Ægir - 01.06.2012, Qupperneq 11
11
„Þegar við höfum greitt laun
og rekstrarkostnað eigum við
38% eftir af tekjunum. Það er
þessi fræga EBITDA, þ.e.
hagnaður fyrir vexti, skatta og
afskriftir, sem stjórnarþing-
menn hafa séð ofsjónum yfir.
Ef tekið er 40% veiðigjald af
EBITDA-upphæðinni, hvað þá
heldur 70% eins og stefnt er
að, gefur auga leið að við eig-
um ekki einu sinni fyrir af-
borgunum af lánum, sem hafa
verið 36-38% af tekjum árs-
ins. Eigum við þá að fá lán til
þess að geta greitt veiðigjöld-
in?“ spyr Halldór Ármannsson
smábátasjómaður í Reykja-
nesbæ.
Hann heldur áfram brúna-
þungur: „Það segir sig því
sjálft að breytingin á rekstri
okkar fyrirtækis verður bara
neikvæð eftir nokkur ár, þrátt
fyrir þær breytingar sem
gerðar voru með afslætti
vegna lána. Það er bara verið
að láta menn dingla aðeins
lengur í snörunni áður en
hlerinn fellur. Frumvarpið
tekur að fullu gildi eftir fimm
ár, nema að einhverjir þokka-
lega viti bornir menn og kon-
ur komi til með að breyta
þeim ólögum sem er búið að
samþykkja á Alþingi.“
900 milljónir á Ísfélagið
Óhætt er að segja að sam-
þykkt frumvarps ríkisstjórnar-
innar um stórhækkun veiði-
gjalds mælist illa fyrir á meðal
útgerðarmanna hvarvetna um
land. Undrun, vonbrigði og
jafnvel reiði eru orð sem lýsa
viðbrögðunum. Einu gildir
hvort um er að ræða stórar
útgerðir eða smáar, þreföldun
veiðigjalds frá því sem er í
gildi á yfirstandandi fiskveiði-
ári kemur til með að leggjast
þungt á útgerðir, einkum þær
sem eru skuldsettar t.d. eftir
kvótakaup.
En hvernig kemur þetta
við stærri fyrirtæki? Stefán
Friðriksson er framkvæmda-
stjóri Ísfélagsins í Vestmanna-
eyjum. „Ég geri ráð fyrir að
Ísfélagið þurfi að greiða allt
að 900 milljónir á næsta fisk-
veiðiári í veiðigjöld. Veiði-
gjöldin munu auðvitað hafa
mikil áhrif á félagið. Við
munum fara mjög vel yfir
stöðuna og vega og meta til
hvaða ráða eigi að grípa en á
þessari stundu liggur engin
ákvörðun fyrir í þeim efn-
um,“ segir Stefán.
Ofurskattlagning
Sigurður Viggósson, fram-
kvæmdastjóri Odda hf. á Pat-
reksfirði tekur í sama streng
og kollegi hans í Eyjum. „Við
gróft mat mun þessi lands-
byggðarskattur koma illa nið-
ur á fjárhag fyrirtækisins og
framtíð rekstrar er sett í
óvissu. Við munum tvímæla-
laust grípa til aðgerða til að
lækka kostnað til að komast
af og reyna um leið að skoða
alla tekjumöguleika.“
Sigurður vekur einnig at-
hygli á öðru og segir: „Við
rekum ekki bara sjávarút-
vegsfyrirtæki heldur erum
lykilfyrirtæki á staðnum í út-
gerð, fiskvinnslu, sölu og
markaðssetningu. Okkar að-
gerðir munu því miðast að
því að lágmarka skaðann af
þessum lögum. En þetta eru
Undrun og vonbrigði meðal útgerða vegna þreföldunar veiðigjalds á næsta fiskveiðiári:
„Láta menn dingla aðeins lengur
í snörunni áður en hlerinn fellur“
– segir Halldór Ármannsson smábátasjómaður í Reykjanesbæ
H Æ K K U N V E I Ð I G J A L D A