Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 29
29
V E I Ð I R Á Ð G J Ö F
innan við 1000 tonn frá árinu
1996. Í skýrslu Hafró segir að
ástand stofnsins virðist afar
slæmt og að engar vísbend-
ingar séu um aukna nýliðun í
hrygningarstofninum á næstu
árum. Skilaboðin eru því skýr
og afdráttarlaus: „Vegna bágs
ástands stofnsins gaf sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðu-
neytið út reglugerð sem gildir
frá 1. janúar 2012, um bann
við beinum lúðuveiðum og
að allri lífvænlegri lúðu skuli
sleppt, sama í hvaðaveiðar-
færi hún er veidd. Hafrann-
sóknastofnunin leggur til að
umræddar reglugerðir verði í
gildi þar til merki verða um
verulegan bata í stofninum.“
Aðrir flatfiskar
Afli úr stofnum annarra flat-
fiska en lúðu við Ísland var
um 9.500 tonn árið 2011. Til
þessara stofna teljast skarkoli,
sandkoli, skrápflúra, langlúra,
þykkvalúra og stórkjafta en
síðasttalda tegundin veiðist
sem meðafli, aðallega í drag-
nót og humarvörpu.
Hafrannsóknastofnunin
leggur til 6.500 tonna (4.900
tonn veidd í fyrra) veiðar á
skarkola á næsta fiskveiði ári
og aðeins er lagt til að veidd
verði 500 tonn af sandkola
(900 tonn). Í skrápflúru er
lagður til 200 tonna afli (180),
í langlúru ekki meira en
1.100 tonn (1.300) og í þykk-
valúru er lagður til 1.400
tonna heildarafli (1.900 tonn).
Steinbítur
Steinbítsaflinn í fyrra var um
11 þúsund tonn, sem er
minnsti afli frá 1985. Stofninn
hefur farið minnkandi frá
2006 en nýliðunarvísitala er
nú í sögulegu lágmarki. Skila-
boð Hafró eru einföld: „Haf-
rannsóknastofnunin leggur til
að steinbítsaflinn miðist við
hámarksafrakstur sem sam-
svarar 7.500 tonna heildarafla
á fiskveiðiárinu 2012/2013.
Einnig ítrekar stofnunin að
steinbítur á hrygningarslóð á
Látragrunni verði áfram frið-
aður á hrygningar- og klak-
tíma.“
Hlýri, blálanga, langa, keila
og skötuselur
Veiðar á hlýra verða dregnar
verulega saman ef farið verð-
ur að ráðgjöf Hafró. Stofnun-
in leggur til 900 tonna afla en
aflinn í fyrra var 1.600 tonn.
Um 6.500 tonn veiddust af
blálöngu í fyrra en ráðgjöf
Hafró fyrir næsta fiskveiðiár
miðast við að veiðin fari ekki
yfir 3.100 tonn.
Öðru máli gegnir hins
vegar um löngu. Þar miðast
ráðgjöfin við að heildaraflinn
fari ekki yfir 12.000 tonn á
næsta fiskveiðiuári en veiðin
í fyrra var 9.600 tonn. Hafró
leggur til 10% samdrátt í veið-
um á keilu og að veiðin á
næsta ári fari ekki yfir 6.700
tonn en hún var 7.400 tonn í
fyrra.
Stóraukin veiði hefur verið
á skötusel undanfarin ár.
Þannig voru um 3.200 tonn
veiddi bæði árin 2010 og
2011. Tillögur Hafró hljóða
upp á meira en helmings nið-
urskurð og aðeins 1.500
tonna heildarafla á næsta
fiskveiðiári.
Síld og loðna
Eftir hremmingar íslensku
sumargotssíldarinnar i kjölfar
sníkjudýrasýkingar undanfar-
in hefur stofninn verið að
rétta úr kútnum. Hafró leggur
til að 67 þúsund tonn verði
veidd úr stofninum á næstu
vertíð. Þar sem lítið mældist
af ókynþroska loðnu haustið
2011 treystir stofnunin sér
hins vegar ekki til að leggja
fram tillögur um upphafsafla-
mark í loðnu „fyrr en stofn-
mæling gefi til kynna að
óhætt verði að leyfa umtals-
verðar veiðar að teknu tilliti
til þess að 400 þús. tonn
verði skilin eftir til hrygning-
ar, eins og aflaregla kveður á
um.“
Afli ýsu í þúsundum tonna eftir veiðarfærum árin 1982-2011.