Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Blaðsíða 5
Nýtt útgáfustórvirki. Mál og menning verður að færast meira og meira i fang til þess að vera lifandi og vaxandi félag. Tala félagsmanna eykst með hverri nýrri bók og er nú 4600. Þessi fjöldi fer að gera nýjar og stærri kröfur til félagsins, og við lítum á það sem skyldu stjórnarinnar að sjá Máli og menningu fyrir nýjum verk- efnum, er svara til vaxandi krafta félagsins. Og hér er nýtt slórvirki á ferðinni, sem við treystum félagsmönnum til að styðja svo myndarlega, að unnt sé að framkvæma það. Árið 1943. Árið 1943 er óvenjulegt merkisár i sögu íslands. Þá eru 100 ár liðin frá endurreisn alþingis og 25 ár frá því, að ísland varð fullvalda ríki. En þetta er ekki einungis minningarár. Það er úrskurðarár um örlög þjóðarinnar i framtíðinni. Þá standa ís- lendingar á þeim vegamótum að eiga að ákveða, hvort þeir taki málefni sín framvegis að öllu leyti i sínar hendur eða ekki. Hin margfalda nauðsyn til að gefa út minningarrit það ár. Það væri út af fyrir sig gild ástæða til þess að gefa út á sliku ári minningarrit, sem sýndi almenningi það á sem ljósast- an hátt, hvert er orðið okkar starf, ekki einungis þessi 25 sið- ustu eða 100 síðustu ár, heldur frá upphafi, hvernig hag og gengi þjóðarinnar hefur verið varið á umliðnum tímum, hvernig henni ýmist hefur vaxið fiskur um hrygg eða hnignað, hvað hefur lyft henni upp og orðið henni til hnekkis, hvað hún hefur afrekað, sem gildi hefur enn í dag. En tímamótin í sögu þjóðarinnar á þessu ári benda okkur á að líta ekki einungis aftur, heldur líka fram. Reyna að gera upp þjóðarbúið, draga saman það af reynslu fyrri tíma, sem gerir það auðveldara að átta sig á viðfangsefnum hinnar líðandi stundar, gefa yfirlit um hag vorn, efnaleg og andleg verðmæti, sem gefa okkur skilyrði til þess að vera vaxandi og batnandi þjóð, — draga fram meginþættina í fyrri tíma sögu okkar, á þann hátt, að þeir verði til vaxandi skilnings á þjóðinni, eins og hún er nú. Þetta er það, sem átt er við með arfi íslendinga, landið og skilyrði þau, sem það hefur búið og getur búið þjóð- inni, þjóðin sjálf, eins og við kynnumst henni af sögunni, eins og hún er mótuð af sögunni, menning þjóðarinnar, eins og hún birtist í verkum, sem enn standa og eru eign hennar í fram- tiðinni. 43

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.