Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2011, Page 46

Ægir - 01.04.2011, Page 46
46 F R É T T I R Við tökum á móti netum Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 520 2220 www.efnamottakan.is Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr f lottrolli • nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. „Hér er ráðist í grundvallar- breytingar á því kerfi sem nú er við lýði. En einmitt vegna þess að hér er víða leitað fanga og margir hafa komið að getur enginn í þeim hópi vænst þess að verða full- komnlega ánægður með út- komuna, hvorki úr hópi þeirra sem gagnrýnt hafa núverandi kerfi mest né úr hópi þeirra sem hafa viljað standa vörð um sama kerfi og stuðla að því að breytingar á því verði sem minnstar,“ segir í frétt frá sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu vegna ný- framkominna tveggja frum- varpa sem boða breytingar á fiskveiðistjórninni. Stjórnvöld boða breyting- arnar með eftirfarandi helstu markmiðum: 1. Að tryggja óumdeild yfirráð íslensku þjóðarinn- ar á nytjastofnum á Ís- landsmiðum. 2. Að gera tímabundna nýt- ingasamninga um nýtingu fiskistofna. 3. Að sanngjarnt gjald verði greitt fyrir nýtingu sjávar- auðlinda. 4. Að rjúfa meint eignaréttar- legt samband útgerða á nytjastofnum 5. Að auka enn frekar byggðatengingar aflaheim- ilda og auka atvinnu. 6. Að tryggja að aflaheimildir verði ekki veðsettar. 7. Að stöðva varanlegt fram- sal aflaheimilda og tak- marka framsal aflamarks . 8. Að koma í veg fyrir frekari samþjöppun aflaheimilda. 9. Að tryggt verði jafnræði við úthlutun og viðskipti með aflaheimildir með opinberum markaði og þannig bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna. Frumvörpin fara nú í með- ferð Alþingis og leggur sjáv- arútvegsráðherra áherslu á að svokallað minna frumvarp verði afgreitt á yfirstandandi þingi, þ.e. nú í júní. Þar er meðal annars að finna breyt- ingar og aukningu á strand- veiðum, aukningu heimilda í byggðatengdar aðgerðir og breytingu á fyrirkomulagi þeirra, þ.e. svokallaða potta. Frumvarpið fjallar ennfremur um hækkun veiðigjalds. Stærra frumvarpið fjallar um samningaleiðina, þ.e. handhafar aflahlutdeildar og krókaleyfa fá heimild til að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum til að gera 15 ára samning um nýtingarleyfi og rétt til að leita eftir framleng- ingu þess samnings til næstu 8 ára. Breytingar á fiskveiðistjórnun boðaðar í tveimur nýjum frumvörpum: „Enginn fullkom- lega sáttur“ „Hér er ráðist í grundvallarbreytingar á því kerfi sem nú er við lýði,“ segir sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytið um frumvörp um fiskveiðistjórnun sem nú eru komin til Alþingis.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.