Ægir - 01.02.2010, Blaðsíða 26
26
Naust Marine hf. í Hafnarfirði
er gott dæmi um þjónustufyr-
irtæki í sjávarútvegi sem hefur
mikla yfirburði á heimsmark-
aði á sínu sviði. Sérgrein fyrir-
tækisins er þróun á stjórnkerfi
fyrir rafmagnsvindur, kerfi
sem ber nafnið ATW
CathsControl. Kerfið er komið
um borð í um 70 togskip í
heiminum á meðan sam-
keppnisaðilinn á þessu sviði
hefur framleitt fimm rafvindu-
stjórnkerfi! Rafmagnsvindur
eru greinilega í sókn í fiski-
skipaflotanum en sem stendur
er pattstaða hér heima og lít-
ið sem ekkert um nýfjárfest-
ingar í fiskiskipaflotnum.
Enda sækir Naust Marine mik-
inn meirihluta tekna sinna er-
lendis.
„Já, við fáum um 95% af
öllum okkar tekjum í erlend-
um verkefnum og þannig hef-
ur það verið síðustu tvö ár. Á
því tímabili hefur starfsmanna-
fjöldinn tvöfaldast og veltan
margfaldast,“ segir Bjarni Þór
Gunnlaugsson, framkvæmda-
stjóri Naust Marine.
„Við finnum að rafmagns-
vindur eru stöðugt að ryðja
sér til rúms í fiskiskipum sem
valkostur í staðinn fyrir
vökvaknúnu vindukerfin.
Ástæðan er miklir kostir, svo
sem sparnaður í olíu, mun
minna viðhald en á vökva-
kerfunum, hljóðlátari vindu-
Rafmagnsvindur á togþilfari. Naust Marine er að ná góðum árangri í sölu á stjórnbúnaði fyrir slík vindukerfi sem æ fleiri útgerðir velja sér.
V E I Ð A R F Æ R I O G V E I Ð I T Æ K N I
Naust Marine hf. í Hafnarfirði framleiðir togvindukerfi
sem komið er í um 70 fiskiskip í heiminum:
„Sækjum nær allar
okkar tekjur erlendis“
- segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri
Stjórnpúlt fyrir rafmagnsvindubúnað Naust Marine.