Ægir - 01.01.2013, Qupperneq 33
33
„Við skynjum að í sjávarútveg-
inum er mikill áhugi og um-
ræða um hráefnismeðferð, um
þau atriði sem geti hjálpað
okkur sem framleiðendum
fiskafurða að fá enn meira
fyrir þær. Lykilorðið er kæling
og aftur kæling, jafnt hvort
horft er til frumstigsins úti á
sjó eða vinnsluferilsins í
landi. Okkar þróun á ein-
gangruðum plastkerum í
gegnum árin og nýjungar á því
sviði miða einmitt að því að
hjálpa greininni að ná þessum
markmiðum,“ segir Sævaldur
Gunnarsson, sölufulltrúi hjá
Promens Dalvík aðspurður um
hvaða áherslur hann skynji í
sjávarútveginum nú þegar
þess verður vart að barátta er
harðnandi á fiskafurðamörk-
uðum.
Sævaldur segir að ekki
þurfi að koma á óvart að
samkeppnin fari harðnandi á
afurðamörkuðum í Evrópu
því samhliða þrengri efnahag
í mörgum löndum hafi veru-
leg aukning orðið á framboði
hvítfisks, sér í lagi úr Barents-
hafi.
Höfum náð árangri hér á landi
„Almennt getum við sagt að
við Íslendingar höfum náð
góðum árangri í að bæta hrá-
efnismeðhöndlunina og feng-
ið umbun fyrir það á afurða-
mörkuðum vegna gæða fram-
leiðslunnar. Hér höfum við
framleiðendur sem hafa lagt
ríka áherslu á hráefnismeð-
höndlunina og kælingu hrá-
efnisins alla leið í gegnum
vinnsluferlið en svo eru líka
aðrir sem eiga tækifæri til
aukins árangurs með breytt-
um vinnsluferlum og betri
kælingu. Við skynjum sama
áhuga á bæði mörkuðum
okkar hér á landi sem og í
sjávarútvegi erlendis; allir eru
að horfa til þess að gera
meira úr þeim afla sem þeir
hafa úr að spila. Í því felast
tækifærin,“ segir Sævaldur og
nefnir að mörg fyrirtæki hugi
nú að því hvernig sé hægt að
gera meira úr aukaafurðum
og fá þannig fleiri krónur á
hvert kíló upp úr sjó. „Við er-
um núna með í þróun nýtt
lok á 340L/460L/660L kerin
frá okkur sem mun nýtast við
söfnun á slógi, lifur og slík-
um aukaafurðum. Það má
segja að þetta sé „lifrartunnu-
loksaðferðin“ betrumbætt en
lokið mun koma á markað
frá okkur nú í mars. Bæði
mun það geta nýst sem lok,
fest með teygjum eins og
hefðbundin keralok eða soð-
ið fast ofan á ker þar sem
meiri þéttleika er krafist.“
Mikil fjölbreytni er í vöru-
línu Promens Dalvík og kerin
eru bæði miðuð að þörfum
smærri báta sem stærri fiski-
skipa, landvinnslufyrirtækja,
fiskeldis og svo framvegis.
„Okkar ker nýtast vel í þess-
ari þróun í landvinnslunum
en stærsti markaðurinn verð-
ur eftir sem áður í fiskiskipa-
flotanum. Þar er grunnurinn
að góðu hráefni lagður. Hrá-
efnismeðhöndlunin er lykilat-
riði í ferskleika vörunnar úti á
mörkuðum erlendis, ræður
miklu um hillutíma hennar
og því hvort hægt er að nýta
flutningsleiðir á ferskfiski
með skipum í stað flugvéla.
Mönnum verður það æ ljós-
ara í greininni hversu mikið
samhengi er á milli allra þátta
í virðiskeðjunni og að líta
verður á ferilinn frá veiðum
til neytanda í einni heild,“
segir Sævaldur og svarar því
aðspurður að staða fyrirtækja
sé eðlilega misjöfn til að ráð-
ast í fjárfestingar í kerum.
Aukin framleiðslugeta á
Dalvík
„Vissulega er þrengra hjá
sumum en öðrum en í sjávar-
útvegi hér á landi hafa menn
verið mjög fljótir að bregðast
við og nýta tækfærin þegar
þeir finna að fjárfestingar
skila sér fljótt til baka í gegn-
um hærra afurðaverð. Þetta
er einkennandi hér á landi,“
segir Sævaldur en sem kunn-
ugt er var nýr hverfisteypuofn
tekinn í notkun í verksmiðju
Promens á Dalvík í haust sem
knúinn er rafmagni. Sævaldur
segir verksmiðjuna því vel í
stakk búna að mæta auknum
verkefnum. „Með nýja ofnin-
um jókst framleiðslugeta
verksmiðjunnar og við getum
því enn betur mætt þörfum
okkar viðskiptavina,“ segir
Sævaldur.
Í mars kemur á markað ný gerð af lokum á Sæplast kerin sem sérstaklega er
hönnuð til að gera auðveldara að safna aukaafurðum úr fiski, s.s. slógi og lifur,
svo dæmi séu tekin.
www.isfell.is
Hnífar og brýni
í miklu úrvali
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi
• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður -
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Þ J Ó N U S T A