Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2013, Side 34

Ægir - 01.01.2013, Side 34
34 Bjarmi Sigurgarðarsson, eigandi Vélfags, (lengst til vinstri) og Sölvi Lárusson, starfsmaður Vélfags, eru hér ásamt forsvarsmönnum Lassalle Filets við uppsetningu vélar- innar í Frakklandi. Flökunarvél Vélfags vekur lukku í Frakklandi Fyrirtækið Vélfag í Ólafsfirði seldi í október flökunarvél af gerðinni M-700 til land- vinnslufyrirtækis í Frakklandi og var þetta fyrsta vélin sem fyrirtækið selur á erlendan markað. Flökunarvélar Vélfags hafa vakið mikla athygli hér á landi síðustu ár fyrir afköst og ekki síður góða nýtingu en þær eru nú komnar í notkun í bæði landvinnslum og frysti- togurum nokkurra stærri sjáv- arútvegsfyrirtækja landsins. Salan á vélinni til Frakklands bar fremur brátt að á síðasta ári en áhugi forsvarsmanna franska fyrirtækisins, sem heitir Lasalle Fillets, var vak- inn með myndböndum af vinnslu vélarinnar sem þeir sáu á Youtube vefsíðunni. Í framhaldi af því höfðu þeir samband við Vélfag, komu hingað til lands til að sjá vél- ina með eigin augum í notkun og festu síðan kaup á einni vél. Bjarmi Sigurgarðarsson, stofnandi og eigandi Vélfags, segir vélina í Frakklandi hafa verið í notkun í um þrjá mán- uði og að mikil ánægja sé með afköst og nýtingu. Handflökun hingað til „Þarna er um að ræða eins konar þjónustufyrirtæki sem staðsett er vestur af París og sem tekur að sér að vinna fisk sem síðan er farið með áfram á markað til Parísar. Fyrirtækið hefur byggt ein- vörðungu á handflökun en með kaupum á flökunarvél- inni frá okkur var hugmyndin hjá fyrirtækinu að auka við vinnsluna og bjóða flökun á smærri ufsa. Strax á fyrstu vikunum varð þessi þáttur vinnslunnar mun umfangs- meiri en ætlað var og nú þegar er farið að ræða mögu- leika á annarri vél á þessu ári. Fyrir okkur í Vélfagi hef- ur þetta verið einstaklega ánægjulegt verkefni, ekki síst fyrir þær sakir hversu já- kvæðir Frakkarnir hafa verið og áhugasamir og greinilegt að á þessu svæði eru mikil Þ J Ó N U S T A

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.