Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 14
14 vegna þess að það hefur orð- ið samdráttur í veiðum eða vinnslu á þorski, ýsu, ufsa og karfa. Hins vegar tekur um- ræddur liður ekki til samdrátt- ar í veiðum eða vinnslu á uppsjávarfiski á borð við loðnu og síld. Útgerð Einstaklingar í útgerðarrekstri, öðru nafni einyrkjar, og lög- aðilar sem gera út fiskiskip frá viðkomandi byggðarlagi er landa fiski til vinnslu þar hafa hagsmuni af því að skip í eigu þeirra fái úthlutað byggðakvóta. Útgerð sem gengur illa og hefur lítinn eða engan kvóta til umráða, t.d. vegna skerðingar á afla- heimildum, þarf á því að halda að viðkomandi skip í rekstri útgerðarinnar fái að veiða byggðakvóta þannig að reksturinn sé á núlli eða yfir því. Það er ekki eingöngu viðkomandi útgerð sem nýtur góðs af byggðakvótanum heldur einnig starfsmenn út- gerðarinnar, t.d. sjómenn á skipum hennar, þar sem þeir fá tekjur í sinn vasa fyrir vinnu sína. Þar sem þeir greiða af tekjum sínum skatta til viðkomandi byggðarlags er ljóst að byggðarlagið sjálft nýtur á endanum enn fremur góðs af úthlutun byggðakvót- ans. Fiskvinnsla Einstaklingar og lögaðilar sem reka fiskvinnslufyrirtæki í viðkomandi byggðarlagi hafa einnig hagsmuni af því að byggðakvóta sé úthlutað til byggðarlagsins og honum sé landað til vinnslu þar. Það má nefna í þessu sambandi álit umboðsmanns Alþingis frá 7. desember 2009 í máli nr. 5146/2007. Þar kvartaði fyrirsvarsmaður fyrirtækis, sem rak fiskvinnslu í tilteknu byggðarlagi, yfir breytingu á úthlutunarreglum, sem á reyndi í málinu, um að fiski- skipum væri skylt að landa til „vinnslu innan sveitarfélags- ins“ í stað þess að þeim væri skylt að landa til „vinnslu innan byggðarlagsins“. Um- boðsmaður taldi að þessi breyting hefði getað varðað lögvarða hagsmuni fyrirtækis- ins. Í málinu var upplýst að fyrirsvarsmaðurinn hefði í samskiptum sínum við sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðu- neytið tekið fram að „ekkert [hefði verið] því til fyrirstöðu að vinna ýsu ef samningar við útgerðarmenn varðandi verð næðust“. Tillaga við- komandi sveitarfélags um framangreinda breytingu á út- hlutunarreglunum var á því reist að ekki væri hægt að vinna aðrar tegundir en þorsk í byggðarlaginu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um af hverju það er mikilvægt fyrir fisk- vinnslufyrirtæki að byggða- kvóta sé landað til vinnslu í því byggðarlagi þar sem fyrir- tækið hefur starfsemi sína. Með því að eiga möguleika á að fá að vinna úr hráefni sem kemur úr sjó er fyrirtækið að skapa verðmæti sér til handa í formi rekstrartekna. Um leið er það að veita íbúum byggð- arlagsins atvinnu sem hefur jafnframt í för með sér að tekjur, t.d. útsvarstekjur, renna inn í sveitarsjóð. Af þessu leiðir að byggðakvóti hefur „keðjuverkandi“ áhrif og er hverju byggðarlagi til hagsbóta. Því hefur verið haldið fram að það sé fisk- vinnslan í landi, samfara út- gerð, sem skipti mestu um viðreisn byggðanna og hafi byggðakvótinn aldrei verið hugsaður sem sárabót til út- gerða.2) Tilvísanir 1) Í grein Helga Áss Grétarssonar sem birtist í afmælisriti lagadeildar Háskóla Íslands frá 2008 og ber heitið „Úthlutun þorsk- veiðiheimilda 1984-2007: Lagalegar staðreyndir eða staðalímyndir?“ er stutt umfjöllun um úthlutun byggðakvóta. Sjá bls. 280-281. 2) Fréttablaðið, 27. október 2006. Í frétt blaðsins sem bar heitið „Byggðakvóti skil- ar ekki hlutverki sínu“, var vísað í þessi ummæli Einars K. Guðfinnssonar, þáver- andi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, á aðalfundi Landssambands smá- bátaeigenda þann 26. október 2006. B Y G G Ð A K V Ó T I Öll beita á einum stað Kyrrahafssári Falklandseyjasmokkfiskur Atlantshafsmakríll Sandsíli Tobis ehf. Tjarnargata 2 - 230 Reykjanesbær Sími 527 5599 - GSM 698 5789 Fax 421 5989 - thor@tobis.is Afgreiðsla Ísafirði. Afgreiðsla Dalvík. Afgreiðsla Eskifjörður. Afgreiðsla Höfn í Hornafirði. Tóbis ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.