Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 31

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 31
31 Sónar ehf. í Hafnarfirði er inn- flutningsaðili á fiskileitartækj- um frá KAIJO og segir Guð- mundur Bragason, sölustjóri fyrirtækisins að mikill áhugi sé á tækjunum hjá þeim sem hafa hug á makrílveiðum. „Kaijo er rótgróinn sigl- ingatækjaframleiðandi og hef- ur getið sér gott orð sem framleiðandi vandaðs, sterk- byggðs og öflugar búnaðs til fiskileitar,“ segir Guðmund- ur. „Við höfum orðið varir við mjög mikinn áhuga á nýja há- tíðnisónarnum KCH-3180 frá Kaijo enda er hann á þeirri tíðni sem makríll sést best á eða 164 kHz. Makríll sést mun verr á lágtíðni og milli- tíðnisónurum og því enginn tilviljun að mörg af öflugustu norsku uppsjávarskipunum velja Kaijo hátíðnisónar í skip sín. Kaijo hefur þróað sér- staka senditækni sem, ásamt öflugum sendi og botnbún- aði, tryggir langdrægni há- tíðnisónarsins sambærilega við millitíðnisónara frá öðrum framleiðendum. Af einhverj- um orsökum hafa íslenskar útgerðir oft valið millitíðni- sónara með lágtíðnisónar í uppsjávarskip sín. Maður hef- ur heyrt að þessir millitíðni- sónarar hafi oft litlu bætt við það sem sést á öflugum lágt- íðnisónurunum,“ heldur Guð- mundur áfram. Guðmundur segir Kaijo hafa verið eina framleiðanda omnisónartækja í kringum 160 kHz undanfarin ár. „Þar sem makrílveiði hefur skapað mikil verðmæti fyrir norskar útgerðir hafa þær mjög oft fjárfest í Kaijo hátíðnisónarn- um í fjölveiðiskip sín og skip- stjórnendur látið vel af.“ Hægt að elta torfuna Á síðasta ári kom á markað- inn nýr hátíðnisónar frá Kaijo, KCH-3180. „Hann hefur selst vel síðan hann kom á mark- aðinn og líkað vel. Í KCH- 3180 eru hægt að „tracka“ eða elta ákveðna valda torfu. Hann er með fjölmörgum flýtihnöppum fyrir mismun- andi aðstæður og hægt er að halla sónarmynd allt að 90° niður án þess að upplausn eða aðgreining sónarmyndar breytist. Í 90° halla er hægt að nota sónarinn sem 180° þversniðs dýptarmæli undir skipinu. Hann hefur reynst frábærlega við leit að makríl og öðrum fisktegundum sem sjást illa með millitíðni- og lágtíðnisónurum.“ Kaijo kom einnig nýverið á markaðinn með öflugan lágtíðnisónar. „Þessi omnisón- ar KCS-3220 hefur reynst mjög vel og jafnvel í grunn- um sjó, þökk sé þröngum sendigeisla og nýrri tækni sem hindrar sidelob truflanir. Kajio senditæknin tryggir síð- an einstakt langdrægi í són- arnum. Sammerkt með Kaijo fiski- leitartækjum er að botnbún- aðurinn er einstaklega sterk- byggður og mikið lagt í vand- aða smíði og menn fá mikil gæði á góðu verði,“ segir Guðmundur að lokum. Sónar ehf. flytur einnig inn og þjónustar Wesmar höfuð- línusónarkerfi sem eru notuð í fjölmörgum íslenskum fjöl- veiðiskipum. Wesmar höfuð- línusónarinn er með fram- geisla, þversniðs- og dýptar- mælismynd. Hægt er að tengja nýrri Wesmar tæki við fjölgeisla dýptarmæla til að fá höfuðlínuhæð inn á dýptar- mælismynd. Wesmar fram- leiðir einnig vandaða afla- nema á góðu verði sem senda inn á höfuðlínustykki, sama frá hvaða framleiðanda það er. Hátíðnisónar mikilvægur við makrílleit KCH-3180 hátíðnisónarinn hefur nýst vel við makrílveiðar. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga • Ísnet Húsavík - Uggahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 www.isfell.is Rapp netaspil og netaniðurleggjari KCS-3220Z lágtíðnisónarinn frá Kaijo. V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.