Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 29
29
V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I
„Já, við erum með áhugaverð-
an sónar fyrir makrílveiðina,
hörkufínt tæki sem heitir Fur-
uno FSV-84. Þessi sónar er
mjög þekktur hjá makrílveiði-
þjóðunum, t.d. í Noregi og hjá
Skotum og Írum. Þar eru næst-
um öll makrílveiðiskipin búin
þessu tæki,“ segir Lárus
Grímsson, sölumaður hjá
Brimrún, um tækjabúnað
vegna makrílveiða. Hann segir
eðlilega mikinn áhuga hjá
mönnum fyrir svona tæki sem
hugsanlega gagnast þeim,
bæði við leit að makríl og til
aðgreiningar frá öðrum teg-
undum eins og síldinni. „Til
gamans má geta þess að ný-
lega voru pantaðir frá Brimrún
sjö FSV-84 sónarar í jafn mörg
skip sem eru á makrílveiðum
og öðrum fiski við erfiðar að-
stæður við Afríkustrendur, í
bröttum köntum og fleiru,“
bætir Lárus við.
Ýmsir framsetningar-
möguleikar
Meðal þess sem tækið hefur
uppá að bjóða er sjálfvirkur
truflanadeyfir sem eyðir
óæskilegum endurvörpum og
truflunum jafnvel við erfiðustu
aðstæður. Tækið hefur fjölda
framsetningarmöguleika, s.s.
fulla skönnun, fulla skönnun
og sneiðmynd, dýptarmælis-
mynd, uppsöfnuð mynd og
„slant mode“, sem er 180°
sneiðmynd þar sem mjög góð
greining á þéttleika fiskitorfa
fæst líkt og var í CSH-73 són-
arnum.
„Makríllinn er þannig að
hann sést oftast mjög illa á
þeim lágtíðnitækjum sem
skipin nota við t.d. loðnu og
síldveiðar. Þess vegna er mik-
ilvægt að vera með millitíðni-
tækið til að geta greint makr-
ílinn betur. Og það er engin
tilviljun að í Evrópu eru 119
makrílveiðiskip búin nákvæm-
lega þessum Furuno FSV-84
sónar. Það er vegna hinnar
góðu reynslu,“ segir Lárus og
bendir á að fram til þessa hafi
þörfin ekki verið til staðar í
íslenska flotanum en með
makrílveiðunum verði örugg-
lega breyting þar á. Hann
segir FSV-84 tækið sniðið fyrir
stærri nóta- og togskipin en
einnig hafi Furuno að bjóða
lausnir fyrir minni bátana, en
líkt og fram kemur hér í Ægi
er einnig talsverður áhugi
meðal smábátasjómanna að
reyna fyrir sér í handfæraveið-
um á makríl.
Verkfæri skipstjórans
„Nú bíða menn eftir fyrir-
komulaginu sem haft verður á
veiðum okkar Íslendinga.
Óvissa í þeim efnum gerir
mönnum erfiðara um vik með
allan undirbúning. Brimrún er
í ár að afgreiða nokkra svona
sónara og við erum viðbúnir
því að bregðast hratt og vel
við þegar sá fyrsti vill ríða á
vaðið hér við land,“ segir Lár-
us sem af langri skipstjórna-
reynslu veit að góður tækja-
búnaður skiptir miklu máli
við veiðarnar.
„Já, alveg tvímælalaust.
Með þessu tæki til viðbótar
við þann sónarbúnað sem
þegar er í skipunum geta
skipstjórnarmenn betur greint
hvers konar torfur eru á ferð-
inni, á hvað menn eru ná-
kvæmlega að lóða. Fyrir
vinnsluskipin er það atriði al-
veg sérstaklega mikilvægt,“
segir Lárus og bætir við að
þessi millitíðnisónar sé sér-
framleiddur til að sjá fiska
með minni sundmaga, líkt og
makrílinn. Tækið er fjöltíðna,
keyrir á 73,5 til 86,5 kílóriðum
sem ásamt ýmsum öðrum eig-
inleikum í tækinu gagnast við
að finna þessar fisktegundir.
Lágtíðnitækin sem fyrir eru í
skipunum eru langdrægari en
millitíðnitækið sem hins vegar
hefur meiri aðgreiningu við
erfiðar aðstæður, þ.e.a.s, fisk
sem stendur nærri botni, fisk
sem liggur utan í bröttum
köntum og síðast en ekki síst
eins og fyrr segir, á gott með
að greina makríl frá síld.
„Síðan byggist þessi lausn
líka á kúlulaga botnstykki
sem gerir það að verkum að
skipstjórnandinn getur greint
útjaðar torfu þegar hún er
mun nær en menn eiga að
venjast, þar sem sívalnings-
laga botnstykkin hafa ekki
nema 60° tiltun en þetta kúlu-
laga stykki 90°, sem þýðir að
sjá má jaðar fisklóðsins nánast
við skipshlið. Allt skilar þetta
skipstjóranum nákvæmari
upplýsingum,“ segir Lárus
Grímsson.
Engin fölsk endurvörp
Fölsk endurvörp (side loops)
er þekkt vandamál sem var
fylgifiskur kúlulaga botns-
tykkja áður fyrr. Þetta vanda-
mál heyrir sögunni til, þar
sem framleiðendur með þetta
vandamál hafa hætt fram-
leiðslu á kúlulaga botnstykkj-
um. „Furuno hefur aftur á
móti sannanlega leyst þennan
vanda og hóf fyrir nokkrum
árum að framleiða kúlulaga
botnstykki í sína sónara, einn-
ig lágtíðni sónarana. Engin
slík fölsk endurvörp eiga sér
stað og um það vitna hinir
fjölmörgu notendur Furuno
sónara. Við leit með tæki sem
var með fölskum endurvörp-
um, gátu lóðningar horfið í
skuggann af þessum fölsku
endurvörpum,“ segir Lárus og
leggur mikla áherslu á að eig-
inleikarnir sem fást með kúlu-
laga botnstykki séu svo mikil-
vægir að óhugsandi sé að
Furuno gefi þá eftir. „Fleira
hefur tækið til síns ágætis, svo
sem að við eðlileg leitarskil-
yrði eru menn að sjá fisk á
1000-1200 metrum, sem er
nánast helmings aukning frá
eldra tækinu,“ segir Lárus að
lokum.
Furuno millitíðnisónar gæti hentað fyrir makrílveiðarnar:
Í makrílnum skiptir öllu
að hafa góðan sónar
- segir Lárus Grímsson, sölumaður og skipstjóri
Lárus Grímsson, sölumaður hjá Brimrún.
Skjámynd úr Furuno FSV-84. Á efri
hluta skjásins má greina torfuna, skip-
ið og hvernig búið er að kasta nótinni
umhverfis torfuna. Í neðri hlutanum
sést afstaða torfunnar miðað við skip
og botn.