Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 17
17 þess sem eftirfylgni er lítil og engin við- urlög við misbrestum. Slíkar merkingar þjóna helst hagsmunum stærri fyrirtækja og verslanakeðja, en hafa ekki endilega áhrif til að ráða bót á umhverfisvænni framleiðslu til hagsbóta fyrir neytendur. Bent hefur verið á að þörf sé á að samræma og þróa betur aðferðafræði til að styrkja vísindalegar stoðir umhverfis- merkinga og vanda kynningu um hvað felst í hinum ýmsu umhverfisgildum og sjálfbærni yfirlýsingum. Yfirlýsingar um umhverfishæfi vara (e. Envrionmental Product Declaration), sjálfbærni frammi- stöðu gildi (e. Sustainability Performance Indicator) og upplýsingablöð um öryggi vöru og framleiðslu (e. Safety Data Sheets) eru dæmi um miðlun á upplýs- ingum sem notaðar eru í viðskiptum. Ís- lenskir útflytjendur á fiski geta nýtt sér Íslenska Umhverfismerkið, sem felur í sér yfirlýsingu um að stjórnvöld styðji ábyrgar fiskveiðar og styðjast við alþjóð- legar leiðbeinandi reglur Fiskimálanefnd- ar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO) frá 2005. Íslenska umhverfis- merkið felur ekki í sér bindandi samning eða vottun eins og krafist er af samtök- um eins og Marine Stewardship Council (MSC). Hagsmunaðilar í virðiskeðju matvæla og stórir matvælaframleiðendur hafa ver- ið í forsvari fyrir að setja fram staðla og vottunarferli ásamt úttektum á rekjan- leika og framsetningu á umhverfismerkj- um til að höfða til ábyrgðar neytenda um val á vörum. Staðan í dag er sú að verslunarkeðjur eru ráðandi og setja við- mið og kröfur til framleiðenda og selj- enda á mörkuðum.4 Samtök evrópskra verslanakeðja hafa undirritað umhverfis- reglur, sem fela í sér ásetning um að fylgja viðmiðum og aðgerðum sem miða að því að minnka umhverfisáhrif mat- væla.5 Jafnframt hafa stór fyrirtæki eins og Tesco, Pepsi, Carrefour og fleiri nú þegar krafist umhverfismerkinga á vörum sem sýna lægri kolefnisspor við framleiðslu, pökkun og flutning á vörum. Sumar verslunarkeðjur hafa lýst því yfir að innan fárra ára muni þær ein- göngu selja vörur með upplýsingum um umhverfisáhrif vörunnar. Fram að þessu hefur mat á umhverf- isáhrifum og sjálfbærni fiskafurða ein- blínt á fiskveiðarnar og sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Hins vegar hefur umhverfis- áhrifum á seinni stigum virðiskeðjunnar ekki verið gefinn eins mikill gaumur. Þörf er á að skoða allan vistferil vörunn- ar frá veiðum til neyslu.6 Hvað er vistferilgreining? Vistferilgreining er aðferðarfræði sem notuð er til að greina umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu allt frá öflun hráefna til förgunar. Fram- leiðsluferlinu er fylgt yfir allan vistferil- inn og allt ílag (e. input) og frálag (e. output) tekin saman (mynd 1). Aðferðin er notuð til þess að finna þætti þjónust- unnar með neikvæðustu umhverfisáhrif- in, betrumbæta hönnun (t.d. umbúða) eða leita leiða til að lágmarka skaðleg umhverfisáhrif. Einnig er hægt að bera saman umhverfisáhrif mismunandi ferla til framleiðslu vörunnar eða ákveðna hluta framleiðslunnar. Frá árinu 2006 R A N N S Ó K N I R Mynd 1: Yfirlit yfir þætti vistferilsgreiningar (aðlagað frá PE International 2009) Umhverfisgildi (e. environmental indicator) er mælanleg stærð sem gefur upplýsingar um umhverfisáhrif ýmissa afurða. Umhverfisgildi nýtast til að gefa viðmið um hvort áhrif úrbóta í framleiðslu- og flutningsferlum tiltekinna afurða sé jákvæð fyrir umhverfið. Dæmi um umhverfisgildi er t.d. kolefnisspor og matarmílur. Mynd 2: Flutningsleið fyrir sjóflutninga á ferskum fiski, sem notuð var sem grunnur fyrir útreikninga á kolefnis- sporum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.