Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 14
14 V E I Ð A R F Æ R A S A G A N „Í rauninni varð engin breyting fyrr en trollið kom, fyrir rösk- um 100 árum. Eiginlega er hægt að segja að fram að því hafi verið sams konar veiðar- færi allt frá landnámi. Eina breytingin var að fram komu línur með fleiri en einum krók á,“ segir Jón Þ. Þór, sagn- fræðingur, sem hefur manna mest stúderað íslenska sjáv- arútvegssögu á síðari árum og skrifað bækur um þau efni. Jón segir að í gegnum söguna hafi það alltaf gengið þannig fyrir sig að fyrst hafi skipin þróast og síðan veiðarfærin í takti við aflþróun og stærð skipanna. Seglatogararnir réðu ekki við Íslandsmið Á 19. öld voru gerðar tilraunir með trollveiðar á seglatogur- um í Norðursjó. Slík skip náðu aldrei fótfestu hér og vegna hafsbotnsins við land- ið, strauma og veðurfars hefðu seglatogarar aldrei átt möguleika í trollveiðum við landið, að sögn Jóns. Hins vegar gengu trollveiðar á slík- um skipum á öðrum hafsvæð- um og til að mynda voru partrollaveiðar reyndar á segla togurum í Norðursjó. „Það er því langt í frá að part- rollaveiðar séu eitthvað síðari tíma fyrirbrigði,“ segir Jón. Athyglisvert er hversu langur tími leið frá því trollin komu fram og þar til veruleg- ar breytingar komu fram í veiðarfærunum. Það gerðist í raun ekki fyrr en með stóru síldarnótunum um og eftir 1960 og síðan flottrollunum eftir 1970. „Þegar kraftblökkin kom fram var komið verkfæri til að ráða við stærri síldar- nætur en þekkst höfðu. Og raunar varð með því lagður grunnurinn að því að síldin þurrkaðist upp,“ segir hann. „Botnvarpan varð í sjálfu sér ekki öflugt veiðarfæri fyrr en gufutogarnir komu til sög- unnar og afl sem dugaði til að toga við þær aðstæður sem eru hér við land. Segla- togararnir gátu dregið trollin á rennisléttum sandbotni en ekki í því landslagi sem hér er neðansjávar.“ Togveiðarfærin kröfðust afls Um líkt leyti og botntrollin komu til sögunnar hér í út- gerðinni kom snurvoðin fram. Jón segir að hún sé amerísk útfærsla á dönskum netum. Sama gilti um snurvoðina og botntrollið - lykilatriði var að bátarnir hefðu afl og því náði það fyrirbrigði ekki fótfestu fyrr en með tilkomu vélbát- anna. „Inn í veiðiskapinn spila líka hafstraumarnir og menn tíndu einfaldlega veið- arfærunum út í buskann á afl- lausum bátum. En menn reyndu fyrir sér allt hvað af tók þannig að nýjungagirnin og veiðarfæratilraunirnar hafa fylgt okkur lengi,“ segir Jón og í því sambandi segir hann skemmtisögu af því þegar menn voru á leið á árabát frá Hafnarfirði til Keflavíkur seint á 19. öld. Saga og þróun veiðarfæra hér við land: Trollið markaði upphaf breytinga - segir Jón Þ. Þór, sagnfræðingur Jón Þ. Þór, sagnfræðingur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.