Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2012, Síða 31

Ægir - 01.06.2012, Síða 31
31 F I S K M A R K A Ð I R Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum. Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf meira í dag en í gær. Rannsóknir í þágu sjávarútvegs Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu um- hverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu www.matis.is pólitískum afskiptum sé ég fyrir mér að þeim muni fækka verulega á næstu misserum ef ekki verður snúið af þessari miðstýringarleið stjórnvalda. Pólitísk afskipti og samræmdar gallabuxur! Eitt dæmi til viðbótar má nefna um pólitísk afskipti. Þegar makríll fór að veiðast við Íslandsstrendur tóku stjórnvöld ákveðna stefnu í þá átt að gefa sem flestum færi á að stunda makrílveiðar. En til þess að fá úthlutun til veiða á makríl þá þarf við- komandi útgerð að framvísa til stjórnvalda samningi um bein viðskipti við einhverja ákveðna vinnslu. Frjálsræðið nær sem sagt bara hálfa leið þar sem ekki má selja um- ræddan makríl á fiskmarkaði og gefa þannig fleirum tæki- færi til að vinna hann og hugsanlega finna nýjar leiðir til verðmætasköpunar. Nei, nei – aftur skal fara til mið- stýringar og pólitískra af- skipta. Greinin hefur um langt árabil fundið hagkvæmustu og verðmætustu leiðirnar í hverju tilfelli fyrir sig. Að undanförnu hefur mér samt oft komið í hug að sá dagur rynni upp að stjórnvöld setji um það reglur að allar galla- buxur sem seldar eru hér- lendis séu útvíðar en ekki að- sniðnar því það hljóta allar atvinnugreinar að búa við sömu skilyrði og lúta sömu afskiptum stjórnvalda. Skattlagningin er á starfsfólkið í sjávarútvegi Hverjar eru svo auðlindirnar í sjávarútvegi? Að mínu mati er nauðsynlegt að menn velti því fyrir sér og taki um það upplýsta umræðu. Er fiskur- inn í sjónum auðlindin? Eða eru það einhverjir aðrir hlutir í þessari keðju sem eru raun- verulega auðlindin? Fiskurinn í sjónum er ekki auðlind ef enginn á skip og býr yfir kunnáttu til að veiða hann. Fiskurinn er heldur ekki auð- lind þótt hann væri veiddur ef enginn kann að verka hann, selja og koma vörunni í neyslu. Af þessu má sjá að mesta auðlindin í sjávarútvegi er fólkið sem í greininni starf- ar. Það kann að fjárfesta í réttum tækjum og tólum, veiða fiskinn, verka hann og selja. Það er auðlindin sem við eigum. Því má segja að sú ofurskattlagning sem nú blas- ir við af hálfu stjórnvalda er skattlagning á þetta fólk og engan annan. Það er verið að færa fjármuni frá fiskverka- fólki og sjómönnum til ann- arra íbúa þessa lands, fólks sem þá hugsanlega í framtíð- inni hefur það starf að selja útvíðar gallabuxur. Það er ekki svo að ég sé á móti auðlindagjaldi, en skatt- lagning af því tagi á að vera hófleg og ekki síst eiga allir að sitja við sama borð, þ.e. að samskonar skattlagning á þá að koma á allar aðrar auð- lindir landsins svo að at- vinnugreinum og því starfs- fólki sem í þeim starfar sé ekki mismunað.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.