Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2011, Side 14

Ægir - 01.04.2011, Side 14
14 vegna þess að það hefur orð- ið samdráttur í veiðum eða vinnslu á þorski, ýsu, ufsa og karfa. Hins vegar tekur um- ræddur liður ekki til samdrátt- ar í veiðum eða vinnslu á uppsjávarfiski á borð við loðnu og síld. Útgerð Einstaklingar í útgerðarrekstri, öðru nafni einyrkjar, og lög- aðilar sem gera út fiskiskip frá viðkomandi byggðarlagi er landa fiski til vinnslu þar hafa hagsmuni af því að skip í eigu þeirra fái úthlutað byggðakvóta. Útgerð sem gengur illa og hefur lítinn eða engan kvóta til umráða, t.d. vegna skerðingar á afla- heimildum, þarf á því að halda að viðkomandi skip í rekstri útgerðarinnar fái að veiða byggðakvóta þannig að reksturinn sé á núlli eða yfir því. Það er ekki eingöngu viðkomandi útgerð sem nýtur góðs af byggðakvótanum heldur einnig starfsmenn út- gerðarinnar, t.d. sjómenn á skipum hennar, þar sem þeir fá tekjur í sinn vasa fyrir vinnu sína. Þar sem þeir greiða af tekjum sínum skatta til viðkomandi byggðarlags er ljóst að byggðarlagið sjálft nýtur á endanum enn fremur góðs af úthlutun byggðakvót- ans. Fiskvinnsla Einstaklingar og lögaðilar sem reka fiskvinnslufyrirtæki í viðkomandi byggðarlagi hafa einnig hagsmuni af því að byggðakvóta sé úthlutað til byggðarlagsins og honum sé landað til vinnslu þar. Það má nefna í þessu sambandi álit umboðsmanns Alþingis frá 7. desember 2009 í máli nr. 5146/2007. Þar kvartaði fyrirsvarsmaður fyrirtækis, sem rak fiskvinnslu í tilteknu byggðarlagi, yfir breytingu á úthlutunarreglum, sem á reyndi í málinu, um að fiski- skipum væri skylt að landa til „vinnslu innan sveitarfélags- ins“ í stað þess að þeim væri skylt að landa til „vinnslu innan byggðarlagsins“. Um- boðsmaður taldi að þessi breyting hefði getað varðað lögvarða hagsmuni fyrirtækis- ins. Í málinu var upplýst að fyrirsvarsmaðurinn hefði í samskiptum sínum við sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðu- neytið tekið fram að „ekkert [hefði verið] því til fyrirstöðu að vinna ýsu ef samningar við útgerðarmenn varðandi verð næðust“. Tillaga við- komandi sveitarfélags um framangreinda breytingu á út- hlutunarreglunum var á því reist að ekki væri hægt að vinna aðrar tegundir en þorsk í byggðarlaginu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um af hverju það er mikilvægt fyrir fisk- vinnslufyrirtæki að byggða- kvóta sé landað til vinnslu í því byggðarlagi þar sem fyrir- tækið hefur starfsemi sína. Með því að eiga möguleika á að fá að vinna úr hráefni sem kemur úr sjó er fyrirtækið að skapa verðmæti sér til handa í formi rekstrartekna. Um leið er það að veita íbúum byggð- arlagsins atvinnu sem hefur jafnframt í för með sér að tekjur, t.d. útsvarstekjur, renna inn í sveitarsjóð. Af þessu leiðir að byggðakvóti hefur „keðjuverkandi“ áhrif og er hverju byggðarlagi til hagsbóta. Því hefur verið haldið fram að það sé fisk- vinnslan í landi, samfara út- gerð, sem skipti mestu um viðreisn byggðanna og hafi byggðakvótinn aldrei verið hugsaður sem sárabót til út- gerða.2) Tilvísanir 1) Í grein Helga Áss Grétarssonar sem birtist í afmælisriti lagadeildar Háskóla Íslands frá 2008 og ber heitið „Úthlutun þorsk- veiðiheimilda 1984-2007: Lagalegar staðreyndir eða staðalímyndir?“ er stutt umfjöllun um úthlutun byggðakvóta. Sjá bls. 280-281. 2) Fréttablaðið, 27. október 2006. Í frétt blaðsins sem bar heitið „Byggðakvóti skil- ar ekki hlutverki sínu“, var vísað í þessi ummæli Einars K. Guðfinnssonar, þáver- andi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, á aðalfundi Landssambands smá- bátaeigenda þann 26. október 2006. B Y G G Ð A K V Ó T I Öll beita á einum stað Kyrrahafssári Falklandseyjasmokkfiskur Atlantshafsmakríll Sandsíli Tobis ehf. Tjarnargata 2 - 230 Reykjanesbær Sími 527 5599 - GSM 698 5789 Fax 421 5989 - thor@tobis.is Afgreiðsla Ísafirði. Afgreiðsla Dalvík. Afgreiðsla Eskifjörður. Afgreiðsla Höfn í Hornafirði. Tóbis ehf

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.