Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 12
12
Ilmurinn af sjávarréttasúpunni
leiðir mann inn á fiskmarkað-
inn þar sem gestir og gang-
andi geta kynnst óþrjótandi
möguleikum íslensks sjávar-
fangs. Komist í tæri við afurð-
irnar og keypt sér spennandi
hráefni til matargerðar þegar
það er af bestum gæðum.
Heill humar og rækja frá vori
fram að jólum, fersk söl og
makríll í ágúst, krabbi, stein-
bítur og síld fram að jólum,
rauðmagi, grásleppa, hrogn
og lifur fram í mars, beltisþari
um vorið, ýsa frá júlí fram í
september, þorskur frá hausti
fram í mars – keila, lúða,
langa – þegar mann langar.
Af hverju tíðkast ekki hér
á landi að almenningur geti
keypt ferskan fisk á hafnar-
bakkanum eða á fiskmarkaði?
Ísland er þekkt fyrir mikil og
góð fiskimið og fiskafurðir af
miklum gæðum. Af hverju er
ekki gert meira út á upplifun
í tengslum við fiskinn, bæði
fyrir landsmenn og fyrir
ferðamenn (sem margir hverj-
ir gera ráð fyrir slíkum kúltúr
hérna út frá mikilvægi fisk-
veiða fyrir landið)?
Sem afleiðing af þeim
efnahagsbreytingum sem eiga
sér stað í dag hefur sjónum
fólks aftur verið beint að
raunverulegum auði Íslands
og þeim undirstöðuatvinnu-
greinum sem þjóðin hefur
byggt á. Það er því lag að
auka áhuga og neyslu á sjáv-
arfangi. Það verður hinsvegar
að gera með þarfir fólks í dag
að leiðarljósi. Fiskmarkaður
þar sem áhersla er lögð á
ferskt og gott hráefni, nýjar
fisktegundir sem ekki fást í
hinum hefbundnu fiskbúðum
og góða og fræðandi þjón-
ustu endurspeglar þarfir og
kröfur neytenda í dag.
Fiskmarkaðir á Íslandi í dag
og aðgengi að fiski
Fiskmarkaðir á Íslandi eru
uppboðsmarkaðir, þ.e. ein-
göngu heildsölumarkaðir með
óunninn og mikið til óflokk-
aðan fisk. Stór hluti aflans
sem kemur á fiskmarkaðina
er seldur áður en honum er
landað. Eftir að fiskinum hef-
ur verið landað er hann
flokkaður, veginn, ísaður að
nýju og loks afgreiddur til
kaupenda, yfirleitt að kvöldi
veiðidags. Uppboðið sjálft fer
fram á netinu í uppboðskerfi
sem kallast Fisknet (minnir á
e-bay). Eitthvað af fiski er selt
sem gámafiskur og fer sala á
honum í gegnum annað upp-
boðskerfi. Engin smásala á
fiski eða öðrum sjávarafurð-
um fer því fram á fiskmörk-
uðum á Íslandi. Smásala á
fiski fer nær eingöngu fram í
gegnum fisksala eða almenn-
ar matvöruverslanir. Eingöngu
í undantekningartilfellum er
fiskurinn keyptur af þeim sem
veiddi hann eða einhverjum
nákomnum honum. Upplýs-
ingar um afurðina eru því oft
á tíðum takmarkaðar eða í
það minnsta ekki mjög að-
gengilegar.
Rannsóknir á fiskneyslu
benda til þess að neysla og
aðgengi almennings að fersku
sjávarfangi sé mjög mismun-
andi eftir búsetu (Kolbrún
Sveinsdóttir ofl., 2007). Þrátt
fyrir almennt meiri fiskneyslu
eru sölustaðir með ferskan
fisk fáir utan höfuborgasvæð-
isins. Mun færri stunda sjó-
mennsku en áður og því eru
færri sem geta fengið ferskt í
soðið. Þetta leiðir af sér að
erfitt getur reynst að útvega
ferskt sjávarfang, jafnvel í
sjávarþorpunum! Þessi stað-
reynd hefur komið flatt upp á
margan ferðamanninn.
Þekking almennings á
sjávarafurðum
Þrátt fyrir að fólk sé almennt
meðvitað um jákvæð áhrif
fiskneyslu hefur hún minnkað
töluvert undanfarin ár (Fé-
lagsvísindastofnun 1999; Lauf-
ey Steingrímsdóttir ofl., 2003).
Einnig hefur komið fram að
yngra fólk borðar sjaldnar fisk
en fólk í eldri aldurshópum. Í
nýlegum rannsóknum hjá
Matís hefur komið í ljós að
ungt fólk á aldrinum 18 til 25
ára borðar sérstaklega lítið af
fiski (Gunnþórunn Einarsdótt-
ir ofl., 2007). Þá er þekking
ungs fólks á fisktegundum al-
mennt mjög lítil, margir í
þeim hópi eiga jafnvel í erfið-
leikum með að greina á milli
þorsks og ýsu. Þetta þekking-
arleysi endurspeglast í því að
ungt fólk treystir sér ekki til
þess að kaupa og elda fisk
sjálft. Því finnst það ekki hafa
næga þekkingu til þess að
meðhöndla fiskinn og elda
hann. Það er deginum ljósara
að mikilvægt er að sporna við
þessari þróun. Það er mjög
alvarleg staða fyrir okkur sem
sjávarútvegsþjóð að meirihluti
ungs fólks hér á landi þekkir
ekki og treystir sér ekki til
þess að kaupa og elda fisk.
Það að efla og styrkja innan-
landsmarkað fyrir sjávarafurð-
ir er mikilvægur þáttur í að
snúa þessari þróun við. Nauð-
synlegt er að hefja upp og
skapa sterka menningu og
ímynd í kringum fiskneyslu.
Með því að setja upp markað
fyrir almenning þar sem neyt-
endur eru í nánum og bein-
um samskiptum við fisksal-
ann, í áhugaverðu og gefandi
umhverfi þar sem lögð er
áhersla á hágæða hráefni og
þekkingarflæði, má skapa
sterkan grundvöll fyrir breytt-
um viðhorfum.
Mikilvægi smásölu-
fiskmarkaða fyrir Ísland
Helstu sjávarútvegsfyrirtæki
selja mikinn meirihluta vara
sinna á erlendan markað, inn-
anlandsmarkaðurinn skiptir
litlu sem engu máli. Þá hafa
fiskframleiðendur engin sam-
eiginleg hagsmunasamtök
innanlands sem auglýsa vörur
þeirra, líkt og sauðfjár- og
grænmetisbændur. Afleiðingin
er að markaðssetning íslensks
fisks á Íslandi er í mýflugu-
mynd. Þá er umfjöllun um ís-
lenskan sjávarútveg yfirleitt á
neikvæðum nótum (kvótinn
o.þ.h.). Það gerir að verkum
að almenningur og þá sér-
staklega ungt fólk lítur hvorki
á sjávarútveginn sem spenn-
andi atvinnugrein né á afurð-
irnar sem eftirsóknarverðar.
Uppruni og framleiðsluað-
ferðir matvæla skipta fólk í
dag miklu máli. Fólk vill vita
hvaðan maturinn kemur.
Krafan um heilnæmi og holl-
ustu mun ekki minnka heldur
þvert á móti aukast með auk-
inni meðvitund um ýmsa líf-
stílssjúkdóma. Ferskt sjávar-
fang er ein hollasta afurð sem
unnt er að fá. Með því að
setja á stofn og starfrækja
„fiskmarkað“ á hafnarbökkum
víða um land þar sem aðalá-
hersla er lögð á hreinleika,
gæði og rekjanleika er hægt
að koma með nýjan vinkil í
fiskneyslu fólks. Þarna er ný
leið kynnt, fólk fer niður á
höfn og hittir þann sem
veiddi fiskinn, það upplifir
nánd við afurðina og upprun-
ann sem gefur vörunni virðis-
auka og sérstöðu.
Úrvalsmatvæli er ekki
megin ástæðan fyrir velgengni
margra matvælamarkaða,
heldur er það upplifunin sem
þeir veita viðskiptavinum sín-
um. Það að geta spurt fram-
leiðandann beint að því
hvernig varan varð til er að-
eins einn hluti af upplifun-
inni. Sumir markaðir bjóða
Beint frá bryggju
- er ekki kominn tími til að stofna fiskmarkaði
fyrir almenning á Íslandi?
R A N N S Ó K N I R
Höfundur er verkefna-
stjóri á sviði Nýsköpunar
og neytenda hjá Matís.
Þóra Valsdóttir