Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Qupperneq 18
Eins og áður er sagt, hefur. tíminn verið of naumur til þess að gera sundurliðaða áætlun um allt verkið og semja við alia þá höfunda, sem leitað mun verða til, áður en þessi greinargerð var birt. Á þetta einkum við um II. og III. bindi. Nokkuð hefur þó verið gert, og var þá sjálfsagt að snúa sér þegar að I. bind- inu, um landið, sem einna lengstan undirbúning þarf og rilstjór- inn mun hlutast minnst til um. Þessir menn hafa þegar heitið að rita mestan hluta þess bindis: mag. sc. Árni Friðriksson fiski- fræðingur, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, dr. phil. Þorkeli Jóhannesson og fil. lic. Sigurður Þórarinsson. Fleiri mætir meni’ hafa haft góð orð um að leggja þar nokkuð að mörkum, þó að það sé ekki fullráðið. En eg veit, að í þetta sinn þarf ekki að nefna fleiri nöfn til þess að sannfæra félagsmenn um, að reynt verði að gera allt verkið svo vel úr garði sem kostur er á með samvinnu við hæfustu menn á hverju sviði, Þessa greinargerð álít eg nægilega i hráðina til þess að félags- menn Máls og menningar eigi að geta skorið úr þvi hver fyrir sig, livort þeir vilji stuðla að þvi, að þetta fyrirhugaða ritverk, Arfur íslendinga, verði flutt ofan úr skýjunum og niður á jörðina, 1. júlí 1939. SIGURÐUR NORDAL. 56

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.