Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 27
27
V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I
búnaður og minni mengunar-
hætta.“
Góður árangur á erlendum
markaði
Bjarni Þór segir að margir út-
gerðarmenn hafi verið fram-
sýnir hér á landi og valið raf-
knúnar vindur umfram vökva-
kerfin, fyrst árið 1981 í togar-
anum Ottó N. Þorlákssyni.
„En stöðugt eru fleiri er-
lendar útgerðir að bætast í
okkar hóp og einmitt núna
erum við að vinna í Argent-
ínu að stærsta verkefni í sögu
fyrirtækisins. Við erum því
líka orðnir þekktir í fjarlægum
heimsálfum,“ segir Bjarni Þór
en Naust Marine hefur sett
stjórnbúnað í skip í Kanada,
Bandaríkjunum, Rússlandi,
Chile, Suður-Afríku, Namibíu,
Færeyjum, Danmörku, Hol-
landi og víðar.
„Rússlandsmarkaður er
mjög sterkur fyrir okkur núna
en þar sjá útgerðir fram á
stöðugleika í rekstarumhverfi
sínu næstu árin og þá lifnar
yfir fjárfestingunni,“ segir
hann.
Óvissunni hér heima þarf að
ljúka
Naust Marine hefur alfarið
kostað sjálft alla þróunar-
vinnu við ATW stjórnbúnað-
inn og segir Bjarni Þór það
hafa verið fyrirtækinu mikil-
vægt að hafa bakland í ís-
lenskri útgerð. Hann segir
endurnýjun verða brýnni með
hverju árinu í íslenska skipa-
flotanum og kvíður ekki
framtíðinni hvað það varðar.
„Ef allt væri eðlilegt hér
heima þá hefðum við næg
verkefni á heimamarkaði. Við
finnum að margir bíða og
mestu skiptir að fá framtíðar-
sýn um það kerfi sem útgerð-
in á að búa við næstu árin.
Við sem veitum sjávarútveg-
inum þjónustu verðum beint
fyrir þessari óvissu,“ segir
Bjarni Þór.
1 1 n ý s k i p b æ t t u s t í A T W h ó p i n n á r i ð 2 0 0 9
H v a ð v e r ð u r m e ð þ i t t s k i p á þ e s s u á r i ?
Miðhellu 4 ● 221 Hafnarfirði ● S: 414 8080 ● www.naust.is ● naust@naust.is
Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine.