Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2008, Qupperneq 40

Ægir - 01.01.2008, Qupperneq 40
40 „Vertu ekki hræddur við að vaxa hægt. Óttastu aðeins að standa kyrr“, var yfirskrift texta kynningar sem Marel Food Systems efndi til fyrir hérlenda matvælaframleið- endur fyrrihluta janúar í húsa- kynnum sínum í Garðabæ. Á kynninguna mættu um 200 gestir sem starfa við matvæla- framleiðslu á Íslandi – fólk sem starfar í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Tilgangur kynning- arinnar var að gera mönnum grein fyrir því hversu víð vöru- flóra Marel er orðin eftir að Marel Foods Systems eign- aðist AEW Delford, Scanvaegt, Carnitech og Dantech. Guðjón Stefánsson, sölu- stjóri Marels á Íslandi segir að að á sýningunni hafi verið kynnt Innova – ný kynslóð hugbúnaðar sem Marel Food Systems hefur ákveðið að verði framtíðarvara fyrirtæk- isins í hugbúnaði. Einnig voru sýndar vinnslulínur fyrir kjöt og fisk, sjálfvirkni í matvæla- pökkun með „robor” frá AEW, nýjungar í skurðarvél- arlausnum, fjölbreyttar pökk- unarvogir, ferskfiskpökkunar- lausnir, gæðaskoðunarstöð QC, SensorX beinaleitartækni, ProLine flokkun fyrir ná- kvæmari skömmtun, ITM snyrtivél fyrir lax og hvítfisk auk fleiri lausna. Margar athyglisverðar nýjungar Meðal þess sem var sýnt á þessari kynningu var Linden kjötvinnslukerfi, fyrir Linden Foods á Norður-Írlandi. Þessi nautakjötvinnslulína er önnur tveggja slíkra lína fyrir Linden Foods, sem fyrirtækið fær af- hentar núna í febrúar. Afköst- in í gegnum slíka línu eru um 10 tonn á dag. Marel kynnti einnig AEW – IPL róbot sem raðar á sjálf- virkan hátt fersku og/eða eld- uðu kjöti, beikoni, kjúklingi eða fiski í pakka/bakka. Ný kynslóð/hönnun af flokkurum var kynnt, þar sem mikið hefur verið lagt í að einfalda alla smíði og með því fæst ódýrari flokkun jafn- framt því sem búnaðurinn er auðveldari í þrifum. Kynntar voru nokkur vinnslukerfi. Í fyrsta lagi 12 stæða vinnslulína með upp- lýsinga skjástöðvum og sex afurðaleiðum, fjórum A-hólf- um og 2 B-hólfum. Þessi lína er með sjálfvirkri innstýringu að öllum stæðum. Línan getur flokkað A-afurðir í fyrirfram ákveðna stærðarflokka og skráir einnig allar afurðir frá öllum stæðum. Í öðru lagi var T Æ K N I Fjölmargar tækni- nýjungar frá Marel Einn af starfsmönnum Marels ræðir málin við gesti á sýningunni.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.