Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Blaðsíða 15
liafa verið á náttúru landsins, og hver óunnin verkefni biða framtíðarinnar á þvi sviði. 2) Landið sem heimkynni þjóðarinnar, hvernig það tók við henni og hefur húið að henni. Auðlindir þess frá fjöllum tii fiskimiða, ógnir þess og hættur, fegurð þess og tign. 3) Hvernig þjóðin hefur sett mót sitt á landið, hagnýtt sér gæði þess og varið sig gegn erfiðleikum þess. Hér mun verða sagt frá ræktun og landbúnaði fyrr og nú, húsagerð, vegum og brúm, sögustöðum og minjum þeirra, hyggðarsögu i aðal- •dráttum, veiðiskap og sjávarútvegi, sömuleiðis frá landsspjöllum af mannavöldum, eyðingu skóganna og uppblástri landsins sem afleiðingu hennar. 4) Loks mun verða vikið að þeim kostum iands og sjávar, sem enn eru ónotaðir eða lítt notaðir, þeim lífsskilyrðum, sem landið getur búið þjóðinni, ef rétt er á haldið, og þeim skyld- um, sem þjóðin liefur gagnvart niðjum sinum, að bæta landið fremur en spilla þvi. Fyrir lausafjáreign þjóðarinnar er auðveldast að gera grein með stuttu yfirliti um hagsögu hennar á liðnum öldum og sam- anburði við núlímann. Þar sem flest, er þetta efni snertir nú á dögum, er alkunnugt, verður það einkanlega sett fram með hagfræðilegum skýrslum og línuritum og reynt að fá allt sem sannast og óhlutdrægast. Þetta yfirlit mun að likindum koma meðal viðaukanna í V. bindi verksins. Öðru og þriðja bindinu hefur, að minnsta lcosti í bráðina, verið valið heitið: fslenzkar minjar, en minjar (eða menjar) getu.r þýtt allt í senn, ummerki eftir verlc eða atburði, gersem- ar og erfðagripir eða vingjafir (minjagripir), sem eru ekki eða verða metnar til fjár. Hér er orðið látið tákna ýmiss kon- ar menningarverðmæti, frá eldri og nýrri timum, sem enn standa og líklegt er að lengi muni standa í gildi. Efni þau, sem tekin verða til umræðu í þessum bindum, eru enn ekki fyllilega á- kveðin, og mikið er undir þvi komið, hversu vel tekst að fá hina hæfustu menn á hverju sviði til þess að fjalla um þau. Munu þeir lika vitanlega ráða talsverðu um, hver efni verða tekin til meðferðar. Hér er tilætlunin að leita aðstoðar margra manna, í)g ættu þessi bindi því um leið að vera nokkurt sýnis- horn þess, hvernig nú er bezt ritað á íslandi. Það liggur í aug- íim uppi, að bókmenntirnar munu skipa hér mest rúm, því að á því sviði hafa íslendingar unnið þau afrek, sem lengst munu varðveitast og mest eru metin. Samt verður þetta engin bók- menntasaga (nokkurt yfirlit um þróunarsögu íslenzkra bókmennta 53

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.