Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Komið er að sjómannadegi, lögbundnum frídegi sjómanna sem hald- inn hefur verið hátíðlegur allar götur frá árinu 1938. Dagurinn er hald- inn hátíðlegur víða um land og raunar hefur þessi helgi orðið að stórri bæjarhátíð. Í öllu gamninu má þó eitt ekki gleymast, hvers vegna dagurinn er haldinn hátíðlegur enn þann dag í dag. Magnús Gunnarsson, sóknarprestur á Dalvík, fjallaði í ágætri ræðu á sjómannadegi árið 2005 um gildi sjómannadagsins þar sem hann minnti meðal annars á sjóferðabænina. „Margar ræður verða haldnar víða um land í dag þar sem rakin verður saga hinna íslensku sjómanna, barátta þeirra fyrir betri lífs- kjörum og fjallað um það af mönnum sem best til þekkja hvað áunn- ist hefur í gegnum tíðina. Við getum öll verið sammála um það að lífs- kjörin hafa almennt batnað frá því sem áður var. Tækninni hefur fleygt fram og sjómenn búa í dag við meira öryggi en áður. En þó hef- ur eitt og annað gleymst frá fyrri dögum. Margir gamlir og góðir siðir lögðust nánast af með vélvæðingu flotans. Langar mig sérstaklega að minna á þann sið sjómanna að ýta bát úr vör í Jesú eða Drottins nafni. Sá siður mun hafa lagst smám saman af eftir að vélar komu í bátana. Mörgum fornum siðum og venjum hef- ur verið haldið hátt á lofti hér á landi, þrátt fyrir að nú séu breyttir tímar frá því sem var, þegar siðirnir og venjurnar voru hluti af daglega lífinu. Finnst mér vel við hæfi að sjómenn taki upp þennan gamla góða sið að ýta úr vör með bæn til hans sem yfir öllu lífi ræður og vakir yfir okkur sérhverja stund. Guð kemur til hjálpar þegar við áköll- um hann. Ef við treystum því, þá er vel. Það hafa margir fengið að reyna, ekki þá síður til sjós en lands. En hver sá sem hefur reynt Drottinn, hefur þá skyldu að þakka honum og lofa hann,“ sagði sr. Magnús í ræðu sinni og vék nánar að gildi sjómannadagsins. „Samt er það svo að sjómenn og aðrir þeir sem koma að sjó- mennsku á einhvern hátt gera sér fulla grein fyrir hættunum sem eru á sjónum og árlega tekur hafið sinn toll. Sjómannadagurinn er líka haldinn til þess að halda minningu þeirra á lofti, dugnaði þeirra og fórnfýsi. Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir tregar þjóðin öll, sungum við hér áðan. Íslenska þjóðin þarf oft að standa saman, þó stundum sé eins og margar þjóðir búi í landinu. En ávallt þegar hefur þurft á að halda hefur þjóðin staðið þétt saman eða snúið bökum saman eins og segir í einu ljóði Stuðmanna.“ Hættur sjómennskunnar gerði Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrum aflaskipstjóri, einnig að umtalsefni í sjómanndagsræðu í Ólafsvík árið 2003: „Nútímatækni og upplýsingakerfi um veður og sjólag hafa gert sjómennskuna auðveldari og öruggari og skipin verða betri og betri en sjómennskan er og verður hættulegt starf. Þetta hefur landsmönn- um verið ljóst í margar aldir og meðan skipin voru smærri og illa búin urðu oft margir skipsskaðar í sama óveðrinu. Viðkvæði landsmanna var oft á þá leið á árum áður að feigum yrði eigi forðað né ófeigum í hel komið. Þetta máltæki sýnir e.t.v. best það æðruleysi sem Íslend- ingar urðu að temja sér gagnvart fórnum sem Ægir konungur krafðist, sem var önnur viðbára Íslendinga vegna mannskaða til sjós. Þessi afstaða okkar kom ekki til af góðmennsku og trúrækni. Máltækin voru vegna þess að við höfðum fá ráð til bjargar mönnum úr sjávar- háska og lýstu í raun vanmætti okkar og bjargarleysi á fyrri tíð. Opnir bátar voru nánast einu skipin í eigu Íslendinga öldum saman og fyrir kom í verstu veðrum að 80 til 160 manns fórust eins og dæmin frá 8. mars 1685 og 8. mars aldamótaárið 1700 þegar 33 skip fórust og með þeim 160 menn. Slík blóðtaka hjá 50 þúsund manna þjóð varð á þessum tímum aðeins mætt með auðmýkt og djúpri sorg. Skörðin sem höggvin voru í sumar byggðir voru svo stór að mörg ár og jafnvel áratugi tók að fylla í þau.“ Ægir óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Auðlindagjaldið eðlilegasta leiðin „En nú í miðri kreppunni er rætt um að kalla inn kvótana og selja þá aftur til útgerðanna. Flestir þeir sem fengu kvótana upphaflega hafa framselt þá til aðila sem nú stunda veiðar. Að innkalla og end- urselja kvótana er í raun ómerkilegur þjófnaður. Ríkisvaldið hyggst knýja þá sem keypt hafa kvótana fullu verði til að kaupa þá aftur. Getur þjóðarsálin veikst? Umræðan á Íslandi um kvótakerfið er óheilbrigð þráhyggja. Í miðri stórkreppu er það stefna ríkisstjórnar- innar að skapa glundroða og gjaldþrot í sjávarútveginum sem er helsti lykillinn að efnahagsbata. Mín skoðun er sú að halda eigi áfram á þeirri braut sem þegar hafði verið mörkuð; að láta sjávarút- veginn greiða auðlindagjald til ríkisins fyrir veitta þjónustu við eftir- lit með auðlindinni. Elinor Ostrom [fyrst kvenna til að hljóta Nóbelsverðlaun í hag- fræði], minn góði félagi, myndi einnig sterklega mæla með því að sjávarútvegurinn tæki smám saman við mikilvægum verkefnum við verndun auðlindarinnar - eins og gert hefur verið á Nýja-Sjálandi. Takmarkið með því er að kveikja ábyrgðartilfinningu í bjrósti þeirra sem nota auðlindina og hvetja þá til að umgangast hana af hag- kvæmni og hafa eftirlit hver með öðrum. Hugmyndir af þessu tagi hafa drukknað í háværum öskrum um skiptingu arðsins. Honum er þegar skipt með auðlindagjaldi og almennri skattlagningu sjávarút- vegsfyrirtækja.“ Þráinn Eggertsson, prófessor við HÍ, í viðtali í Frjálsri verslun. Lendum fljótt aftarlega á merinni „Við skulum ekki gleyma því að samkeppnin á alþjóðlegum mörkuð- um er hörð. Með þessum boðuðu frumvörpum er verið að setja greinina í mikla óvissu til lengri tíma. Það er verið að tala um að nýtingarleyfi á kvóta verði upphaflega 15 ár en leyfishafar eigi rétt á viðræðum um framhald á miðju tímabilinu, hvað sem það nú þýðir. Ég er ansi hræddur um að fyrirtækin dragi tiltölulega fljótt úr nauð- synlegum fjárfestingum sem leiði á endanum til þess að við lendum aftarlega á merinni í hinni alþjóðlegu samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir þjóðarbúið. Við erum stærsta línuútgerðarfyrirtæki landsins og höfum nýtt okkur allar helstu tækninýjungar á sviði línuveiða. Ríkisstjórnin vill greinilega halda áfram að nota svokallaða potta til að umbuna þeim sem nota gömlu aðferðina, handbeitningu af því að þannig verði til fleiri störf. Það væri einfalt að eyða atvinnuleysi á landinu ef þessi aðferð væri notuð víðar. Við gætum t.d. bannað lyftara, flökunarvél- ar, mjaltavélar og skurðgröfur. Þetta er hættulegur hugsunarháttur. Það að ekkert er gert með skoðanir manna úr greininni ásamt því að frumvarpið er sett fram án þess að niðurstaða liggi fyrir um hag- ræna úttekt á afleiðingunum segir í raun allt sem segja þarf um markmið þessar frumvarpa.“ Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis, í frétt í Austurglugganum U M M Æ L I Dagur sjómanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.