Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 28
28 V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I „Við fögnum 50 ára afmæli í ár. Fyrirtækið var á sínum tíma ein fyrsta netagerðin hér á Suðurnesjum og við höfum í gegnum tíðina fylgt eftir þróun í útgerð hér á svæðinu,“ segir Óli J. Færseth, framkvæmda- stjóri Netaverkstæðis Suður- nesja ehf. í Njarðvík. Fyrirtækið var formlega stofnað haustið 1961 af tveim- ur norðanmönnum, Siglfirð- ingnum Andreas Færseth og Ólafsfirðingnum Brynjari Vil- mundarsyni. Þeir ráku fyrir- tækið saman til ársins 1979 og hélt þá Andreas rekstrin- um áfram til ársins 1996 að fyrirtækinu var breytt í einka- hlutafélag og sonur hans, Óli J. Færseth tók við stjórnar- taumunum. Hófst á vertíðarárunum „Stofnendurnir tveir komu hingað suður á nesin á vertíð, eins og regla var á þessum árum. Þetta voru mikil upp- gangsár og þeir hófu þjónust- una í litlum skúrum en hún vatt svo hratt upp á sig að þeir byggðu mjög fljótlega 2000 fermetra hús sem við er- um enn í hér við Brekkustíg í Njarðvík. Lengi vel var þetta eina netagerðin hér á svæð- inu,“ segir Óli. Hátt í 40 starfsmenn þegar mest var Netaverkstæði Suðurnesja þjónustar fyrst og fremst næsta umhverfi sitt og snúast verkefnin að stærstum hluta um togveiðarfæri og snurvoð- ir. Stærsti viðskiptavinur fyrir- tækisins er útgerðarfyrirtækið Nesfiskur í Garði og auk þess margar minni útgerðir. „Þegar mestur uppgangur var hér á svæðinu voru tæp- lega 40 manns í vinnu hér í netagerðinni. Þá voru öflug útgerðarfyrirtæki í uppsjávar- veiðum hér og mikil vinna við loðnu- og síldarnætur en eftir að þær útgerðir fóru héðan hafa togveiðarfærin verið okkar aðal verkefni. Í dag erum við fimm starfs- menn hjá Netaverkstæði Suð- urnesja og gengur vel. Við njótum þess að hafa ekki far- ið geyst á undanförnum árum í uppbyggingu eða fjárfesting- um,“ segir Óli en handan göt- unnar hefur fyrirtækið þó fjárfest í viðbótarhúsnæði þar sem öll víraþjónusta er hýst. Erum nokkurs konar útgerðar- samfélag Óli segir að uppgangstími hafi verið í útgerð að undan- förnu og því verið nóg að gera. „Við veitum alla þá hefðbundnu þjónustu sem út- gerðin þarf vegna veiðar- færanna, þ.e. uppsetningu og viðgerðir á trollum, snurvoð- um og þorskanetum, rekstur veiðafæraverslunar og víra- verkstæðis. Sömuleiðis fell- ingu á þorska-, skötusels- og grásleppunetum. Síðan leigj- um við líka frá okkur hús- næði þar sem trillukarlar og minni útgerðaraðilar hafa að- stöðu fyrir veiðarfæri og ann- an búnað viðkomandi útgerð- inni. Við eru því í sjálfu sér nokkurs konar útgerðarsam- félag. Þessi þróun er bara í samræmi við það sem fylgt hefur þessu fyrirtæki alla tíð, þ.e. að aðlaga sig þróun í út- gerðarháttum á svæðinu frá einum tíma til annars. Á því byggist þetta,“ segir Óli J. Færseth, framkvæmdastjóri Netaverkstæðis Suðurnesja ehf. í Njarðvík. Víraþjónusta er hluti af starfsemi Netaverkstæðis Suðurnesja. Netagerðarmennirnir í uppsetningu á trolli. Netaverkstæði Suðurnesja ein fyrsta netagerðin sem stofnuð var á Suðurnesjum: Fimmtíu ára afmæli í ár Víraþjónusta er hluti af starfsemi Netaverkstæðis Suðurnesja.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.