Ægir - 01.06.2012, Page 10
10
H R O G N K E L S A V E I Ð A R
Milljarðar í húfi
Á aðeins þremur árum breytt-
ist mat Hafró á ástandi grá-
sleppunnar frá því að virðast
ganga ágætlega yfir í allt að
því neyðarástand.
Í skýrslunni fyrir 2009/-
2010 (sem á við grásleppuver-
tíðina 2010) er allt í stakasta
lagi og náttúran fór sínu fram.
Grásleppuvertíðin 2010 gaf
um 18 þúsund tunnur á 62
veiðidögum. Þessi vertíð var
því ein sú albesta frá upphafi
og sé verðið til veiðimanna
tekið með í reikninginn, sú
albesta.
Í skýrslunni lagði Hafró
ekki fram tillögur um há-
marksafla/kvóta. Ef hún hefði
gert það með þeirri aðferða-
fræði sem nú hefur verið
kynnt til sögunnar hefði ráð-
gjöfin hljóðað uppá u.þ.b. 8
þúsund tunnur. Verðmæti 10
þúsund tunna var þá um 2
milljarðar, sem hreinlega
hefðu glatast.
Í skýrslunni fyrir fiskveiði-
árið 2010/2011 er vart að sjá
að stofnunin sé þjökuð af
áhyggjum vegna ástands grá-
sleppustofnsins. Þó er bent
með réttu á aukna sókn, en
ekkert tal um heildarafla. Ver-
tíðin 2011 var engu að síður
stytt í 50 daga, eða um hátt í
20%, að ósk veiðimanna.
Veður voru og mun vályndari
en metárið 2010. Heildarveið-
in varð engu að síður hátt í
11 þúsund tunnur, eða rétt
undir 10 ára meðaltali. Mun-
urinn á ráðgjöfinni og veið-
inni var um 3000 tunnur, þá
að verðmæti milli 500-600
milljónir.
Það er svo í skýrslunni fyr-
ir 2011/2012 að Hafró leggur í
fyrsta skipti til hámarksafla
við grásleppuveiðar, uppá
7700 tunnur. Ráðgjöfina sagð-
ist stofnunin byggja á stofn-
vísitölu grásleppu 2011 (tog-
ararall) en þessi ráðgjöf birtist
ekki fyrr en grásleppuvertíðin
var hafin. Stjórnvöld ákváðu
að láta kyrrt liggja.
Hafró slær í klárinn
Hvorugt framangreint virðist
hafa haft mikil áhrif á nálgun
Hafró. Í skýrslu stofnunarinn-
ar sem kom út fyrir skömmu,
fyrir fiskveiðiárið 2012/2013
(vertíðina 2013) er slegið
rækilega í klárinn. Nú er að
auki komin inn hugmynd um
„upphafskvóta“.
Orðrétt:
„Með hliðsjón af framan-
greindu leggur Hafrannsókna-
stofnunin til að upphafsafla-
mark grásleppu fiskveiðiárið
2012/2013 verði ekki hærra
en sem nemur um 1700 tonn-
um sem samsvarar um 3500
tunnum af söltuðum hrogn-
um, byggt á grásleppuvísitölu
úr SMB 2012 (togararalli í
mars). Hafrannsóknastofnun
mun að lokinni stofnmælingu
í mars 2013 veita ráðgjöf um
heildaraflamark fiskveiðiárs-
ins.“
Fyrsta spurningin sem
kviknar við að grúska í þess-
um gögnum Hafró er þessi:
Hvað hefur stofnstærð tiltekið
ár að gera með ráðgjöf Hafró
um heildarafla á sama ári?
Fyrir liggur að hún hrygnir
nánast öll bara einu sinni og
sé gengið út frá því að veiðin,
sem alltaf hefur verið undir
sóknartakmörkunum, endur-
spegli nokkuð vel stofnstærð-
ina ætti að vera nokkuð auð-
velt að sjá samhengi milli
hrygningarstofns og veiði-
stofns 4 - 5 árum síðar, en tal-
ið er að það sé aldur hennar
við hrygningu. Meðfylgjandi
tafla ber þess tæpast merki að
slíkt samhengi sé þar að
finna.
Það er óhætt að fullyrða,
að tillögur Hafró ná langt
með að gera út um grá-
sleppuveiðar hérlendis, fari
stjórnvöld eftir þeim. Fyrir
það fyrsta þarf að kvótasetja
grásleppuna og fróðlegt verð-
ur að vita hvernig sú aðgerð
ætti að fara fram. Allir sem
þekkja til grásleppuveiða vita
að þær eru að mörgu leyti
flóknari en annar veiðiskapur.
Í þessu sambandi er íhugun-
arefni að eina landið sem not-
ar kvóta við grásleppuveiðar
er Noregur. Þar hefur áhuginn
stöðugt dvínað, kvótarnir eru
litlir, þá má ekki sameina og
„uppbyggingarstarfið“ lætur
ekkert á sér kræla.
Vissulega byggja allar veið-
ar á bjartsýni og von veiði-
mannanna, en ætli vonin sé
nokkursstaðar sterkari við
fiskveiðar á Íslandi, en einmitt
í eltingarleiknum við þá gráu.
Sú von yrði að engu á svip-
stundu.
Heildarafli grásleppu (þús. tonna) árin 1997-2011 og sókn 1980-2011.
Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is
Project1 3/31/07 12:20 PM Page 1