Ægir - 01.06.2012, Qupperneq 9
9
H R O G N K E L S A V E I Ð A R
vinnugrein í koll síðar meir.
Aðalfundir LS hafa og ályktað
með sambærilegum hætti.
Þessar áhyggjur hafa nú
ræst bókstaflega. Innkaupa-
stjórar sölukeðjanna gera nú
síauknar kröfur um sannanir
þess að grásleppustofnarnir
séu „sjálfbærir“. Umhverfis-
samtök renna á lyktina og
gefa sér það að litlar upplýs-
ingar séu merki þess að stofn-
arnir séu á heljarþröm. Nú
þegar hefur þeim tekist að
koma hrognkelsinu á válista í
Svíþjóð og Sviss og þessi
samtök munu ekki láta þar
við sitja. Á sama tíma halda
þau því fram að þau séu „sér-
stakir vinir“ smábátasjómanna.
Beygt af leið
Í febrúar 2010 réð Hafró til
sín starfsmann sem eingöngu
sinnir rannsóknum á hrogn-
kelsi. Hann heitir Jacob Ka-
sper og kemur frá Bandaríkj-
unum. Jacob er staðsettur hjá
Biopol, sjávarlíftæknisetrinu á
Skagaströnd. Hann hefur m.a.
tekið þátt í merkingarverk-
efninu á hrognkelsi sem Bio-
pol hefur haft forystu um síð-
an 2008, í samvinnu við
Veiðimálastofnun, Háskólann
á Akureyri, LS og Hafró. Frá-
bært samstarf við grásleppu-
veiðimenn hringinn í kringum
landið hefur þó verið frum-
forsenda þess að vel hefur til
tekist með verkefnið. Ýmsar
forvitnilegar upplýsingar hafa
nú þegar fengist út úr því,
eins og t.d. að sú gráa er mun
frárri á sporði en nokkurn
grunaði, jafnt móti straum
sem með. Þær upplýsingar
sem líklega eru þó markverð-
astar, sýna að langflest hrogn-
kelsi hrygna aðeins einu sinni
um sína ævidaga.
Það kom veiðimönnum
mjög á óvart, að árið var vart
liðið frá því ráðinn var sér-
stakur starfsmaður til þessara
rannsókna, þar til Hafró taldi
réttast að leggja til aflahá-
mark/kvóta á grásleppuveið-
arnar. Það er óhætt að orða
það svo að veiðimenn eru
felmtri slegnir vegna þessarar
uppákomu. Rannsóknir eru
varla hafnar þegar stofnunin
leggur til gjörbyltingu á fyrir-
komulagi sem, að hennar eig-
in sögn, hefur gefist ágætlega.
Í skýrslu Hafró fyrir fisk-
veiðiárið 2009/2010 segir orð-
rétt:
„Markaðsaðstæður ráða
miklu um sókn í hrognkelsa-
stofninn og skýrir það að tals-
verðu leyti sveiflur í veiðum
síðustu ára. Hagsmunaaðilar
hafa komið að stjórnun veið-
anna, meðal annars með því
að takmarka lengd vertíðar,
að því er virðist með ágætum
árangri undanfarin ár.“
Í skýrslunni fyrir fiskveiði-
árið 2010/2011 segir:
„Hagsmunaaðilar hafa
komið að stjórnun veiðanna,
meðal annars með því að tak-
marka lengd vertíðar. Hins
vegar er áhyggjuefni að fjöldi
leyfa í notkun við grásleppu-
veiðar hefur aukist undan-
farnar vertíðir og fjölgaði enn
á yfirstandandi vertíð. Sókn í
stofninn jókst um ríflega
þriðjung frá árinu 2008 til
2009 en aflinn var samt sem
áður ívið minni en á vertíð-
inni 2008. Hafrannsóknastofn-
unin telur að fara beri varlega
við nýtingu stofnsins en legg-
ur ekki fram tillögu um há-
marksafla fyrir fiskveiðiárið
2010/2011.“
Í skýrslu stofnunarinnar frá
því í fyrra, um ástand nytja-
stofna og aflahorfur fyrir fisk-
veiðiárið 2011/2012 kveður
hinsvegar við nýjan tón:
„Ár hvert ráða markaðsað-
stæður og veðurskilyrði miklu
um það hver landaður afli og
sókn verður á grásleppuver-
tíð. Stjórnvöld og hagsmuna-
aðilar hafa stjórnað veiðum
með því að takmarka lengd
vertíðar, fjölda neta sem hver
bátur getur lagt í sjó og fjölda
báta með leyfi. Þó að þetta
virðist hafa gefið nokkuð
góða raun sem veiðistjórnun
hafa á síðustu árum komið
fram ýmis atriði sem valda
áhyggjum. Þau eru helst auk-
in sókn, lækkun afla á sókn-
areiningu, lækkun stofnvísi-
talna beggja kynja (grásleppu
í lífmassa, rauðmaga í fjölda)
og hækkun vísitölu veiðihlut-
falls. Því er ljóst að þörf er á
markvissari stjórnun hrogn-
kelsaveiðanna. Með hliðsjón
af framangreindu leggur Haf-
rannsóknastofnunin til að
fiskveiðiárið 2011/2012 verði
afli á vertíð ekki meiri en sem
nemur um 3700 tonnum sem
samsvarar um 7700 tunnum af
söltuðum hrognum. Ráðgjöfin
byggir á stofnvísitölu grá-
sleppu 2011 og miðar við að
vísitala veiðihlutfalls verði ná-
lægt meðaltali tímabilsins
1985-2010. Þessi ráðgjöf verð-
ur endurskoðuð þegar nýjar
upplýsingar úr stofnmælingu
botnfiska í mars 2012 liggja
fyrir“.
Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi
Sími 580 5800 • www.landvelar.is
Poclain þjónusta
Sérhæft verkstæði fyrir vökvadælur og mótora
Sala, varahlutir og viðgerðir
Greinarhöfundur er Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátasjómanna.