Ægir - 01.01.2013, Blaðsíða 35
35
tengsl við Ísland m.a. í gegn-
um franska sjómenn sem
sóttu á íslensk fiskimið forð-
um,“ segir Bjarmi en hann
ásamt einum starfsmanna
Vélfags fór utan í október til
að setja vélina upp og kenna
starfsmönnum fyrirtækisins á
hana.
Trúðu varla
nýtingarprósentunni!
„Sem betur fer hefur allt
gengið eins og í sögu hingað
til og alltaf mikil gleði á hin-
um enda símalínunnar þegar
við fáum símtal frá Frakk-
landi. Það eru helst stillingar
sem við höfum þurft að leið-
beina með en við höfum get-
að notað snjallsímatækni til
að hjálpa okkur við það,“
segir Bjarmi en hann segir
góða nýtingu í flökuninni
hafa komið Frökkunum mest
á óvart. Þeir hafi í fyrstu hald-
ið að einhver villa væri í nýt-
ingarútreikningunum!
„Vélflökunin skilar líka
mjög fallegum flökum og það
hjálpar auðvitað til þegar á
markaðinn er komið. Upp-
setning vélarinnar vakti mikla
athygli á svæðinu og í
vinnslusalinn komu ýmsir að-
ilar úr öðrum fyrirtækjum eða
af svæðinu til að fylgjast með
og sjá vélina vinna. Vélflökun
virðist ekki algeng þarna og
því er ekki ólíklegt að við
eigum eftir að selja fleiri vélar
á þetta svæði og í nágrenni.
Fyrir lítið fyrirtæki eins og
okkar er hins vegar mikil
reynsla að ganga í gegnum
eitt útflutningsverkefni af
þessu tagi og við munum
taka eitt skref í einu í útflutn-
ingnum. En við eigum svo
sannarlega erindi með vél-
búnað okkar á erlendan
markað og vitum af áhuga
víðar erlendis,“ segir Bjarmi.
Nýtt framleiðsluhús
tekið í notkun
Vélfag fékk m.a. viðurkenn-
ingu á Íslensku sjávarútvegs-
sýningunni árið 2011 en fyrir-
tækið framleiðir bæði flökun-
arvélar og hausara, auk þess
sem nú er verið að setja nýja
roðvél á markaðinn. Þá er
fyrirtækið þessa dagana að
taka í notkun 600 fermetra
framleiðsluhús í Ólafsfirði þar
sem til að mynda verður tek-
inn í notkun nýr búnaður við
framleiðslu vélanna.
„Með þessu húsi breytist
öll framleiðsluaðstaða okkar
verulega en við munum
áfram verða með hluta starf-
seminnar á Akureyri, líkt og
verið hefur. Samhliða þessu
öllu eru ýmis þróunarverkefni
í vinnslu þannig að við telj-
um bjart framundan,“ segir
Bjarmi.
Bjarmi tengir M700 vélina. Íslenska vélin vakti mikinn áhuga bæði starfsmanna í
fyrirtækinu og fiskverkenda í nágrenninu sem komu í vinnslusalinn til að fylgjast
með uppsetningunni.
M700 flökunarvélin frá Vélfagi.
Flökunarvél Vélfags
vekur lukku í Frakklandi
Þ J Ó N U S T A