Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 32

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 32
32 www.matis.is S B A 1 0 /2 0 0 9 Hvað er í matnum sem þú neytir? Hvað er í matnum er heimasíða sem rekin er af Matís. Matís er öugt þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki fyrir mat, líftækni og matvælaöryggi auk þess sem þar eru stundaðar öugar rannsóknir. Matís er með starfsemi á 9 stöðum á landinu. Upplýsingar á www.hvaderimatnum.is er fengnar úr ÍSGEM gagnagrunninum sem geymir tölur um efna- innihald matvæla á íslenskum markaði, útutt matvæli og hráefni. Hægt er að nna upplýsingar um helstu næringarefni í rúmlega 1100 fæðutegundum. Nefna má tu í matvælum, prótein, kolvetni og viðbættan sykur. Ennfremur upplýsingar um bætiefni, eins og vítamín og steinefni. Hvað er í matnum er ný síða sem mætir eftirspurn kröfuharðra Íslendinga sem leggja hart að sér þegar kemur að heilbrigðu mataræði og hreyngu. Nú er engin afsökun lengur fyrir því að vita ekki hvað er í matnum sem neytt er. Taktu ábyrgð á þinni heilsu og þínu lí! Kíktu á www.hvaderimatnum.is V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I „Okkar verkefni snúast mikið um uppsjávarveiðarfærin, enda liggjum við vel við miðum hér fyrir austan land,“ segir Stefán Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Egersund Ísland ehf. á Eskifirði. Fyrirtækið byggir á grunni netaverkstæð- is Eskju á sínum tíma og varð til árið 2003 við sölu neta- verkstæðisins til nokkurra lyk- ilstarfsmanna og trollverk- smiðjunnar Egersund í Noregi. Uppbyggingin hefur verið jöfn og stígandi síðan þá og til marks um hana byggði fyrir- tækið 2000 fermetra húsnæði á síðasta ári við eldra 1200 fermetra hús fyrirtækisins. Stefán segir að með tilkomu nýja hússins skapist ný tæki- færi í uppsetningu veiðarfæra og jafnframt bjóði Egersund nú stærstu veiðarfærageymslu innanhúss hérlendis. Hægt að leggja upp að húsinu „Nýja húsið er staðsett þannig við endann á því er 35 metra viðlegukantur. Við getum tek- ið veiðarfærin beint inn á gólf úr skipunum, sem bæði spar- ar tíma, kostnað og fyrirhöfn,“ segir Stefán en óhætt er að segja að öll aðstaða innan- húss sé eins og best gerist í nútíma veiðarfæragerð. Í að- alsal hússins eru brúkranar í loftum sem á eru festar blakk- ir sem veiðarfærin eru keyrð eftir. Öllu er stjórnað með þráðlausum fjarstýringum og hægt að nýta lengd og loft- hæð salarins ef á þarf að halda með hin viðamiklu veiðarfæri. Stefán segir þessa hönnun ekki eiga sér fyrir- mynd heldur sé hún afrakstur kynnisferða í netagerðir er- lendis og samvinnu við verk- fræðistofuna Mannvit á Reyð- arfirði, sem hafði alla verk- fræðilega umsjón með bygg- ingunni. „Ég er mjög ánægður með hvernig til hefur tekist og hér er aðstaða eins og best verð- ur á kosið til að þjónusta við- skiptavini og sömuleiðis er vinnuaðstaða starfsmanna í hæsta gæðaflokki,“ sgir Stef- án. Geymslurými fyrir 24 nætur af stærstu gerð innanhúss Egersund Ísland er alhliða veiðarfæraþjónusta, bæði hvað varðar uppsetningu veiðarfæri, hönnun þeirra, víraþjónustu og að sjálfsögðu viðhald. Stefán segir að með tilkomu nýja hússins færist aukin verkefni í uppsetningu nýrra og stórra veiðarfæra frá Egersund í Noregi og hingað heim. „Ákveðnir þættir í upp- setningu veiðarfæra hafa ver- ið unnir í Noregi en með nýja húsinu getum við annast þá sjálfir. Ég geri því ráð fyrir að uppsetning nýrra veiðarfæra aukist sem hlutfall af okkar starfsemi með tilkomu nýja hússins,“ segir Stefán en mik- ið geymslurými er einnig í nýja húsinu fyrir veiðarfæri. „Til að gefa hugmynd um stærð geymslurýmisins þá getum við komið fyrir hjá okkur 24 snurpunótum af stærstu gerð. Það hygg ég að sé einstakt hér á landi og Egersund Ísland ehf. á Eskifirði ræður nú yfir 3200 fermetra húsnæði: Nýtt húsnæði skapar okkur sóknarfæri - segir Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Viðlegukantur er við enda nýja hússins og það gerir skipum auðvelt að koma veiðarfærunum inn í vinnslusalinn og um borð á nýjan leik.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.