Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 38

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 38
38 og gera hann skiljanlegri al- menningi. Og rödd okkar sjó- manna þarf að heyrast betur.“ Sjómannadagshátíðin nauðsynleg Í hönd fer sjómannadagur en hann hefur verið haldinn há- tíðlegur allar götur frá árinu 1938. Vestmannaeyingar héldu þennan dag hátíðlegan í fyrsta skipti árið 1940 og síðan hafa verið hæðir og lægðir í hátíðarhöldunum. Stefán var í hópi sjómanna í Eyjum sem tók völdin í sínar hendur fyrir nokkrum árum þegar stefndi í óefni með þessa hátíð. Dagskrá sjó- mannadagshelgarinnar var rif- in upp á nýjan leik, nýir róðrabátar keyptir, dagskrá skipulögð og með ýmsum hætti blásið lífi í hátíðina. „Við sáum að ekki var hægt að ætlast til þess að ein- hverjir aðrir gerðu þetta fyrir okkur heldur væri það fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið að hátíð okkar sjó- manna væri með þeim hætti sem við vildum sjá. Sjó- mannadagurinn er mikilvæg- ur snertiflötur þar sem við skemmtum okkur saman, með fjölskyldum okkar og öllum almenningi. Vest- mannaeyjar eru ein af stærri verstöðvum landsins og hér eigum við að vera í forystu um að minna okkur öll á hvað það er sem hefur skap- að grunninn fyrir því þjóð- félagi sem við búum í dag,“ segir Stefán og bætir við að einn af mikilvægum þáttum sjómannadagsins sé umræða um öryggismál sjómanna. Aldrei sé of mikið rætt um þau mál og sjómannadagur- inn sé tækifæri til að minna á þau. Ríður út milli túra Vestmannaeyjar eru sjaldan nefndar þegar rætt er um hestamennsku á Íslandi en Stefán er í hópi dugmikilla hestamanna í Eyjum og sinnir því áhugamáli hvernær sem tækifæri gefast frá sjómennsk- unni. „Hér vorum við fimm aðil- ar með 17 hesta á húsi í vetur en hér í Eyjum eru nokkrir tugir hrossa. Við erum að byggja upp sameiginlega að- stöðu á Dalabúinu, sem áður var kúabú en það kemur mörgum á óvart hversu marg- ar og fjölbreyttar reiðleiðir eru hér í Vestmannaeyjum. Hingað kemur fólk ofan af landi til að ríða út og hver veit nema við sjáum Vest- mannaeyja getið oftar á hestamannamótum í framtíð- inni. Þetta kemur allt saman,“ segir hesta- og stýrimaðurinn Stefán Birgisson. S J Ó M E N N S K A N Stýrimaðurinn Stefán í brúnni á Drangavík. „Það er þorskur og karfi um allan sjó,“ segir hann. Fjölmennt við höfnina á sjómannadaginn.Stefán með félögum sínum í sjómannadagsráðinu í Vestmannaeyjum. Þessi hópur gerði átak í að vekja hátíðarhöldin til lífs á ný í Eyjum. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 www.isfell.is Dragnótatógin, sem þú getur treyst! H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Maritech hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginn um árabil. Lausnir Maritech spanna alla virðiskeðjuna frá skeldi og veiðum til sölu og dreingar. WiseDynamics lausnir veita ölbreytta möguleika á að fylgjast með og greina upplýsingar fyrir stjórnendur í rauntíma. Um er að ræða: Wise stjórnendasýn, Wise greiningartól, Wise BI teninga, Wise skýrslur, Wise farsímalausn og Wise samningaker. Gæðastjórnun, Fiskeldi, Útgerð og kvóta, Vinnslu, Birgðir og vöruhús og Sölu og útutning. WiseDynamics stjórnendalausnir Nýjustu upplýsingar eru forsenda réttra ákvarðana WiseFish lausnin innifelur: Dynamics NAV í áskrift: Eigðu eða leigðu kerð, kynntu þér hagkvæmar lausnir Maritech. Borgartún 26 » 105 Reykjavík Hafnarstræ 102 » 600 Akureyri Sími: 545 3200 » Fax: 545 3201 sala@maritech.is » www.maritech.is - tryggir þér samkeppnisforskot Sjávarútvegslausnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.