Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2012, Page 24

Ægir - 01.06.2012, Page 24
24 breiðslusvæðis ýsunnar. Umtalsverð breyting virðist þó hafa verið á út- breiðslu ýsunnar á síðustu 15 árum. Mun meira finnst af henni fyrir norðan land en áður en ýsan hefur um áratugaskeið haldið sig sunnan landsins í mun meira mæli. „Hvort hrygningar- og uppeldis- skilyrði ýsunnar eru verri fyrir norðan en sunnan er eitthvað sem þarf að skoða gaumgæfilega,“ segir Jóhann. Hann bætir því einnig við að með því að stýra sókn í ýsuna af meiri varfærni en gert var hefði e.t.v. mátt draga úr nið- ursveiflunni sem nú blasi við. „Á þeim tíma vorum við hins vegar að takast á við sársaukafullan niðurskurð í þorsk- veiðum. Þannig að það verður að setja þetta í stærra samhengi.“ Uppbyggileg gagnrýni – Nú er nýlokið yfirreið Hafrannsókna- stofnunarinnar um landið, þar sem efnt var til funda á sjö stöðum. Hvert var inn- tak fundanna? „Hringferðin að þessu sinni var hugs- uð til að þjóna eftirspurn sjómanna og útvegsmanna í sjávarbyggðum landsins og almennings um land allt þar sem kynnt var og rökrædd ráðgjöf stofnunar- innar fyrir komandi fiskveiðiár. Á fund- unum kynntum við einnig niðurstöður rannsóknarverkefna sem í deiglunni eru og höfða sérstaklega til þess staðar, þar sem fundað var á.“ – Hvernig viðbrögð fenguð þið? „Þau voru almennt afar góð. Umræð- ur voru málefnalegar og sú gagnrýni sem sett var fram var uppbyggileg. Það Pokinn kominn um borð og þá er að vega, mæla og aldursgreina innihaldið. Æ G I S V I Ð T A L I Ð „Starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar er að stærstum hluta þjónusta við stjórnvöld og atvinnulíf – nauðsynleg vöktun og eftirlit með þessari mikilvægustu auðlind okkar sem er endurnýjanleg um ókomin ár ef rétt er á haldið.”

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.