Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 4

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 4
4 E F N I S Y F I R L I T Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Sími 461-5151. Rit stjór i: Óskar fiór Hall dórs son (ábm.) Sími 461-5135. GSM 898-4294. Net fang: osk ar@athygli.is Aug l‡s ing ar: Athygli ehf. Sí›umúli 1. Reykjavík. Sími 515-5200. Net fang: augl@athygli.is Augl‡singastjóri: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Sí›umúli 1. Reykjavík. Sími 515-5200. Prent un: Gutenberg ehf. Á skrift: Hálfsársáskrift a› Ægi kostar 3600 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 Aðalmynd á forsíðu tók Óskar Þór Halldórsson í Hrísey. ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get i›. Kræklingurinn í Hrísey Kræklingarækt er komin hvað lengst hjá Norðurskel í Hrísey, sem hefur verið með um 120 línur í sjó og er að bæta við 20 línum. Unnið er að því að setja upp kræklingavinnslu- búnað í Hrísey og verður hann kominn í gagnið núna í haust. Norðurskel hefur fengið sérút- búinn kræklingabát sem Seigla á Akureyri smíðaði og hann auðveldar mjög alla vinnu í kringum kræklingaræktina. Röskir fjórir áratugir að baki á sjónum Eftir röska fjóra áratugi á sjón- um er Óskar Þór Kristinsson kominn í land og er nú vakt- maður í Sundlaug Akureyrar. Óskar, sem segist vera sáttur við sinn sjómennskuferil, rabb- aði við Ægi á þessum tímamót- um. Hann hefur í gegnum tíðina ekki farið troðnar slóðir – á ýmsum sviðum. Hann hefur aldrei farið á kjörstað, á hljómflutn- ingstæki sem fullyrða má að ekki finnast víða, er félagi í Vag- nerfélaginu svokallaða og svo má áfram telja. Óskar Þór er í Ægisviðtali við nafna sinn, Óskar Þór, ritstjóra Ægis. Hafnsögumaðurinn í Eyjum „Starf hafnsögumannsins er afar fjölbreytt og að sama skapi þarf maður að hafa margt til að bera. Miklu skiptir til dæmis að vera í þokkalegu formi þegar prílað er úr lóðsbátnum yfir í stóru flutningaskipin hér fyrir utan Ystaklett. Engu má skeika og mikilvægt er að sjá út í tíma hvort öllu sé óhætt,“ segir Andrés Þ. Sigurðsson hafnsögumaður í Vestmannaeyjum, m.a. í viðtali við Ægi. Norðmenn kaupa nýja báta á Íslandi „Bátarnir okkar hafa mikinn ganghraða og jafnframt eyða þeir litlu eldsneyti. Nú þegar eldsneytisverðið er orðið svona gríðar- lega hátt skiptir þetta miklu máli. Mér skilst líka að norskir útgerðarmenn hafi hreinlega ekki verið nógu ánægðir með handbragðið á smíðinni á sambærilegum bátum að stærð í Noregi. Allt hefur þetta orðið til þess að Norðmenn hafa á und- anförnum mánuðum gefið bátasmíði hér á landi vaxandi gaum,“ segir Guðni Sigtryggsson, framkvæmdastjóri báta- smiðjunnar Siglufjarðar-Seigs á Siglufirði, m.a. í viðtali við Ægi. Skemmtiferðaskipin að stækka Komur skemmtiferðaskipa til Íslands skipta hafnir þar sem skipin hafa viðkomu miklu máli. Vertíðin í ár er nú að baki, en horfur fyrir komandi sumar eru ágætar, að sögn skrifstofustjóra Akureyrarhafnar. Næsta sum- ar verða skipin fyrirsjáanlega töluvert stærri og farþegarnir fleiri. Það þýðir fleiri krónur í kassann fyrir höfnina og þau þjónustufyrirtæki sem njóta góðs af komu skemmtiskipanna til landsins. 8 54 56 58 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.