Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 18
18 Á S J Ó N U M Í byggðarlagi eins og Vest- mannaeyjum þar sem allt snýst um fiskveiðar og fisk- vinnslu er ávallt mikil spenna sem fylgir því hvernig til takist með loðnuveiðar, ég tala nú ekki um á þessum tímum þeg- ar loðnan kýs að láta lítið á sér bera. Ég hafði samband við Jón Eyfjörð, skipstjóra á Sighvati Bjarnasyni VE 81, nú í byrjun febrúar og spurði hann hvort ég mætti koma með honum einn túr þegar loðnuveiðarnar hæfust til að taka myndir og fylgjast með veiðinni. Jón tók vel í beiðni mína. Menn biðu með von í hjarta að veiðar yrðu leyfðar því mikið er í húfi fyrir skuldsetta þjóð að afla eins mikilla tekna og hægt er til að greiða niður skuldir sínar. Þegar gefinn hafði verið út kvóti á loðnu- veiðar var ljóst að ekki yrði veitt nema í dýrustu umbúð- irnar, þ.e.a.s. í hrognatöku og helst á Japansmarkað. Þegar tíminn leið urðu menn spenntir hvenær hrogn- in yrðu nóg og þroskuð til að veiðar gætu hafist. Og kallið kom hjá Jóni Eyfjörð laugar- daginn 20. febrúar. Jón hringdi í mig og sagði að þeir væru að leggja í hann og hvort ég hefði áhuga á að koma með. Svo sagði ég vera. „Getur þú ekki flýtt þér svo- lítið, ég gleymdi nefnilega að hringja í þig!“ Nú varð að vera snöggur því ekki hafði ég áhuga á að láta bíða eftir mér og var kominn niður á bryggju eftir örfáar mínútur. Skipinu var sleppt og lagt í hann rétt fyrir hádegi. Veður var eins fallegt og hægt er að hugsa sér seinnipartinn í febrúar, hægur andvari og bjart yfir. Ákveðið hafði verið að sigla fyrst austur að Pétursey og taka strikið þaðan yfir Háadýpi út fyrir Surtsey og þaðan í Faxaflóa. Þetta var gert til þess að athuga hvort einhver loðna væri að koma sem ekki hafði sést áður. Þegar við komum rétt austur fyrir Bjarnarey sigldum við yf- ir mikla loðnutorfu en urðum ekki varir við aðrar torfur fyrr en við vorum komnir í Faxa- flóa. Sunnudagsmorguninn 21. febrúar voru norðaustan 13- 15 metrar á veiðisvæðinu. Ekki skemmtilegasta veðrið til nótaveiða, en kastað var við sólarupprás sem ekki kom mikið út úr. Það var ekki fyrr en eftir hádegi sem við feng- um ágætis kast um 200 tonn Í loðnutúr með Sighvati Bjarnasyni VE 81 Harðskeytt lið á Sigvhati Bjarnasyni VE. Frá vinstri: Gunnar Ingi Gíslason, Jens Sigurðsson, Ingvar Gylfason og Hallur Einarsson. Gunnar Ingi Gíslason, kokkur, gerir steikina klára.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.