Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 41
41 kynnt átta hliða útkast-/af- urðaleiðir ásamt M 6000 gæðaskoðunarstöð, þar sem hægt er að skrá bæði afurðir í vinnslu og fullunnar afurðir. Einnig getur skráning vegna umhverfisskoðunar verið framkvæmd á stöðinni. Í þriðja lagi var kynnt þriggja stæða pökkunarlína með lím- miðaskráningu fyrir ferskar afurðir. Þá kynnti Marel IPM tveggja brauta skurðarvél fyrir hvítfisk og fjölbreytt úrval voga til vigtunar og flokk- unar. Þá má nefna Samvals- vélar sem eru notaðar til þess að búa til skammta af fyr- irfram ákveðinni stærð með lágmarksyfirvigt. Dæmi um hráefni sem hægt er að skammta má nefna fisk – t.d. uppsjávarfisk eins og loðnu og síld, fersk og frosin flök eða bita, kjöt og kjötbita og ýmsar B-afurðir í magnpakkn- ingar, kjúkling – kjúklingabita og ýmsar B-afurðir í magn- pakkningar og grænmeti. Vél- arnar geta búið til allt að 25 skammta á mínútu og afköst- in geta því verið allt að 17 tonn á klukkustund. Þá skal nefnt að Marel kynnti SenxorX röntgenvél, sem skynjar bein og aðskota- hluti í fiskflökum. Vélin notar röntgentæki til að finna bein- in og birtir þau á skjá þannig að þau séu auðsjáanleg. Að síðustu kynnti Marel ITM snyrtivélina, sem snyrtir laxaflökk – fjarlægir fiturönd- ina, ugga, himnur og sporð- enda. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga • Ísnet Húsavík - Uggahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 www.isfell.is Hnífar og brýni í miklu úrvali T Æ K N I Innova verður framtíðar hugbúnaður fyrir allar framleiðslu- vörur Marel Food Systems, en þessi búnaður er hannaður til að ná fram fullkominni framleiðslustýringu. Innova minnkar tímann sem verksmiðjustjórinn þarf að nota til að vakta framleiðsluferlið þar sem Innova gefur honum betri upplýs- ingar til að geta stjórnað og færir honum aukinn tíma til að stjórna beint og milliliðalaust . Tæknin byggist á hinni víðtæku reynslu sem fengist hefur við þróun hugbúnaðar hjá hinum fjórum alþjóðlegu vörumerkjum Marel Food Systems, en þau eru Aew Del- ford, Carnitech, Marel og Scanvaegt. Þessi nýja afurð mark- ar tímamót en hún er fimmta kynslóð hugbúnaðar frá fyr- irtækinu og kemur í stað MPS frá Marel, Multiflex frá Scanvaegt og Mercury framleiðsluhugbúnaðarins AEW frá Delford. Marel notar Innova hugbúnað Að sögn Guðjóns Stefánssonar, sölustjóra Marels á Íslandi, tókst sýningin í ársbyrjun mjög vel og mæting var prýðileg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.