Ægir - 01.06.2012, Qupperneq 15
15
Í Hafnarfirði er lífleg þjón-
ustuhöfn fyrir skip, báta og
áhafnir þeirra. Þar er meðal
annars uppskipun, löndun,
þurrgeymslur, kæligeymslur
og frystigeymslur, útskipun til
allra heimshorna, eldsneytis-
afgreiðsla, veiðarfæraþjón-
usta, siglingatækjaþjónusta,
skipaviðgerðir, þar með taldar
tvær flotkvíar, fiskmarkaður,
sorphirða og gámaþjónusta.
Ennfremur er í Hafnarfirði
rúm- og skjólgóð smábáta-
höfn með þremur löndunar-
krönum, vatni, spilliefnaskýli
og sorpgámum.
Umsvif og framkvæmdir
Hafnarfjarðarhöfn er sam-
kvæmt heimildum ein elsta
og öruggasta höfn landsins.
Hún er í raun hjarta bæjarins
vegna þess hvernig byggðin
umlykur hana.
Störf í hafnfirskum fyrir-
tækjum, sem eru beint tengd
höfn, eru um eða yfir 1.600
og um Hafnarfjarðarhöfn fara
um 900.000 tonn af vörum á
ári.
Helsta starfsemi við höfn-
ina er losun og lestun lausa-
vöru, löndun og lestun sjáv-
arafurða, losun og lestun olíu
og asfalts ásamt losun og
lestun hráefna og afurða til
og frá álverinu og Gasfélag-
inu í Straumsvík.
Hafnarfjarðarhöfn er sér-
hæfð í allri þjónustu við fiski-
skip af öllum stærðum og
gerðum. Í Hafnarfirði er öflug
löndunarþjónusta, fiskmark-
aður fyrir ferskan fisk,
geymsla og framhaldsflutn-
ingur á frystum sjávarafurð-
um. Nokkur af öflugustu við-
halds- og viðgerðarverkstæð-
um Íslands eru í Hafnarfirði.
Stærstu framleiðendur veiðar-
færa og vinnslubúnaðar eru í
eða í nágrenni Hafnarfjarðar,
svo sem, Ísfell, Hampiðjan og
fleiri. Núverandi hafnarsvæði
er um 60 hektarar í Hafnar-
firði og 4 til 5 hektarar í
Straumsvík.
Snar þáttur í atvinnulífi
bæjarins
Már Sveinbjörnsson hafnar-
stjóri sem telur Hafnarfjarðar-
höfn afar mikilvæga fyrir allt
atvinnulíf í Hafnarfirði. Um
1.500 manns í bænum hafi
með einum eða öðrum hætti
atvinnu sína af hafnsækinni
starfsemi; sjávarútvegi, álveri í
Straumsvík og endurvinnslu.
H A F N I R
Hafnarfjarðarhöfn er sérhæfð í allri þjónustu við fiskiskip af öllum stærðum og gerðum.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ein besta höfn landsins!
Í Hafnarfirði er skjólgóð smábátahöfn.