Ægir - 01.01.2013, Page 8
S T E I N B Í T S S T O F N I N N
Í lok nóvember á síðasta ári
var farinn leiðangur á rann-
sóknarskipinu Bjarna Sæ-
mundssyni til að rannsaka
steinbít á Látragrunni en þar
er aðalhrygningarsvæði hans.
Meginverkefni leiðangursins
var að athuga hvort hægt væri
að meta þéttleika hrogna-
klasa steinbíts með sæ-
bjúgnaplógi og neðansjávar-
myndavél. Einnig að kanna
þéttleika steinbíts á svæðinu
með botnvörpu og að merkja
steinbít.
„Leiðangurinn lukkaðist
mjög vel. Við merktum 191
steinbít með rafeindamerkjum
og slöngumerkjum og 203
steinbíta einungis með
slöngumerkjum. Við höfum
endurheimt fjórtán steinbíta
með rafeindamerkjum og þrjá
með slöngumerkjum,“ segir
Ásgeir Gunnarsson leiðang-
ursstjóri.
Hann segir að merkin gefi
til kynna að steinbíturinn sé
að jafnaði mjög botnlægur.
„Það er til líkan sem kall-
ast sjávarfallalíkan sem getur
staðsett steinbítinn út frá sjáv-
arföllunum. Á sex tíma fresti
fáum við þannig bylgjur úr
merkjunum sem sýna sjávar-
föllin sem segir okkur að
steinbíturinn er að öllu jöfnu
botnlægur. Við höfum þó séð
hann fara upp í sjó. Einnig
höfum við séð hann fara á
grynnra vatn en það var vitað
að hann fer út á meira dýpi á
haustin til að hrygna. Síðan
fer hann á grunnsævi í janúar
til febrúar í fæðugöngur,“
segir Ásgeir.
Hann segir að merkingarn-
ar leiði vonandi til þess að
betur verði hægt að kort-
leggja ferðir steinbítsins út frá
sjávarfallalíkaninu. Hvaða
leið hann fari og hvort allir
fari sömu leið.
Leiðangurinn var farinn
fyrst og fremst til að skoða
þetta lokaða svæði á Látra-
grunni og nærliggjandi svæði
8
Ferðir steinbítsins kort-
lagðar með merkingum
- stofninn í slæmri stöðu
Steinbítur merktur á Glettinganesgrunni. Gula slangan er tengd við raf-
eindamerkið (sjá mynd efst í hægra horninu) og stendur út úr kviðnum
á fisknum, en rafeindamerkið er sett inní kviðarhol fisksins. Einnig var
steinbíturinn merktur með slöngumerki og er það staðsett við bakugga
steinbítsins. Slöngumerkið er rautt á lit og er um 5 cm á lengd.
(Ljósmynd: Ásgeir Gunnarsson)
Ásgeir Gunnarsson.