Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 13
13
R A N N S Ó K N I R
t.a.m. upp á framreiðslu á
hráefninu sem viðskiptavinur-
inn hefur valið sér eða „touch
& taste tours“ fyrir börn þar
sem þau geta fræðst um
ákveðnar vörur, komið við
þær og bragðað. Það að get-
að séð og snert heila fiska og
fengið t.d. upplýsingar um
hvar þeir lifa í sjónum og
hvað þeir éta, gerir heimsókn
á fiskmarkað að meiri upplif-
un en ella.
Smásölufiskmarkaðir auka
sýnileika sjávarútvegsins og
sé rétt staðið að þeim ættu
þeir að stuðla að jákvæðri
markaðssetningu íslensks
sjávarfangs, styrkja og draga
betur fram tengsl þjóðar við
sjávarútveginn almennt.
Ávinningurinn af stofnun
smásölufiskmarkaða víðs veg-
ar um landið gæti m.a. orðið
sá að ný störf verða til við
sölu á sjávarafurðum, eftir-
spurn og eftirvænting í tengsl-
um við sjávarafurðir eykst og
aðgengi almennings að fersku
hráefni á viðráðanlegu verði
eykst. Þá geta slíkir markaðir
skapað tækifæri fyrir aukna
verðmætasköpun innan hér-
aðs og þar með virðisaukn-
ingu til hráefnisframleiðanda
með beinni sölu til neytanda.
Loks eru slíkir markaðar til-
valinn vettvangur fyrir stað-
bundnar sjávarafurðir sem
hafa ekki verið aðgengilegar í
smásölu s.s. siginn fiskur,
ýmsar tegundir skeldýra, fersk
söl, hertur fiskur úr óhefð-
bundnum tegundum ofl.
Að lokum
Skipulagðir fiskmarkaðir fyrir
almenning eru nýjung hér á
landi. Margir hafa mikinn
áhuga á hugmyndinni um
fiskmarkað, en af einhverjum
ástæðum hefur henni ekki
verið komið í framkvæmd.
Árið 2009 var gerð samantekt
um möguleika á starfrækslu
fiskmarkaðs fyrir almenning á
Íslandi. Samantektin var hugs-
uð sem kveikja fyrir ólíka
hagsmunaðila s.s. frumkvöðla,
bæjarfélög og ferðaþjónustu-
aðila til að stuðla að því að
fiskmarkaðir verði stofnaðir
víðsvegar um landið og þar
með styrkja tengingu neyt-
enda við sjávarafurðir. Mikill
áhugi hefur verið á verkefn-
inu og stefnir allt í að fljótlega
verði slíkur markaður stofn-
aður í Reykjavík. Þá hafa
önnur sveitarfélög lýst áhuga
sínum.
Draumurinn er að eftir
nokkur ár geti fólk keypt sér
nýtt og ferskt sjávarfang víðs
vegar um landið; nálgast það
sem aflast í nærumhverfinu,
lært að meta gæðin, tegunda-
fjölbreytnina, að meðhöndla
og framreiða sjávarafurðir á
margvíslegan hátt. Mikilvægt
er að auka almenna vitund,
virðingu og þekkingu á auð-
lindinni til að tryggja arð-
bærni og sjálfbæra nýtingu
hennar í framtíðinni.
Heimildir
Félagsvísindastofnun, 1999. Kannanir
gerðar fyrir dagblöð á árunum
1994-1998. Skriflegar upplýsingar.
Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún
Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir,
Friðrik H. Jónsson, Inga Þórsdóttir,
Fanney Þórsdóttir, 2007. Viðhorf og
fiskneysla ungs fólks á aldrinum 18
til 25 ára - Lýsandi tölfræðiúr-
vinnsla. Skýrsla Matís 05-07
Kolbrún Sveinsdóttir, 2007. Fiskneysla
17 til 49 ára Íslendinga á mismun-
andi fisktegundum og –afurðum.
Skýrsla Matís 37-07.
Laufey Steingrímsdóttir, Hólmfríður
Þorgeirsdóttir, Anna S. Ólafsdóttir,
2003. Hvað borða Íslendingar?
Könnun á mataræði Íslendinga
2002, Rannsóknir Manneldisráðs Ís-
lands V, Reykjavík 2003.
Þannig má sjá fyrir sér markað við sjávarsíðuna.
Vélsmiðjan Foss ehf.
Ófeigstanga 15 - 780 Hornafirði
Sími 478 2144 - foss@fossehf.iswww.fossehf.is
Í Þóri SF og Skinney SF eru netavindur og annar
tækjabúnaður til netaveiða frá okkur.