Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 19
19 Á S J Ó N U M og annað um 100 tonn eftir það. Við köstuðum fjórum sinnum þennan dag og töldu menn að um 500 tonn væru í skipinu. Hrygnur voru heldur í meirihluta og hrognafylling- in þokkaleg. Ekkert veiðist á nóttinni þannig að skipin láta reka og byrja að leita þegar birta tekur. Á mánudagsmorgun var kastað og loðnan stóð nokk- uð djúpt og var einfaldlega ekki búin að þétta sig nóg til að úr yrði stórt kast. Jón Ey- fjörð, skipstjóri ákvað að leita aðeins betur og rétt fyrir klukkan 11 um morguninn var kastað aftur, rétt við nóta- skipið Bjarna Ólafsson frá Akranesi, en það skip var ný- búið að kasta á góða torfu. Frekar þröngt var þarna en kastið gekk vel og menn fundu að það hafði heppnast vel. Enda kom það í ljós þeg- ar byrjað var að draga nótina. Fljótlega fór flotteinninn að sökkva og nótin dregin inn á staut, eins og það er kallað þegar nótin sekkur undan þunga loðnunar. Þetta var feikna gott kast, eða um 700 tonn af góðri loðnu. Að dæl- ingu lokinni voru komin í skipið um 1200 tonn en Sig- hvatur Bjarnason ber um 1500 tonn. Lagt var að stað til Eyja til löndunar, en hrognafryst- ing var byrjuð hjá Vinnslu- stöðinni. Bjarni Ólafsson fyllti sig úr kasti sínu og gaf Súlunni EA einhver hundruð tonna úr kastinu. Við sigldum yfir góða loðnutorfu þegar við vorum nýbúnir að beygja við Reykja- nesvita, og við sáum stórhveli við torfuna. Líf og fjör á loðn- umiðunum! Texti og myndir: Óskar Friðriksson, Vestmannaeyjum. Jón Eyfjörð, skipstjóri, fylgist með úr brúarglugganum. Gunnar Ingi veltir loðnunni fyrir sér.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.