Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 46

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 46
46 F R É T T I R Við tökum á móti netum Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 520 2220 www.efnamottakan.is Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr f lottrolli • nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. „Hér er ráðist í grundvallar- breytingar á því kerfi sem nú er við lýði. En einmitt vegna þess að hér er víða leitað fanga og margir hafa komið að getur enginn í þeim hópi vænst þess að verða full- komnlega ánægður með út- komuna, hvorki úr hópi þeirra sem gagnrýnt hafa núverandi kerfi mest né úr hópi þeirra sem hafa viljað standa vörð um sama kerfi og stuðla að því að breytingar á því verði sem minnstar,“ segir í frétt frá sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu vegna ný- framkominna tveggja frum- varpa sem boða breytingar á fiskveiðistjórninni. Stjórnvöld boða breyting- arnar með eftirfarandi helstu markmiðum: 1. Að tryggja óumdeild yfirráð íslensku þjóðarinn- ar á nytjastofnum á Ís- landsmiðum. 2. Að gera tímabundna nýt- ingasamninga um nýtingu fiskistofna. 3. Að sanngjarnt gjald verði greitt fyrir nýtingu sjávar- auðlinda. 4. Að rjúfa meint eignaréttar- legt samband útgerða á nytjastofnum 5. Að auka enn frekar byggðatengingar aflaheim- ilda og auka atvinnu. 6. Að tryggja að aflaheimildir verði ekki veðsettar. 7. Að stöðva varanlegt fram- sal aflaheimilda og tak- marka framsal aflamarks . 8. Að koma í veg fyrir frekari samþjöppun aflaheimilda. 9. Að tryggt verði jafnræði við úthlutun og viðskipti með aflaheimildir með opinberum markaði og þannig bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna. Frumvörpin fara nú í með- ferð Alþingis og leggur sjáv- arútvegsráðherra áherslu á að svokallað minna frumvarp verði afgreitt á yfirstandandi þingi, þ.e. nú í júní. Þar er meðal annars að finna breyt- ingar og aukningu á strand- veiðum, aukningu heimilda í byggðatengdar aðgerðir og breytingu á fyrirkomulagi þeirra, þ.e. svokallaða potta. Frumvarpið fjallar ennfremur um hækkun veiðigjalds. Stærra frumvarpið fjallar um samningaleiðina, þ.e. handhafar aflahlutdeildar og krókaleyfa fá heimild til að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum til að gera 15 ára samning um nýtingarleyfi og rétt til að leita eftir framleng- ingu þess samnings til næstu 8 ára. Breytingar á fiskveiðistjórnun boðaðar í tveimur nýjum frumvörpum: „Enginn fullkom- lega sáttur“ „Hér er ráðist í grundvallarbreytingar á því kerfi sem nú er við lýði,“ segir sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytið um frumvörp um fiskveiðistjórnun sem nú eru komin til Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.